Nýr naflastrengur Óttar Guðmundsson skrifar 30. september 2017 07:00 Hver manneskja dvelur 40 fyrstu vikur lífsins í móðurkviði þar sem móðir og barn eru tengd með naflastreng. Eftir fæðingu er klippt á þessa tengingu. Margir sálkönnuðir segja að þessi viðskilnaður hvítvoðungsins við blóðrás móður sinnar sé mesta áfall ævinnar. Mikið af seinni tíma aðskilnaðarkvíða og öryggisleysi megi rekja til þessa andartaks þegar barnið áttar sig á því að það hefur glatað þessum beintengslum. Margir sakna alla ævi þessa áhyggjulausa tíma í móðurkviði. Með nútímatækni hefur nú tekist að leysa vandann. Langflest börn fá snjalltölvu (síma) snemma á lífsleiðinni og geta með henni tengst foreldrum sínum eins og fyrir galdur. Barnið þarf ekki að treysta á sjálft sig heldur getur náð sambandi við foreldrið og kvartað eða látið vita af sér. Ungur drengur sem ekki er valinn í knattspyrnulið getur sent skilaboð á mömmu sem hefur samband við þjálfarann og reddar málunum. Börn geta kvartað undan hrekkisvínum á leikvelli eða önugum strætóstjórum. Kennarinn er alltaf undir stöðugu eftirliti símamyndavélar. Með símanum er hægt að panta skutl svo að enginn þarf lengur að labba. Engum þarf að leiðast lengur vegna þess að tölvan veit allt og veitir ómælda skemmtan. Þannig hefur tekist að losna við frumkvíðann með því að búa til nýjan naflastreng. Enginn þarf að standa á eigin fótum og taka erfiðar ákvarðanir vegna þess að síminn/tölvan kann allt, skilur allt, fyrirgefur allt og fellur aldrei úr gildi. Með tækninni er hægt að hverfa aftur á fósturskeiðið og loka sig af í tölvuheimum og losna við öll mannleg samskipti eins og forðum í hinu fullkomna öryggi í móðurkviði. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Óttar Guðmundsson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun
Hver manneskja dvelur 40 fyrstu vikur lífsins í móðurkviði þar sem móðir og barn eru tengd með naflastreng. Eftir fæðingu er klippt á þessa tengingu. Margir sálkönnuðir segja að þessi viðskilnaður hvítvoðungsins við blóðrás móður sinnar sé mesta áfall ævinnar. Mikið af seinni tíma aðskilnaðarkvíða og öryggisleysi megi rekja til þessa andartaks þegar barnið áttar sig á því að það hefur glatað þessum beintengslum. Margir sakna alla ævi þessa áhyggjulausa tíma í móðurkviði. Með nútímatækni hefur nú tekist að leysa vandann. Langflest börn fá snjalltölvu (síma) snemma á lífsleiðinni og geta með henni tengst foreldrum sínum eins og fyrir galdur. Barnið þarf ekki að treysta á sjálft sig heldur getur náð sambandi við foreldrið og kvartað eða látið vita af sér. Ungur drengur sem ekki er valinn í knattspyrnulið getur sent skilaboð á mömmu sem hefur samband við þjálfarann og reddar málunum. Börn geta kvartað undan hrekkisvínum á leikvelli eða önugum strætóstjórum. Kennarinn er alltaf undir stöðugu eftirliti símamyndavélar. Með símanum er hægt að panta skutl svo að enginn þarf lengur að labba. Engum þarf að leiðast lengur vegna þess að tölvan veit allt og veitir ómælda skemmtan. Þannig hefur tekist að losna við frumkvíðann með því að búa til nýjan naflastreng. Enginn þarf að standa á eigin fótum og taka erfiðar ákvarðanir vegna þess að síminn/tölvan kann allt, skilur allt, fyrirgefur allt og fellur aldrei úr gildi. Með tækninni er hægt að hverfa aftur á fósturskeiðið og loka sig af í tölvuheimum og losna við öll mannleg samskipti eins og forðum í hinu fullkomna öryggi í móðurkviði. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun