Bókaútgáfa á bjargbrúninni Jakob Bjarnar skrifar 19. október 2017 10:51 Sigmundur Ernir Rúnarsson sjónvarpsmaður og ljóðskáld var fundastjóri, Safnahúsið var fullt og frambjóðendur lofuðu öllu fögru, nema Vilhjálmur Bjarnason. Í gær gengust Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda fyrir fundi með frambjóðendum stjórnmálaflokkanna í Safnahúsinu. Þar var fjallað um stöðu bókaútgáfunnar og kallað eftir neyðaráætlun stjórnvalda í ljósi þess að velta bókaútgáfu hefur dregist saman um hartnær þriðjung á tíu árum. Skemmst er frá því að segja að bókafólk er himinlifandi með hinar frómu fyrirætlanir sem frambjóðendur í kosningaslag höfðu uppi. Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags bókaútgefenda, var kátur þegar Vísir heyrði í honum í morgun.Hæstánægður með fundinn„Já, ég er auðvitað hæstánægður með fundinn. Útgefendur og höfundar hafa ekki áður staðið fyrir fundi af þessu tagi þannig að ég vissi ekki alveg út í hvað við vorum að fara. En, við troðfylltum salinn og það sköpuðust fínar og uppbyggilegar umræður og frambjóðendurnir virtust flestir skilja vandann sem við stöndum frammi fyrir og að aðgerða væri þörf.Egill Örn: Við ljúgum engu til um það að aðgerða er þörf í hvelli ef ekki á að fara verulega illa fyrir íslenskri bókaútgáfuEgill Örn segir það svo að aldrei sé hægt að vita hverju stjórnmálamenn taka uppá en „það sem gladdi mig mest var hversu afdráttarlausir allir voru um mikilvægi þess að grípa til aðgerða strax. Þessi fundur var neyðarfundur íslenskrar bókaútgáfu og mér fannst ljóst að frambjóðendurnir allir áttuðu sig á því.“Bókaútgáfa á bjargbrúninniÞegar formaður Félags bókaútgefenda talar um að grípa til aðgerða er hann að tala um afnám virðisaukaskatts á bækur, frumvarp sem Lilja D. Alfreðsdóttir hefur þegar lagt fram og eru meðflutningsmenn úr öllum flokkum. Hvenær sér Egill Örn fyrir sér að það komi til framkvæmda? „Ef af verður er nauðsynlegt að þær komi strax til framkvæmda. Við ljúgum engu til um það að aðgerða er þörf í hvelli ef ekki á að fara verulega illa fyrir íslenskri bókaútgáfu. Þetta, eins og stundum er sagt, þolir enga bið. En ég meina það, bókaútgáfa er á bjargbrúninni og jafnvel að verða komin framyfir hana.“Vilhjálmur Bjarnason ekki í vinsældakeppniEinn er þó sá maður sem skar sig úr á fundinum, nefnilega Vilhjálmur Bjarnason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem virtist ekki vera í vinsældakeppni á fundinum. Hann var ekki á því að rétt væri að gera breytingar á virðisaukaskattskerfinu. Er það ekki eðlilegt sjónarmið, að vilja standa vörð um að það kerfi sé sem einfaldast?Vilhjálmur Bjarnason skar sig nokkuð úr hópi frambjóðenda en hann taldi ekki vert að gera breytingar á virðisaukaskattkerfinu.„Ég virði það við Vilhjálm að vera samkvæmur sjálfum sér. En hann er samt ekki samkvæmur stefnu flokksins, því varaformaður Sjálfstæðisflokksins er meðflutningsmaður frumvarps sem lagt var fram fyrir mjög stuttu um afnám virðisaukaskatts af bókum. Og ég treysti því að það haldi, hvaða skoðun sem að Vilhjálmur kann að hafa.“Sporin hræðaEn, frómt frá sagt, óttastu ekki að þetta sem þarna var sagt af hálfu stjórnmálamanna sé fagurgali í aðdraganda kosninga? „Jú, ég er logandi hræddur um það satt að segja,“ segir Egill Örn hreinskilnislega. „En ég er kannski í eðli mínu svartsýnn og mögulega óþarflega svartsýnn. Bjartsýni mín á að að það komi til afnáms virðisaukaskatts og ný ríkisstjórn setji sér alvöru menningarstefnu til langs tíma jókst þó nokkuð eftir fundinn áðan. En auðvitað hræða sporin.“ Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Enskan vinnur nema eitthvað verði að gert Huga þarf vel að innviðauppbyggingu segja þau Steingrímur J. Sigfússon og Lilja Alfreðsdóttir. Þau eru gestir Föstudagsviðtalsins ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni. 13. október 2017 06:00 Lilja Dögg leggur fram frumvarp um afnám bókaskatts Með frumvarpinu er lagt til að sala bóka verði bætt við upptalningu 12. gr. laga um virðisaukaskatt á starfsemi sem ekki telst til skattskyldrar veltu. 26. september 2017 22:03 Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Í gær gengust Rithöfundasamband Íslands og Félag íslenskra bókaútgefenda fyrir fundi með frambjóðendum stjórnmálaflokkanna í Safnahúsinu. Þar var fjallað um stöðu bókaútgáfunnar og kallað eftir neyðaráætlun stjórnvalda í ljósi þess að velta bókaútgáfu hefur dregist saman um hartnær þriðjung á tíu árum. Skemmst er frá því að segja að bókafólk er himinlifandi með hinar frómu fyrirætlanir sem frambjóðendur í kosningaslag höfðu uppi. Egill Örn Jóhannsson, formaður Félags bókaútgefenda, var kátur þegar Vísir heyrði í honum í morgun.Hæstánægður með fundinn„Já, ég er auðvitað hæstánægður með fundinn. Útgefendur og höfundar hafa ekki áður staðið fyrir fundi af þessu tagi þannig að ég vissi ekki alveg út í hvað við vorum að fara. En, við troðfylltum salinn og það sköpuðust fínar og uppbyggilegar umræður og frambjóðendurnir virtust flestir skilja vandann sem við stöndum frammi fyrir og að aðgerða væri þörf.Egill Örn: Við ljúgum engu til um það að aðgerða er þörf í hvelli ef ekki á að fara verulega illa fyrir íslenskri bókaútgáfuEgill Örn segir það svo að aldrei sé hægt að vita hverju stjórnmálamenn taka uppá en „það sem gladdi mig mest var hversu afdráttarlausir allir voru um mikilvægi þess að grípa til aðgerða strax. Þessi fundur var neyðarfundur íslenskrar bókaútgáfu og mér fannst ljóst að frambjóðendurnir allir áttuðu sig á því.“Bókaútgáfa á bjargbrúninniÞegar formaður Félags bókaútgefenda talar um að grípa til aðgerða er hann að tala um afnám virðisaukaskatts á bækur, frumvarp sem Lilja D. Alfreðsdóttir hefur þegar lagt fram og eru meðflutningsmenn úr öllum flokkum. Hvenær sér Egill Örn fyrir sér að það komi til framkvæmda? „Ef af verður er nauðsynlegt að þær komi strax til framkvæmda. Við ljúgum engu til um það að aðgerða er þörf í hvelli ef ekki á að fara verulega illa fyrir íslenskri bókaútgáfu. Þetta, eins og stundum er sagt, þolir enga bið. En ég meina það, bókaútgáfa er á bjargbrúninni og jafnvel að verða komin framyfir hana.“Vilhjálmur Bjarnason ekki í vinsældakeppniEinn er þó sá maður sem skar sig úr á fundinum, nefnilega Vilhjálmur Bjarnason, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem virtist ekki vera í vinsældakeppni á fundinum. Hann var ekki á því að rétt væri að gera breytingar á virðisaukaskattskerfinu. Er það ekki eðlilegt sjónarmið, að vilja standa vörð um að það kerfi sé sem einfaldast?Vilhjálmur Bjarnason skar sig nokkuð úr hópi frambjóðenda en hann taldi ekki vert að gera breytingar á virðisaukaskattkerfinu.„Ég virði það við Vilhjálm að vera samkvæmur sjálfum sér. En hann er samt ekki samkvæmur stefnu flokksins, því varaformaður Sjálfstæðisflokksins er meðflutningsmaður frumvarps sem lagt var fram fyrir mjög stuttu um afnám virðisaukaskatts af bókum. Og ég treysti því að það haldi, hvaða skoðun sem að Vilhjálmur kann að hafa.“Sporin hræðaEn, frómt frá sagt, óttastu ekki að þetta sem þarna var sagt af hálfu stjórnmálamanna sé fagurgali í aðdraganda kosninga? „Jú, ég er logandi hræddur um það satt að segja,“ segir Egill Örn hreinskilnislega. „En ég er kannski í eðli mínu svartsýnn og mögulega óþarflega svartsýnn. Bjartsýni mín á að að það komi til afnáms virðisaukaskatts og ný ríkisstjórn setji sér alvöru menningarstefnu til langs tíma jókst þó nokkuð eftir fundinn áðan. En auðvitað hræða sporin.“
Tengdar fréttir Föstudagsviðtalið: Enskan vinnur nema eitthvað verði að gert Huga þarf vel að innviðauppbyggingu segja þau Steingrímur J. Sigfússon og Lilja Alfreðsdóttir. Þau eru gestir Föstudagsviðtalsins ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni. 13. október 2017 06:00 Lilja Dögg leggur fram frumvarp um afnám bókaskatts Með frumvarpinu er lagt til að sala bóka verði bætt við upptalningu 12. gr. laga um virðisaukaskatt á starfsemi sem ekki telst til skattskyldrar veltu. 26. september 2017 22:03 Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Föstudagsviðtalið: Enskan vinnur nema eitthvað verði að gert Huga þarf vel að innviðauppbyggingu segja þau Steingrímur J. Sigfússon og Lilja Alfreðsdóttir. Þau eru gestir Föstudagsviðtalsins ásamt Helga Hrafni Gunnarssyni. 13. október 2017 06:00
Lilja Dögg leggur fram frumvarp um afnám bókaskatts Með frumvarpinu er lagt til að sala bóka verði bætt við upptalningu 12. gr. laga um virðisaukaskatt á starfsemi sem ekki telst til skattskyldrar veltu. 26. september 2017 22:03
Segir fjárlög ekki fylgja hug ráðamanna í garð íslenskunnar Útlit er fyrir að aðeins 60 milljónum verði ráðstafað til framkvæmdar milljarða áætlunar um uppbyggingu íslenskrar máltækni sem kynnt var með pompi og prakt í sumar 12. september 2017 13:45