Vekja athygli á gildi barnabóka Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. október 2017 09:15 Gunnar Helgason segir það vandamál hversu illa barnabækur komist til skila til barnanna, meðal annars vegna þess hversu fjársvelt bókasöfnin eru. Vísir/Eyþór Árnason „Okkur finnst skrítið að í öllu þessu tali um vanda íslenskunnar, minnkandi læsi og bóksölu er aldrei talað um barnabókina. Því má líkja við að mæna upp á topp fjalls sem menn vilja komast á, en gefa ekki gaum að góðum bíl sem stendur við hliðina á þeim og vegi sem liggur upp,“ segir Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur, og er mikið niðri fyrir. Gunnar verður fundarstjóri á málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag milli klukkan 14 og 17. Það þing snýst um barnabækur og gildi þeirra í lestrarleikni barna. „Við vonum að kennarar, bókasafnsstjórar, útgefendur og foreldrar, allir sem koma að menntun barna, komi á þingið og ég skora á stjórnmálamenn og væntanlega frambjóðendur að mæta. Ég sé að fulltrúar þriggja flokka hafa skráð sig og hinir hljóta að taka við sér,“ heldur Gunnar áfram. Þessi við sem hann talar um eru aðstandendur þingsins sem eru fólk í Samtökum íslenskra unglinga- og barnabókahöfunda (SÍUNG), Reykjavík Bókmenntaborg og Menntamálastofnun. Gunnar segir það vandamál hversu barnabækur komist illa til þeirra sem þær eru ætlaðar. Það seljist kannski 3.000 bækur en markhópurinn sé 25.000. „Það er bara einn áttundi sem fær bók, hinir þurfa að nálgast þær á bókasafni. En söfnin eru svo fjársvelt að þau geta ekki keypt bækur nema á bókamörkuðum og það eru bækur sem komu út fyrir fimm árum, sem krakkarnir hafa engan áhuga á. Við sem eldri erum viljum lesa nýjustu bækurnar og sjá nýjustu bíómyndirnar og börnin eru alveg eins. Sumar barnabækur verða vissulega sígildar en það kemur ekki í ljós strax. Það gerist á talsverðum tíma.“ Svo tilgreind séu örfá atriði á dagskrá málþingsins þá ætlar Margrét Tryggvadóttir rithöfundur að tala um barnabókina á tímum sífelldra truflana og Dröfn Vilhjálmsdóttir, frá skólabókasafni Seljaskóla, að ræða um stöðu skólasafna á Íslandi. „Svo er verið að undirbúa heilmikið prógramm í vetur sem snýst um að gera krakka að meiri og betri menningarneytendum með lestri og skrifum. Þeirri dagskrá lýkur með verðlaunahátíð í vor. Þetta skemmtilega átak mun Sindri Bergmann Þórarinsson hjá KrakkarRÚV kynna í dag,“ lýsir Gunnar. Pallborðsumræður um yndislestur hefjast eftir kaffihlé og lokaorðin ætlar svo hinn snjalli Ævar Þór Benediktsson að eiga. Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
„Okkur finnst skrítið að í öllu þessu tali um vanda íslenskunnar, minnkandi læsi og bóksölu er aldrei talað um barnabókina. Því má líkja við að mæna upp á topp fjalls sem menn vilja komast á, en gefa ekki gaum að góðum bíl sem stendur við hliðina á þeim og vegi sem liggur upp,“ segir Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur, og er mikið niðri fyrir. Gunnar verður fundarstjóri á málþingi í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag milli klukkan 14 og 17. Það þing snýst um barnabækur og gildi þeirra í lestrarleikni barna. „Við vonum að kennarar, bókasafnsstjórar, útgefendur og foreldrar, allir sem koma að menntun barna, komi á þingið og ég skora á stjórnmálamenn og væntanlega frambjóðendur að mæta. Ég sé að fulltrúar þriggja flokka hafa skráð sig og hinir hljóta að taka við sér,“ heldur Gunnar áfram. Þessi við sem hann talar um eru aðstandendur þingsins sem eru fólk í Samtökum íslenskra unglinga- og barnabókahöfunda (SÍUNG), Reykjavík Bókmenntaborg og Menntamálastofnun. Gunnar segir það vandamál hversu barnabækur komist illa til þeirra sem þær eru ætlaðar. Það seljist kannski 3.000 bækur en markhópurinn sé 25.000. „Það er bara einn áttundi sem fær bók, hinir þurfa að nálgast þær á bókasafni. En söfnin eru svo fjársvelt að þau geta ekki keypt bækur nema á bókamörkuðum og það eru bækur sem komu út fyrir fimm árum, sem krakkarnir hafa engan áhuga á. Við sem eldri erum viljum lesa nýjustu bækurnar og sjá nýjustu bíómyndirnar og börnin eru alveg eins. Sumar barnabækur verða vissulega sígildar en það kemur ekki í ljós strax. Það gerist á talsverðum tíma.“ Svo tilgreind séu örfá atriði á dagskrá málþingsins þá ætlar Margrét Tryggvadóttir rithöfundur að tala um barnabókina á tímum sífelldra truflana og Dröfn Vilhjálmsdóttir, frá skólabókasafni Seljaskóla, að ræða um stöðu skólasafna á Íslandi. „Svo er verið að undirbúa heilmikið prógramm í vetur sem snýst um að gera krakka að meiri og betri menningarneytendum með lestri og skrifum. Þeirri dagskrá lýkur með verðlaunahátíð í vor. Þetta skemmtilega átak mun Sindri Bergmann Þórarinsson hjá KrakkarRÚV kynna í dag,“ lýsir Gunnar. Pallborðsumræður um yndislestur hefjast eftir kaffihlé og lokaorðin ætlar svo hinn snjalli Ævar Þór Benediktsson að eiga.
Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira