Vaxtakostnaður vanrækslunnar Þórir Garðarsson skrifar 6. október 2017 15:04 Síðustu ríkisstjórnir hafa tekið drjúgan hluta tekna til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og lækka vaxtakostnað. Nánast engir peningar eru sagðir aflögu til viðhalds eða uppbyggingar innviða, allra síst þjóðveganna. Samtök iðnaðarins kynntu fyrir skömmu útreikninga sem sýna að 110-130 milljarða króna þarf til viðhalds þjóðvega og sveitarfélagavega. Þeir peningar eru ekki í augsýn, sultarólin hefur verið hert svo mikið að vegakerfið er að molna niður undan álagi vegna viðhaldsleysis. Það er auðvelt að reikna út vaxtakostnað af lánum. En hver reiknar út vaxtakostnað vanrækslunnar? Hvað mun sú skuld kosta þjóðarbúið þegar upp er staðið? Ekki þarf nema drjúga rigningu á Suðausturlandi til að afhjúpa hversu illa er komið fyrir vegakerfinu. Lítið má út af bregða til að samgöngur fari á hliðina. Nógu slæmt er þetta fyrir almenna umferð, en áfallið er ekki síður mikið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á stóru svæði frá Suðurlandi til Austurlands. Ekki aðeins tapast tekjur, heldur hefur afhendingaröryggi fyrirtækjanna boðið hnekki. Slíkt er slæmt afspurnar þegar verið er að byggja upp heilsáratvinnugrein. Óbreytt ástand hamlar þróun atvinnulífs á landsbyggðinni. Eftir því sem vanrækslan stendur lengur hækkar skuldin.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Síðustu ríkisstjórnir hafa tekið drjúgan hluta tekna til að greiða niður skuldir ríkissjóðs og lækka vaxtakostnað. Nánast engir peningar eru sagðir aflögu til viðhalds eða uppbyggingar innviða, allra síst þjóðveganna. Samtök iðnaðarins kynntu fyrir skömmu útreikninga sem sýna að 110-130 milljarða króna þarf til viðhalds þjóðvega og sveitarfélagavega. Þeir peningar eru ekki í augsýn, sultarólin hefur verið hert svo mikið að vegakerfið er að molna niður undan álagi vegna viðhaldsleysis. Það er auðvelt að reikna út vaxtakostnað af lánum. En hver reiknar út vaxtakostnað vanrækslunnar? Hvað mun sú skuld kosta þjóðarbúið þegar upp er staðið? Ekki þarf nema drjúga rigningu á Suðausturlandi til að afhjúpa hversu illa er komið fyrir vegakerfinu. Lítið má út af bregða til að samgöngur fari á hliðina. Nógu slæmt er þetta fyrir almenna umferð, en áfallið er ekki síður mikið fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á stóru svæði frá Suðurlandi til Austurlands. Ekki aðeins tapast tekjur, heldur hefur afhendingaröryggi fyrirtækjanna boðið hnekki. Slíkt er slæmt afspurnar þegar verið er að byggja upp heilsáratvinnugrein. Óbreytt ástand hamlar þróun atvinnulífs á landsbyggðinni. Eftir því sem vanrækslan stendur lengur hækkar skuldin.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar