Frumsýna 150 ára sögu Haraldur Guðmundsson skrifar 23. september 2017 09:45 Það er gaman að sýna að hugsjónirnar voru ekkert öðruvísi í upphafi en þær eru í dag, segir Elsa. Vísir/Hanna „Auðvitað er vandi að velja úr tímabili sem nær yfir 150 ár. Það var aftur á móti mikilvægt að draga fortíðina inn í nútíðina því um tíma var Reykjavík borg byggð að mestu af iðnaðarmönnum,“ segir Elsa Haraldsdóttir, formaður Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, um nýja heimildarmynd um félagið sem frumsýnd verður í Laugarásbíói í dag. Iðnaðarmannafélagið fagnaði 150 ára afmæli þann 3. febrúar síðastliðinn. Af því tilefni var ráðist í gerð heimildarmyndarinnar sem Halldór Árni Sveinsson hefur haft umsjón með. Þar er saga félagsins rakin í máli og myndum. „Við byrjuðum afmælisárið á að tendra lýsingu á styttu Ingólfs Arnarssonar á Arnarhóli, á sjálfan afmælisdaginn, sem var gjöf frá félaginu árið 1924. Í framhaldinu komu stjórnir norrænu systurfélaganna okkar hingað sem gestir á norrænum fundi. Síðan var haldin hátíð þar sem við veittum ungum nýsveinum viðurkenningar fyrir afburðagóð sveinspróf. Mér þykir óskaplega vænt um að við skyldum ráðast í þessa heimildamynd. Það er gaman að sýna að hugsjónirnar voru ekkert öðruvísi í upphafi en þær eru í dag. Þær voru að efla stéttarfélögin, byggja skóla, banka og fleira. Það erum að draga fram með þessari mynd.“ Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur, leikur að sögn Elsu, mikilvægt hlutverk í myndinni sem sögumaður. Hann þekki Reykjavík út og inn og hafi því verið kjörinn til þess að leiða áhorfendur í gegnum sögu félagsins. Bíósýningin í dag er sú eina sem ákveðin hefur verið. „Þetta er 60 mínútna mynd en það er búið að taka upp mikið af efni sem hefði verið gaman að koma fyrir. Vinnslan var í höndum handritshöfundarins Halldórs Árna Sveinssonar. Við höfum mikinn áhuga á að koma myndinni inn í skólana og Ríkissjónvarpið og þá jafnvel í styttra formi. Frumsýningin er fyrir hollvini, félaga og aðra velunnara en aðrir sem hafa áhuga eru velkomnir.“ Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
„Auðvitað er vandi að velja úr tímabili sem nær yfir 150 ár. Það var aftur á móti mikilvægt að draga fortíðina inn í nútíðina því um tíma var Reykjavík borg byggð að mestu af iðnaðarmönnum,“ segir Elsa Haraldsdóttir, formaður Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík, um nýja heimildarmynd um félagið sem frumsýnd verður í Laugarásbíói í dag. Iðnaðarmannafélagið fagnaði 150 ára afmæli þann 3. febrúar síðastliðinn. Af því tilefni var ráðist í gerð heimildarmyndarinnar sem Halldór Árni Sveinsson hefur haft umsjón með. Þar er saga félagsins rakin í máli og myndum. „Við byrjuðum afmælisárið á að tendra lýsingu á styttu Ingólfs Arnarssonar á Arnarhóli, á sjálfan afmælisdaginn, sem var gjöf frá félaginu árið 1924. Í framhaldinu komu stjórnir norrænu systurfélaganna okkar hingað sem gestir á norrænum fundi. Síðan var haldin hátíð þar sem við veittum ungum nýsveinum viðurkenningar fyrir afburðagóð sveinspróf. Mér þykir óskaplega vænt um að við skyldum ráðast í þessa heimildamynd. Það er gaman að sýna að hugsjónirnar voru ekkert öðruvísi í upphafi en þær eru í dag. Þær voru að efla stéttarfélögin, byggja skóla, banka og fleira. Það erum að draga fram með þessari mynd.“ Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur og rithöfundur, leikur að sögn Elsu, mikilvægt hlutverk í myndinni sem sögumaður. Hann þekki Reykjavík út og inn og hafi því verið kjörinn til þess að leiða áhorfendur í gegnum sögu félagsins. Bíósýningin í dag er sú eina sem ákveðin hefur verið. „Þetta er 60 mínútna mynd en það er búið að taka upp mikið af efni sem hefði verið gaman að koma fyrir. Vinnslan var í höndum handritshöfundarins Halldórs Árna Sveinssonar. Við höfum mikinn áhuga á að koma myndinni inn í skólana og Ríkissjónvarpið og þá jafnvel í styttra formi. Frumsýningin er fyrir hollvini, félaga og aðra velunnara en aðrir sem hafa áhuga eru velkomnir.“
Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira