Eldri borgarar mega hvorki vinna né spara! Björgvin Guðmundsson skrifar 21. september 2017 06:00 Ríkisstjórnin var búin að vera við völd í 8 mánuði. Hún lofaði að bæta aðstöðu og kjör aldraðra; m.a. að gera það auðveldara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum. Hvað hefur ríkisstjórnin gert til þess að bæta aðstöðu og kjör aldraðra? Svarið er: Ekkert. Ríkisstjórnin gerði ekki eitt einasta atriði fyrir eldri borgara á þessu tímabili. Þvert á móti: Hún gerði það erfiðara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum. Og raunar gerði hún það nær ókleift. Það hefði verið eðlilegt, að ríkisstjórnin hækkaði eitthvað lífeyri aldraðra og öryrkja. En það gerði hún ekki. Enda þótt lífeyrir þeirra, sem eingöngu fá lífeyri frá almannatryggingum, sé svo lágur,að hann dugi ekki til framfærslu gerði ríkisstjórnin ekkert til þess að hækka hann. Hún hélt lífeyri aldraðra og öryrkja niðri við fátæktarmörk og bannaði þeim að vinna. Hún torveldaði þeim einnig að spara, þar eð vextir af sparifé eru skattlagðir með 20% skatti; fjármagnstekjur skerða einnig ellilífeyri. Eldri borgarar eiga til dæmis erfitt með að minnka við sig húsnæði; ef þeir leggja einhverja peninga í banka er lífeyrir þeirra hjá Tryggingastofnun umsvifalaust skertur. Sama gildir, ef eldri borgari vill selja sumarbústað og nota andvirðið til efri áranna. Ef hann leggur andvirðið í banka er lífeyrir hans hjá Tryggingastofnun strax felldur niður. Það má því segja, að öldruðum séu allar bjargir bannaðar: Þeir mega ekki vinna og þeir mega ekki spara. Margir telja, að eldri borgarar fái lífeyri frá TR skattfrjálst. En svo er ekki. Lífeyrir þeirra er skattlagður að fullu. Lífeyrir aldraðra frá Tryggingastofnun á að vera skattfrjáls. Það er ekkert vit í því að skammta öldruðum mjög nauman lífeyri og kóróna svo ósómann með því að taka skatt af hungurlúsinni. Ríkisstjórnin talaði mikið um að hún verði mörgum milljörðum til almannatrygginga. Það skiptir litlu máli þótt svo hefði verið á meðan lífeyrir aldraðra og öryrkja dugar ekki til framfærslu. Það eina sem skiptir máli er, að lífeyrir á einstakling sé nægilega hár. Annars staðar á Norðurlöndunum er lífeyrir ýmist skattfrjáls eða lágt skattaður. Greiðslur ríkis og lífeyrissjóða til eftirlauna nema um 10% af vergri þjóðarframleiðslu hjá hinum Norðurlandaþjóðunum en hér nema þær aðeins um 5% eða helmingi minna. Ef athugað er hvað eingöngu ríkið greiðir mikið til eftirlauna á Norðurlöndum er munurinn meiri. Á Íslandi ver ríkið rúmlega 2% af vergri þjóðarframleiðslu til eftirlauna en í Danmörku greiðir ríkið um 8% til eftirlauna. Auk þess er lífeyrir aldraðra og öryrkja miklu hærri í hinum norrænu ríkjunum en hér. Það er því sama hvar er borið niður í samanburði í málefnum almannatrygginga og í lífeyrismálum. Ísland rekur alls staðar lestina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Sjá meira
Ríkisstjórnin var búin að vera við völd í 8 mánuði. Hún lofaði að bæta aðstöðu og kjör aldraðra; m.a. að gera það auðveldara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum. Hvað hefur ríkisstjórnin gert til þess að bæta aðstöðu og kjör aldraðra? Svarið er: Ekkert. Ríkisstjórnin gerði ekki eitt einasta atriði fyrir eldri borgara á þessu tímabili. Þvert á móti: Hún gerði það erfiðara fyrir eldri borgara að vera á vinnumarkaðnum. Og raunar gerði hún það nær ókleift. Það hefði verið eðlilegt, að ríkisstjórnin hækkaði eitthvað lífeyri aldraðra og öryrkja. En það gerði hún ekki. Enda þótt lífeyrir þeirra, sem eingöngu fá lífeyri frá almannatryggingum, sé svo lágur,að hann dugi ekki til framfærslu gerði ríkisstjórnin ekkert til þess að hækka hann. Hún hélt lífeyri aldraðra og öryrkja niðri við fátæktarmörk og bannaði þeim að vinna. Hún torveldaði þeim einnig að spara, þar eð vextir af sparifé eru skattlagðir með 20% skatti; fjármagnstekjur skerða einnig ellilífeyri. Eldri borgarar eiga til dæmis erfitt með að minnka við sig húsnæði; ef þeir leggja einhverja peninga í banka er lífeyrir þeirra hjá Tryggingastofnun umsvifalaust skertur. Sama gildir, ef eldri borgari vill selja sumarbústað og nota andvirðið til efri áranna. Ef hann leggur andvirðið í banka er lífeyrir hans hjá Tryggingastofnun strax felldur niður. Það má því segja, að öldruðum séu allar bjargir bannaðar: Þeir mega ekki vinna og þeir mega ekki spara. Margir telja, að eldri borgarar fái lífeyri frá TR skattfrjálst. En svo er ekki. Lífeyrir þeirra er skattlagður að fullu. Lífeyrir aldraðra frá Tryggingastofnun á að vera skattfrjáls. Það er ekkert vit í því að skammta öldruðum mjög nauman lífeyri og kóróna svo ósómann með því að taka skatt af hungurlúsinni. Ríkisstjórnin talaði mikið um að hún verði mörgum milljörðum til almannatrygginga. Það skiptir litlu máli þótt svo hefði verið á meðan lífeyrir aldraðra og öryrkja dugar ekki til framfærslu. Það eina sem skiptir máli er, að lífeyrir á einstakling sé nægilega hár. Annars staðar á Norðurlöndunum er lífeyrir ýmist skattfrjáls eða lágt skattaður. Greiðslur ríkis og lífeyrissjóða til eftirlauna nema um 10% af vergri þjóðarframleiðslu hjá hinum Norðurlandaþjóðunum en hér nema þær aðeins um 5% eða helmingi minna. Ef athugað er hvað eingöngu ríkið greiðir mikið til eftirlauna á Norðurlöndum er munurinn meiri. Á Íslandi ver ríkið rúmlega 2% af vergri þjóðarframleiðslu til eftirlauna en í Danmörku greiðir ríkið um 8% til eftirlauna. Auk þess er lífeyrir aldraðra og öryrkja miklu hærri í hinum norrænu ríkjunum en hér. Það er því sama hvar er borið niður í samanburði í málefnum almannatrygginga og í lífeyrismálum. Ísland rekur alls staðar lestina.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun