Var allt betra hér áður fyrr? Bjarni Benediktsson skrifar 9. október 2017 08:45 Í aðdraganda þessara kosninga ber á því að allt of margir tala niður þann mikla árangur sem við Íslendingar höfum sameiginlega náð. Miklu máli skiptir að fram fari opin og heiðarleg umræða um framfarir í landinu, framfarir sem eiga að gera okkur stolt af því að vera Íslendingar. Næst þegar við mætum neikvæðni og bölmóði um okkar góða land ættum við að spyrja: Ef þú gætir valið einhvern tíma frá landnámi til að setjast að á Íslandi, hvaða tíma myndir þú velja? Hvenær var langlífi meira, heilbrigðiskerfið betra eða geta okkar ríkari til að glíma við sjúkdóma, halda úti þéttriðnu velferðarneti og hjálpa þeim sem á þurfa að halda? Var áður auðveldara að afla sér þekkingar og nýta hana hér eða erlendis? Hvenær var menning í samfélagi okkar blómlegri, menntakerfið sterkara eða betra að ala upp börn? Veltum fyrir okkur ástandi auðlindanna, stöðu fiskistofnanna í hafinu og þeirri þekkingu sem við búum nú yfir til að nýta orku fallvatna og hitann í iðrum jarðar til verðmætasköpunar með sjálfbærum hætti. Höfum við lifað aðra tíma þar sem jafnrétti var meira eða frelsi einstaklingsins? Hafa samgöngur í landinu áður verið greiðari, tæknin fullkomnari eða tengingar landsins við umheiminn? Vorum við áður í betri stöðu til að leggja af mörkum til þeirra sem búa á stríðshrjáðum svæðum, glíma við fátækt, hungursneyð eða ofsóknir? Það er svo margt sem mælir með því að við mættum að vera stoltari af þeim árangri sem þjóðin hefur náð. Væri ég spurður um það hvaða tíma ég myndi velja frá landnámi til að stofna fjölskyldu, búa og starfa á Íslandi veldi ég daginn í dag. Við skipum okkur fremst meðal þjóða í lífskjörum og útlitið hefur aldrei verið betra. Verum jákvæð og bjartsýn. Grípum tækifærin.Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Benediktsson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Í aðdraganda þessara kosninga ber á því að allt of margir tala niður þann mikla árangur sem við Íslendingar höfum sameiginlega náð. Miklu máli skiptir að fram fari opin og heiðarleg umræða um framfarir í landinu, framfarir sem eiga að gera okkur stolt af því að vera Íslendingar. Næst þegar við mætum neikvæðni og bölmóði um okkar góða land ættum við að spyrja: Ef þú gætir valið einhvern tíma frá landnámi til að setjast að á Íslandi, hvaða tíma myndir þú velja? Hvenær var langlífi meira, heilbrigðiskerfið betra eða geta okkar ríkari til að glíma við sjúkdóma, halda úti þéttriðnu velferðarneti og hjálpa þeim sem á þurfa að halda? Var áður auðveldara að afla sér þekkingar og nýta hana hér eða erlendis? Hvenær var menning í samfélagi okkar blómlegri, menntakerfið sterkara eða betra að ala upp börn? Veltum fyrir okkur ástandi auðlindanna, stöðu fiskistofnanna í hafinu og þeirri þekkingu sem við búum nú yfir til að nýta orku fallvatna og hitann í iðrum jarðar til verðmætasköpunar með sjálfbærum hætti. Höfum við lifað aðra tíma þar sem jafnrétti var meira eða frelsi einstaklingsins? Hafa samgöngur í landinu áður verið greiðari, tæknin fullkomnari eða tengingar landsins við umheiminn? Vorum við áður í betri stöðu til að leggja af mörkum til þeirra sem búa á stríðshrjáðum svæðum, glíma við fátækt, hungursneyð eða ofsóknir? Það er svo margt sem mælir með því að við mættum að vera stoltari af þeim árangri sem þjóðin hefur náð. Væri ég spurður um það hvaða tíma ég myndi velja frá landnámi til að stofna fjölskyldu, búa og starfa á Íslandi veldi ég daginn í dag. Við skipum okkur fremst meðal þjóða í lífskjörum og útlitið hefur aldrei verið betra. Verum jákvæð og bjartsýn. Grípum tækifærin.Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun