Marcus Rashford: Enska landsliðið getur orðið heimsmeistari næsta sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. október 2017 12:45 Marcus Rashford í leiknum á móti Íslandi á EM 2016. Vísir/Getty Marcus Rashford, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, hefur trú á því að enska landsliðið geti orðið heimsmeistari næsta sumar þegar heimsmeistaramótið fer fram í Rússlandi. Enska landsliðið er með fimm stiga forystu á toppi síns riðils í undankeppninni og vantar aðeins eitt stig til viðbótar til að tryggja sér farseðilinn til Rússlands. Síðustu leikir enska liðsins eru á móti Slóveníu og Litháen og Marcus Rashford er í hópnum. „Við erum að gera okkar besta í því að koma inn á HM með rétta skipulagið og réttu ákefðina til að vinna mótið,“ sagði Marcus Rashford en bætti við: „Við horfum samt raunhæft á þetta og líka á leikin á móti þessum liðum í undankeppninni. Við verðum samt að byggja upp okkar skipulag þannig að við getum reynt við það að verða heimsmeistarar þegar við mætum á mótið,“ sagði Rashford. Sky Sports sagði frá. Enska landsliðið hefur brunað í gegnum síðustu undankeppnir stórmóta en gengið svo á vegg í úrslitakeppnunum. Einn af fyrstu landsleikjum Marcus Rashford var á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi þar sem liðið varð að sætta sig við 2-1 tap á móti litla Íslandi. Marcus Rashford var ánægður með heimsókn Sir Bobby Charlton en hann kom til móts við enska landsliðið og ræddi við leikmennina. „Bobby Charlton hefur unnið HM og að hitta hann getur ekki verið meiri hvatning fyrir leikmennina. Það sem hann segir okkur og minningar hans frá HM 1966 er eitthvað sem enginn annar getur gefið okkur,“ sagði Rashford. Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Handbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Steinlágu á móti neðsta liðinu Handbolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Marcus Rashford, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, hefur trú á því að enska landsliðið geti orðið heimsmeistari næsta sumar þegar heimsmeistaramótið fer fram í Rússlandi. Enska landsliðið er með fimm stiga forystu á toppi síns riðils í undankeppninni og vantar aðeins eitt stig til viðbótar til að tryggja sér farseðilinn til Rússlands. Síðustu leikir enska liðsins eru á móti Slóveníu og Litháen og Marcus Rashford er í hópnum. „Við erum að gera okkar besta í því að koma inn á HM með rétta skipulagið og réttu ákefðina til að vinna mótið,“ sagði Marcus Rashford en bætti við: „Við horfum samt raunhæft á þetta og líka á leikin á móti þessum liðum í undankeppninni. Við verðum samt að byggja upp okkar skipulag þannig að við getum reynt við það að verða heimsmeistarar þegar við mætum á mótið,“ sagði Rashford. Sky Sports sagði frá. Enska landsliðið hefur brunað í gegnum síðustu undankeppnir stórmóta en gengið svo á vegg í úrslitakeppnunum. Einn af fyrstu landsleikjum Marcus Rashford var á móti Íslandi í sextán liða úrslitum EM í Frakklandi þar sem liðið varð að sætta sig við 2-1 tap á móti litla Íslandi. Marcus Rashford var ánægður með heimsókn Sir Bobby Charlton en hann kom til móts við enska landsliðið og ræddi við leikmennina. „Bobby Charlton hefur unnið HM og að hitta hann getur ekki verið meiri hvatning fyrir leikmennina. Það sem hann segir okkur og minningar hans frá HM 1966 er eitthvað sem enginn annar getur gefið okkur,“ sagði Rashford.
Enski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Handbolti Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Steinlágu á móti neðsta liðinu Handbolti Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Körfubolti Fleiri fréttir Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira