Ólympíuleikarnir í Suður Kóreu eftir aðeins fimm mánuði | Ekkert plan B Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. september 2017 12:30 Verðlaunapeningarnir í Pyeongchang á næsta ári. Vísir/Getty Nú styttist óðum í næstu Ólympíuleika en vetrarleikarnir fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu frá 9. til 25. febrúar 2018. Ólíkt síðustu leikum í Ríó þá hefur enginn áhyggjur af því að Suður-Kóreumenn verði ekki með allt klárt eða allt á hreinu þegar besta íþróttafólk heims mætir til leiks eftir aðeins fimm mánuði. Það er samt mikil óvissa í kringum leikana og hún kemur til vegna pólitíska ástandsins á Kóreuskaganum. Samskipti Norður-Kóreu og nágranna þeirra hafa sjaldan verið eins slæm og ekki batna þau við það Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið duglegur að kasta olíu á eldinn með stórkarlalegum yfirlýsingum. Eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna hafa gefið öllum heiminum ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af stöðu mála þótt að allir séu að reyna að finna friðsamlega lausn. Það er hinsvegar hætt við því að Ólympíuleikarnir í febrúar næstkomandi gætu búið til tækifæri fyrir Norður-Kóreumenn til að ná enn á ný athygli heimsins. Pyeongchang er norðarlega í Suður-Kóreu og keppnisbrautirnar í alpagreinunum eru þannig aðeins í 80 kílómetra fjarlægð frá landamærum Suður- og Norður-Kóreu. Það er hætt við því að eitthvað af íþróttafólkinu treysti sér ekki til að fara til Pyeongchang á meðan ástandið er jafn eldvirkt og það er nú.Blaðamaður á danska ríkisfjölmiðlinum kannaði stöðu mála varðandi leikanna hjá Alþjóðaólympíunefndinni en danska íþróttasambandið segist vera í daglegum samskiptum við sendiherrann Dana í Suður-Kóreu vegna ástandsins á Kóreuskaganum. Öll mannvirki í Pyeongchang eru tilbúin og Suður-Kóreumenn gætu haldið leikanna strax á morgun. Alþjóðaólympíunefndin er líka viss um að leikarnir fari fram án vandræða. „Það er ekkert plan B og við bíðum bara spennt eftir leikunum,“ sagði Mark Adams talsmaður IOC. Síðustu vetrarleikar í Sotsjí í Rússlandi árið 2014 fóru einnig fram við erfiðar pólitískar aðstæður en fóru engu að síður vel fram. Deilur nágrannanna Rússlands og Úkraínu settu mikinn svip á aðdraganda leikanna en ekki á þá sjálfa. Þá var hinsvegar ekki verið að tala um kjarnavopn og óútreiknanlegan einræðisherra sem hikar ekki við að kúga sína eigin þjóð. Það býst samt enginn við því að Ólympíuleikunum í Pyeongchang verði aflýst en að sama skapi mun Alþjóðaólympíunefndin örugglega þurfa að vera á varðbergi með þróun mála. Margt getur breyst á fimm mánuðum og vonandi til batnaðar. Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Sjá meira
Nú styttist óðum í næstu Ólympíuleika en vetrarleikarnir fara fram í Pyeongchang í Suður-Kóreu frá 9. til 25. febrúar 2018. Ólíkt síðustu leikum í Ríó þá hefur enginn áhyggjur af því að Suður-Kóreumenn verði ekki með allt klárt eða allt á hreinu þegar besta íþróttafólk heims mætir til leiks eftir aðeins fimm mánuði. Það er samt mikil óvissa í kringum leikana og hún kemur til vegna pólitíska ástandsins á Kóreuskaganum. Samskipti Norður-Kóreu og nágranna þeirra hafa sjaldan verið eins slæm og ekki batna þau við það Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur verið duglegur að kasta olíu á eldinn með stórkarlalegum yfirlýsingum. Eldflaugatilraunir Norður-Kóreumanna hafa gefið öllum heiminum ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af stöðu mála þótt að allir séu að reyna að finna friðsamlega lausn. Það er hinsvegar hætt við því að Ólympíuleikarnir í febrúar næstkomandi gætu búið til tækifæri fyrir Norður-Kóreumenn til að ná enn á ný athygli heimsins. Pyeongchang er norðarlega í Suður-Kóreu og keppnisbrautirnar í alpagreinunum eru þannig aðeins í 80 kílómetra fjarlægð frá landamærum Suður- og Norður-Kóreu. Það er hætt við því að eitthvað af íþróttafólkinu treysti sér ekki til að fara til Pyeongchang á meðan ástandið er jafn eldvirkt og það er nú.Blaðamaður á danska ríkisfjölmiðlinum kannaði stöðu mála varðandi leikanna hjá Alþjóðaólympíunefndinni en danska íþróttasambandið segist vera í daglegum samskiptum við sendiherrann Dana í Suður-Kóreu vegna ástandsins á Kóreuskaganum. Öll mannvirki í Pyeongchang eru tilbúin og Suður-Kóreumenn gætu haldið leikanna strax á morgun. Alþjóðaólympíunefndin er líka viss um að leikarnir fari fram án vandræða. „Það er ekkert plan B og við bíðum bara spennt eftir leikunum,“ sagði Mark Adams talsmaður IOC. Síðustu vetrarleikar í Sotsjí í Rússlandi árið 2014 fóru einnig fram við erfiðar pólitískar aðstæður en fóru engu að síður vel fram. Deilur nágrannanna Rússlands og Úkraínu settu mikinn svip á aðdraganda leikanna en ekki á þá sjálfa. Þá var hinsvegar ekki verið að tala um kjarnavopn og óútreiknanlegan einræðisherra sem hikar ekki við að kúga sína eigin þjóð. Það býst samt enginn við því að Ólympíuleikunum í Pyeongchang verði aflýst en að sama skapi mun Alþjóðaólympíunefndin örugglega þurfa að vera á varðbergi með þróun mála. Margt getur breyst á fimm mánuðum og vonandi til batnaðar.
Ólympíuleikar Vetrarólympíuleikar 2018 í PyeongChang Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Sjá meira