Ætla að gera Íslendinga stolta Samúel Karl Ólason skrifar 5. október 2017 13:00 Jón Pétur Rúnarsson, liðsstjóri, Hafþór Hákonarson og Finnbjörn Jónasson. Tveir íslenskir strákar munu keppa á stærsta alþjóðlega Overwatch-móti heimsins um helgina. Þeir Finnbjörn Jónasson (Finnsi) fæddur 1998 og Hafþór Hákonarson (Hafficool) fæddur 1995 keppa með liðinu 123. Það er skipað af einum Rússa, tveimur Íslendingum og þremur Svíum. 123. Þeir Finnsi og Haffi eru af fáum, ef ekki bara þremur, atvinnumönnum Íslands í tölvuleikjaspilun. Blaðamaður Vísis hitti þá og Jón Pétur Rúnarsson, liðsstjóra, á dögunum og ræddi við þá um mótið. Mótið sem um ræðir heitir Overwatch Contenders. Undanfarnar sex vikur hafa þeir Hafþór, Finnbjörn og félagar þeirra í 123 keppt við sjö önnur lið í Evrópu um farmiða til Los Angeles. Þar munu koma saman fjögur bestu lið Evrópu og fjögur bestu lið Bandaríkjanna. Á laugardaginn munu 123 keppa í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og vinni þeir þann leik munu þeir keppa til úrslita á sunnudeginum. Liðsmenn 123 lentu þó í smá vandræðum fyrir mótið þar sem Denis „Tonic“ Rulyov frá Rússlandi, fékk ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og þurftu þeir að fá aukamann til liðs við sig fyrir mótið.Stærsta deildin í dag Overwatch Contenders er stærsta Overwatchdeildin í dag, en unnið er að því að mynda enn stærri tólf liða deild á heimsvísu sem mun heita Overwatch League. Fyrirtækið Activision Blizzard, sem á Overwatch og umræddar deildir, borgar flugið út fyrir strákana sem og gistingu fyrir þá á fimm stjörnu hóteli.Sjá einnig: Telja að Overwatch geti orðið stærri en enska úrvalsdeildinMikið verður lagt í leikina sem spilaðir verða. Fyrir alla leiki munu fjórir greinendur fara fyrir styrkleika og veikleika liðanna og spá fyrir um úrslitin. Þá er skipt yfir til lýsenda sem fylgjast með, segja áhorfendum hvað sé um að vera og greina stöðuna. Allt er þetta gert af mikilli fagmennsku samkvæmt strákunum. Strákarnir segjast stefna á það að vinna mótið og að gera Íslendinga stolta.Hér má sjá síðustu viðureign 123 á mótinu gegn liðinu GamersOrigin. Viðureignin var háð þann 25. september.Watch 123 v GamersOrigin | Overwatch Contenders - Season One | EU Regular Season from OverwatchContenders on www.twitch.tvJón lýsir þeim Hafþóri og Finnbirni sem Connor McGregor og Gunnar Nelson e-sports. Hafþór þyki umdeildur á Twitter og hefur gaman af því að hrista upp í hlutunum. Lítið fari hins vegar fyrir Finnbirni og að fáir hafi eitthvað illt um hann að segja. „Hafþór á marga vini en fleiri óvini held ég,“ segir Jón. Hafþór spilaði leikinn Team Fortress mikið á sínum yngri árum, ef svo má að orði komast, og varð meira að segja heimsmeistari í þeim leik. Þar að auki hefur hann einnig spilað CS-Go. Finnbjörn spilaði CS-Go og aðra leiki en þó einungis sér til dægradvalar.Spila um sæti í stórum liðum Þeir Finnbjörn og Hafþór taka nú þátt í úrtökum fyrir Overwatch-lið í Philadelphia í Bandaríkjunum og munu mögulega einnig taka þátt í úrtökum fyrir lið í Boston. Mótið um helgina er mjög stórt tækifæri fyrir strákana til að komast áfram í þeirri íþrótt sem Overwatch er. Þó þeir séu vinir þurfa þeir Hafii og Finnsi að keppast sín á milli um sæti í liðunum tveimur. Einungis tólf sæti eru í hvoru liði. Sex keppendur og sex varamenn. Fyrirtækið Tölvutek stendur við bakið á strákunum og styrkir 123 fyrir mótið. Jón segir gott að vera í samstarfi við fyrirtækið og það sé gott hve opnir þeir séu fyrir að styðja við e-sports. Þá segir Jón að fyrirtækið sé eitt af fáum hér á landi sem styðji e-sports. Sýnt verður frá mótinu á Twitch og verður hægt að horfa á það hér. Mótið byrjar klukkan 21:00 að íslenskum tíma og viðureign 123 hefst klukkan 22:00. Leikjavísir Tengdar fréttir Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í Overwatch Einherjar og Team Hafficool munu keppa um að verða landslið Íslands. 4. febrúar 2017 11:30 50 lið keppa um 1,4 milljónir í Overwatch Keppt verður á netinu en úrslitin fara fram þann 4. febrúar á UTmessunni. 20. janúar 2017 15:00 Einherjar eru Íslandsmeistarar í Overwatch Sigruðu Team Hafficool í æsispennandi úrslitaviðureign sem fór fram í Kaldalóni í Hörpu á UT-Messunni í dag. 4. febrúar 2017 19:00 Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Frægar í fantaformi Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Tveir íslenskir strákar munu keppa á stærsta alþjóðlega Overwatch-móti heimsins um helgina. Þeir Finnbjörn Jónasson (Finnsi) fæddur 1998 og Hafþór Hákonarson (Hafficool) fæddur 1995 keppa með liðinu 123. Það er skipað af einum Rússa, tveimur Íslendingum og þremur Svíum. 123. Þeir Finnsi og Haffi eru af fáum, ef ekki bara þremur, atvinnumönnum Íslands í tölvuleikjaspilun. Blaðamaður Vísis hitti þá og Jón Pétur Rúnarsson, liðsstjóra, á dögunum og ræddi við þá um mótið. Mótið sem um ræðir heitir Overwatch Contenders. Undanfarnar sex vikur hafa þeir Hafþór, Finnbjörn og félagar þeirra í 123 keppt við sjö önnur lið í Evrópu um farmiða til Los Angeles. Þar munu koma saman fjögur bestu lið Evrópu og fjögur bestu lið Bandaríkjanna. Á laugardaginn munu 123 keppa í undanúrslitum Evrópudeildarinnar og vinni þeir þann leik munu þeir keppa til úrslita á sunnudeginum. Liðsmenn 123 lentu þó í smá vandræðum fyrir mótið þar sem Denis „Tonic“ Rulyov frá Rússlandi, fékk ekki vegabréfsáritun til Bandaríkjanna og þurftu þeir að fá aukamann til liðs við sig fyrir mótið.Stærsta deildin í dag Overwatch Contenders er stærsta Overwatchdeildin í dag, en unnið er að því að mynda enn stærri tólf liða deild á heimsvísu sem mun heita Overwatch League. Fyrirtækið Activision Blizzard, sem á Overwatch og umræddar deildir, borgar flugið út fyrir strákana sem og gistingu fyrir þá á fimm stjörnu hóteli.Sjá einnig: Telja að Overwatch geti orðið stærri en enska úrvalsdeildinMikið verður lagt í leikina sem spilaðir verða. Fyrir alla leiki munu fjórir greinendur fara fyrir styrkleika og veikleika liðanna og spá fyrir um úrslitin. Þá er skipt yfir til lýsenda sem fylgjast með, segja áhorfendum hvað sé um að vera og greina stöðuna. Allt er þetta gert af mikilli fagmennsku samkvæmt strákunum. Strákarnir segjast stefna á það að vinna mótið og að gera Íslendinga stolta.Hér má sjá síðustu viðureign 123 á mótinu gegn liðinu GamersOrigin. Viðureignin var háð þann 25. september.Watch 123 v GamersOrigin | Overwatch Contenders - Season One | EU Regular Season from OverwatchContenders on www.twitch.tvJón lýsir þeim Hafþóri og Finnbirni sem Connor McGregor og Gunnar Nelson e-sports. Hafþór þyki umdeildur á Twitter og hefur gaman af því að hrista upp í hlutunum. Lítið fari hins vegar fyrir Finnbirni og að fáir hafi eitthvað illt um hann að segja. „Hafþór á marga vini en fleiri óvini held ég,“ segir Jón. Hafþór spilaði leikinn Team Fortress mikið á sínum yngri árum, ef svo má að orði komast, og varð meira að segja heimsmeistari í þeim leik. Þar að auki hefur hann einnig spilað CS-Go. Finnbjörn spilaði CS-Go og aðra leiki en þó einungis sér til dægradvalar.Spila um sæti í stórum liðum Þeir Finnbjörn og Hafþór taka nú þátt í úrtökum fyrir Overwatch-lið í Philadelphia í Bandaríkjunum og munu mögulega einnig taka þátt í úrtökum fyrir lið í Boston. Mótið um helgina er mjög stórt tækifæri fyrir strákana til að komast áfram í þeirri íþrótt sem Overwatch er. Þó þeir séu vinir þurfa þeir Hafii og Finnsi að keppast sín á milli um sæti í liðunum tveimur. Einungis tólf sæti eru í hvoru liði. Sex keppendur og sex varamenn. Fyrirtækið Tölvutek stendur við bakið á strákunum og styrkir 123 fyrir mótið. Jón segir gott að vera í samstarfi við fyrirtækið og það sé gott hve opnir þeir séu fyrir að styðja við e-sports. Þá segir Jón að fyrirtækið sé eitt af fáum hér á landi sem styðji e-sports. Sýnt verður frá mótinu á Twitch og verður hægt að horfa á það hér. Mótið byrjar klukkan 21:00 að íslenskum tíma og viðureign 123 hefst klukkan 22:00.
Leikjavísir Tengdar fréttir Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í Overwatch Einherjar og Team Hafficool munu keppa um að verða landslið Íslands. 4. febrúar 2017 11:30 50 lið keppa um 1,4 milljónir í Overwatch Keppt verður á netinu en úrslitin fara fram þann 4. febrúar á UTmessunni. 20. janúar 2017 15:00 Einherjar eru Íslandsmeistarar í Overwatch Sigruðu Team Hafficool í æsispennandi úrslitaviðureign sem fór fram í Kaldalóni í Hörpu á UT-Messunni í dag. 4. febrúar 2017 19:00 Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Frægar í fantaformi Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í Overwatch Einherjar og Team Hafficool munu keppa um að verða landslið Íslands. 4. febrúar 2017 11:30
50 lið keppa um 1,4 milljónir í Overwatch Keppt verður á netinu en úrslitin fara fram þann 4. febrúar á UTmessunni. 20. janúar 2017 15:00
Einherjar eru Íslandsmeistarar í Overwatch Sigruðu Team Hafficool í æsispennandi úrslitaviðureign sem fór fram í Kaldalóni í Hörpu á UT-Messunni í dag. 4. febrúar 2017 19:00