Græn framtíð Björt Ólafsdóttir skrifar 4. október 2017 07:00 Náttúra Íslands er undirstaða og vörumerki okkar helstu atvinnugreina. Ferðaþjónustan, landbúnaðurinn, orkuiðnaðurinn og sjávarútvegurinn nýta sér íslenska náttúru til að markaðssetja vörur sínar. Þannig nefna yfir 80% ferðamanna náttúru landsins sem helstu ástæðu heimsóknar sinnar svo ljóst er að aðdráttarafl hennar er undirstaða þeirrar hagsældar sem ríkt hefur undanfarin ár. Náttúran hefur eigið gildi og vernd hennar óháð tengslum við manninn og umhverfi hans er mjög mikilvæg. En í ljósi ofangreinds er náttúruvernd líka mikilvægasta efnahagsmálið. Á sama hátt og sjávarauðlindin okkar er nýtt á sjálfbæran hátt og ofveiði fyrirbyggð þá eru íslenskir fossar, víðerni, jarðhitasvæði og önnur séreinkenni íslensks landslags líka viðkvæm auðlind sem þolir illa mikið álag. Því er nauðsynlegt að við umgöngumst þessa auðlind af virðingu. Þess vegna er líka mikilvægt að við mótum okkur framtíðarsýn um þessi mál samfélaginu til góða. Náttúruvernd í orði en ekki á borði, sem eingöngu er hampað á hátíðisdögum er ekki nægjanleg. Þau sem tala þannig átta sig ekki á tækifærunum sem felast í að nýta umhverfisvernd samfélaginu til góða. Hitaveituvæðing Íslands er oft nefnd sem dæmi um framsækni landsins í umhverfismálum. Hún er upplagt dæmi um góða framtíðarsýn. Nú stöndum við aftur á þeim tímamótum að þurfa að móta okkur framtíðarsýn sem getur nýst okkur jafn farsællega. Þar er sýn Bjartrar framtíðar mjög skýr. Við segjum nei við olíuleit og stöndum með þeirri ákvörðun – ekki bara þegar það hentar. Við stöndum gegn mengandi stóriðju og sóun á orku og teljum að það eigi að fara betur með þá orku sem þegar er framleidd og nýta hana beint í græn og sjálfbær verkefni. Við fögnum fiskeldi en eingöngu í lokuðum kvíum sem ógna ekki villta laxinum okkar né vistkerfum íslenskra fjarða. Við viljum þjóðgarð á miðhálendinu til verndar því einstaka svæði, vörumerki hreinleika Íslands. Ef við látum verkin tala í umhverfismálum á Íslandi eins og Björt framtíð hefur gert, þá mun náttúra Íslands ýta undir enn frekari hagsæld. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Björt Ólafsdóttir Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Náttúra Íslands er undirstaða og vörumerki okkar helstu atvinnugreina. Ferðaþjónustan, landbúnaðurinn, orkuiðnaðurinn og sjávarútvegurinn nýta sér íslenska náttúru til að markaðssetja vörur sínar. Þannig nefna yfir 80% ferðamanna náttúru landsins sem helstu ástæðu heimsóknar sinnar svo ljóst er að aðdráttarafl hennar er undirstaða þeirrar hagsældar sem ríkt hefur undanfarin ár. Náttúran hefur eigið gildi og vernd hennar óháð tengslum við manninn og umhverfi hans er mjög mikilvæg. En í ljósi ofangreinds er náttúruvernd líka mikilvægasta efnahagsmálið. Á sama hátt og sjávarauðlindin okkar er nýtt á sjálfbæran hátt og ofveiði fyrirbyggð þá eru íslenskir fossar, víðerni, jarðhitasvæði og önnur séreinkenni íslensks landslags líka viðkvæm auðlind sem þolir illa mikið álag. Því er nauðsynlegt að við umgöngumst þessa auðlind af virðingu. Þess vegna er líka mikilvægt að við mótum okkur framtíðarsýn um þessi mál samfélaginu til góða. Náttúruvernd í orði en ekki á borði, sem eingöngu er hampað á hátíðisdögum er ekki nægjanleg. Þau sem tala þannig átta sig ekki á tækifærunum sem felast í að nýta umhverfisvernd samfélaginu til góða. Hitaveituvæðing Íslands er oft nefnd sem dæmi um framsækni landsins í umhverfismálum. Hún er upplagt dæmi um góða framtíðarsýn. Nú stöndum við aftur á þeim tímamótum að þurfa að móta okkur framtíðarsýn sem getur nýst okkur jafn farsællega. Þar er sýn Bjartrar framtíðar mjög skýr. Við segjum nei við olíuleit og stöndum með þeirri ákvörðun – ekki bara þegar það hentar. Við stöndum gegn mengandi stóriðju og sóun á orku og teljum að það eigi að fara betur með þá orku sem þegar er framleidd og nýta hana beint í græn og sjálfbær verkefni. Við fögnum fiskeldi en eingöngu í lokuðum kvíum sem ógna ekki villta laxinum okkar né vistkerfum íslenskra fjarða. Við viljum þjóðgarð á miðhálendinu til verndar því einstaka svæði, vörumerki hreinleika Íslands. Ef við látum verkin tala í umhverfismálum á Íslandi eins og Björt framtíð hefur gert, þá mun náttúra Íslands ýta undir enn frekari hagsæld. Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra.
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar