Daði Freyr í aðalhlutverki í nýjum íslenskum tölvuleik Stefán Árni Pálsson skrifar 21. september 2017 13:30 Daði Freyr sló í gegn hér á landi fyrr á árinu. Tölvuleikurinn Neon Planets sem skartar tónlistarmanninum Daða Frey í aðalhlutverki kemur út í App Store og Google Play föstudaginn 22. september. Skemmtilegur gagnvirkur tölvuleikur sem inniheldur þrjú ný lög eftir Daða. Leikurinn er framleiddur af íslenska tölvuleikjaframleiðandanum Rosamosa ehf. og skartar tónlistarmanninum Daða Frey í aðahlutverki. Leikurinn innheldur þrjú splunkuný lög frá Daða Frey og má í rauninni segja að hér sé um að ræða einskonar blöndu af gagnvirkri tónlistarútgáfu og tölvuleik. Spilarinn slæst í för með Daða um litríkar neon plánetur með það að markmiði að næla í nótur sem vantar til að fullkomna lögin. Á leið sinni þarf spilarinn að forðast slæmar nótur og keppast við að næla sér í stig og verðlaun. Daði Freyr skaust heldur betur upp á stjörnuhimininn eftir þáttöku sína í undankeppni Eurovision þar sem hann sló eftirminnilega í gegn ásamt hljómsveitinni Gagnamagninu. Daði Freyr er þessa dagana búsettur í Berlín með Árnýju Fjólu en hann vinnur nú hörðum höndum að sinni fyrstu EP plötu auk þess sem hann sem tónlist fyrir auglýsingar og stuttmyndir. Tölvuleikjaframleiðandinn Rosamosi ehf. hefur getið sér gott orð fyrir framleiðslu á tónlistartölvuleikjum fyrir börn undir nafninu Mussila. Neon Planets ft. Daði Freyr er fyrsti leikurinn í nýrri vörulínu sem höfðar til eldri spilara þó prófanir hafi leitt í ljós að börn hafi ekki síður gaman af en fullorðnir. Leikjavísir Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Frægar í fantaformi Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Tölvuleikurinn Neon Planets sem skartar tónlistarmanninum Daða Frey í aðalhlutverki kemur út í App Store og Google Play föstudaginn 22. september. Skemmtilegur gagnvirkur tölvuleikur sem inniheldur þrjú ný lög eftir Daða. Leikurinn er framleiddur af íslenska tölvuleikjaframleiðandanum Rosamosa ehf. og skartar tónlistarmanninum Daða Frey í aðahlutverki. Leikurinn innheldur þrjú splunkuný lög frá Daða Frey og má í rauninni segja að hér sé um að ræða einskonar blöndu af gagnvirkri tónlistarútgáfu og tölvuleik. Spilarinn slæst í för með Daða um litríkar neon plánetur með það að markmiði að næla í nótur sem vantar til að fullkomna lögin. Á leið sinni þarf spilarinn að forðast slæmar nótur og keppast við að næla sér í stig og verðlaun. Daði Freyr skaust heldur betur upp á stjörnuhimininn eftir þáttöku sína í undankeppni Eurovision þar sem hann sló eftirminnilega í gegn ásamt hljómsveitinni Gagnamagninu. Daði Freyr er þessa dagana búsettur í Berlín með Árnýju Fjólu en hann vinnur nú hörðum höndum að sinni fyrstu EP plötu auk þess sem hann sem tónlist fyrir auglýsingar og stuttmyndir. Tölvuleikjaframleiðandinn Rosamosi ehf. hefur getið sér gott orð fyrir framleiðslu á tónlistartölvuleikjum fyrir börn undir nafninu Mussila. Neon Planets ft. Daði Freyr er fyrsti leikurinn í nýrri vörulínu sem höfðar til eldri spilara þó prófanir hafi leitt í ljós að börn hafi ekki síður gaman af en fullorðnir.
Leikjavísir Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Frægar í fantaformi Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira