Hver vill vera stórhuga? Þórir Garðarsson skrifar 4. október 2017 11:02 Fjölgun erlendra ferðamanna er helsta ástæða þess hve hratt íslenska þjóðarbúið náði sér á strik eftir bankahrunið. Íslenska ferðaþjónustan á allan heiðurinn af því að hafa lagt í fjárfestingar og annan vöxt til að taka á móti þessum góðu gestum. Aftur á móti hafa stjórnvöld verið lömuð, embættismenn jafnt sem stjórnmálamenn. Litið er á ferðamennina sem vandamál fremur en grundvöll hagvaxtar. Meðan aðrar þjóðir öfunda okkur af straumi ferðamanna hingað undirbýr fjármálaráðherrann skattahækkun til að fæla þá í burtu. Aðrar þjóðir taka vandræðalítið á móti margföldum fjölda þeirra ferðamanna sem koma hingað. Stjórnvöld þeirra byggja upp innviði og eiga samstarf við ferðaþjónustuna til að tryggja sem mestan ávinning. Þau vita sem er, að erlendir ferðamenn geta stækkað kökuna og skilað verulegum ávinningi ef rétt er að málum staðið. Það skásta sem íslensk stjórnvöld hafa gert er að stofna Stjórnstöð ferðamála í samstarfi við ferðaþjónustuna. Þar hefur staðan verið greind og skýrslur unnar. Góðir hlutir hafa komið þar fram eins og stofnun Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, en hlutirnir gagna oft og tíðum allt of hægt fyrir sig. Áhugavert verður að sjá í aðdraganda kosninga hvaða stjórnmálamenn eða stjórnmálaflokkar ætla að sýna dirfsku og skilning á stöðu ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan - og þar með þjóðin öll - þarf á stórhuga stjórnmálamönnum að halda.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Kosningar 2017 Þórir Garðarsson Mest lesið Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fjölgun erlendra ferðamanna er helsta ástæða þess hve hratt íslenska þjóðarbúið náði sér á strik eftir bankahrunið. Íslenska ferðaþjónustan á allan heiðurinn af því að hafa lagt í fjárfestingar og annan vöxt til að taka á móti þessum góðu gestum. Aftur á móti hafa stjórnvöld verið lömuð, embættismenn jafnt sem stjórnmálamenn. Litið er á ferðamennina sem vandamál fremur en grundvöll hagvaxtar. Meðan aðrar þjóðir öfunda okkur af straumi ferðamanna hingað undirbýr fjármálaráðherrann skattahækkun til að fæla þá í burtu. Aðrar þjóðir taka vandræðalítið á móti margföldum fjölda þeirra ferðamanna sem koma hingað. Stjórnvöld þeirra byggja upp innviði og eiga samstarf við ferðaþjónustuna til að tryggja sem mestan ávinning. Þau vita sem er, að erlendir ferðamenn geta stækkað kökuna og skilað verulegum ávinningi ef rétt er að málum staðið. Það skásta sem íslensk stjórnvöld hafa gert er að stofna Stjórnstöð ferðamála í samstarfi við ferðaþjónustuna. Þar hefur staðan verið greind og skýrslur unnar. Góðir hlutir hafa komið þar fram eins og stofnun Hæfniseturs ferðaþjónustunnar, en hlutirnir gagna oft og tíðum allt of hægt fyrir sig. Áhugavert verður að sjá í aðdraganda kosninga hvaða stjórnmálamenn eða stjórnmálaflokkar ætla að sýna dirfsku og skilning á stöðu ferðaþjónustunnar. Ferðaþjónustan - og þar með þjóðin öll - þarf á stórhuga stjórnmálamönnum að halda.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar