Leikstjóri The Snowman útskýrir slæma dóma: Náðu ekki að taka upp 10 - 15 prósent sögunnar Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2017 10:03 Michael Fassbender í hlutverki Harry Hole í The Snowman. IMDB Leikstjóri spennumyndarinnar The Snowman hefur sagt sína skoðun á því hvers vegna mynd hans er að fá svo slæma dóma. Leikstjórinn er Svíinn Tomas Alfredson sem á að baki myndirnar Tinker Tailor Soldier Spy og sænsku hrollvekjuna Let the Right One In. The Snowman er byggð á samnefndri skáldsögu norska rithöfundarins Jo Nesbø en gagnrýnendur hafa rifið hana í sig eftir frumsýningu hennar í breskum kvikmyndahúsum 13. október síðastliðinn. Á Rotten Tomatoes er hún með einkunn upp á 26 prósent, sem er frekar lágt. Í umsögn á vef Rotten Tomatoes er myndin sögð sóa þessari frábæru sögu sem og hæfileikum frábærra leikara. Í dómi sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag fær hún eina stjörnu og slaka umsögn. „Einhvern veginn verður útkoman að svellköldum hrossaskít sem er líklegri til að vekja kjánahroll og hlátur í ómældu magni frekar en gæsahúð,“ ritar Tómas Valgeirsson gagnrýnandi.Tomas AlfredsonVísir/GettyAlfredson sagði við norska ríkisútvarpið NRK að stór hluti sögunnar væri ekki í myndinni því ekki hefði gefist tími til að taka hann upp. Um 10 til 15 prósent af sögunni hafi í raun vantað. „Tökutíminn okkar í Noregi var allt of stuttur. Við náðum ekki að taka upp alla söguna og þegar við byrjuðum að klippa myndina uppgötvuðum við að þennan hluta vantaði. Þetta er eins og að raða saman risa púsli, og uppgötva að það vantar nokkur stykki þannig að þú nærð ekki að ljúka við heildarmyndina.“ Hann segir framleiðslu myndarinnar hafa skyndilega verið flýtt. Alfredson sagðist þó ekki sammála þeim sem gagnrýna landafræði myndarinnar þegar kemur að Noregi. „Þetta er ekki heimildarmynd um Noreg. Ég var að vinna skáldverk. Mér gæti ekki verið meira skítsama þó eitthvað sé ekki landfræðilega rétt þegar ég vinn svoleiðis verk.“Tomas Alfredson og Michael Fassbender á tökustað.IMDBThe Snowman fjallar um rannsóknarlögreglumanninn Harry Hole, leikinn af stórleikaranum Michael Fassbender, sem rannsakar mannshvarf við upphaf vetrar. Hann óttast strax að sá sem ber ábyrgð á hvarfinu sé raðmorðingi sem kallaður er The Snowman. Myndin átti að marka upphaf þríleiks um Harry Hole, í ætt við Millenium-þríleik Stieg Larsson, og var leikstjórinn Martin Scorsese orðaður við verkefnið til að byrja með. Scorsese tók ekki að sér verkefnið en er skráður einn af framleiðendum myndarinnar. „The Snowman fer af leið fljótt og örugglega og breytist í martraðar vitleysu sem virðist aldrei ætla að taka enda,“ segir í dómi Telegraph um myndina. „Fyrirsjáanlegt handrit myndarinnar getur varla talist sem texti. Þegar sálrænn hvati morðingjans kemur fram er eins og handritshöfundarnir hafi byrjað að lesa Freud fyrir byrjendur, en ekki klárað bókina,“ segir í dómi The Hollywood Reporter.Í dómi IndieWire kemur fram að þegar klukkutími er liðinn af myndinni hafi sést langar leiðir að Micheal Fassbender væri kominn nóg af þessari mynd. „Það er ákveðinn mælikvarði þegar aðalleikaranum virðist leiðast þegar klukkutími er liðinn af mynd sem átti mögulega að vera upphaf þríleiks. Þegar tveir klukkutímar eru liðnir af The Snowman vitum við nákvæmlega af hverju Harry Hole er byrjaður að drekka í strætóbiðskýlum. Og okkur langar að fá okkur drykk með honum.“ Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fram og aftur morðgátuna Vel byggður og spennandi krimmi með ótrúlegu fléttumunstri og vel skrifuðum persónum. Nesbø í fantaformi. 13. apríl 2012 20:00 Meira grín heldur en alvara Götótt, flöt, sundurlaus og klunnalega samsett mynd að nær öllu leyti. Svo slæm að næstum því má hafa gaman af henni. Næstum því. 19. október 2017 09:00 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leikstjóri spennumyndarinnar The Snowman hefur sagt sína skoðun á því hvers vegna mynd hans er að fá svo slæma dóma. Leikstjórinn er Svíinn Tomas Alfredson sem á að baki myndirnar Tinker Tailor Soldier Spy og sænsku hrollvekjuna Let the Right One In. The Snowman er byggð á samnefndri skáldsögu norska rithöfundarins Jo Nesbø en gagnrýnendur hafa rifið hana í sig eftir frumsýningu hennar í breskum kvikmyndahúsum 13. október síðastliðinn. Á Rotten Tomatoes er hún með einkunn upp á 26 prósent, sem er frekar lágt. Í umsögn á vef Rotten Tomatoes er myndin sögð sóa þessari frábæru sögu sem og hæfileikum frábærra leikara. Í dómi sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi í dag fær hún eina stjörnu og slaka umsögn. „Einhvern veginn verður útkoman að svellköldum hrossaskít sem er líklegri til að vekja kjánahroll og hlátur í ómældu magni frekar en gæsahúð,“ ritar Tómas Valgeirsson gagnrýnandi.Tomas AlfredsonVísir/GettyAlfredson sagði við norska ríkisútvarpið NRK að stór hluti sögunnar væri ekki í myndinni því ekki hefði gefist tími til að taka hann upp. Um 10 til 15 prósent af sögunni hafi í raun vantað. „Tökutíminn okkar í Noregi var allt of stuttur. Við náðum ekki að taka upp alla söguna og þegar við byrjuðum að klippa myndina uppgötvuðum við að þennan hluta vantaði. Þetta er eins og að raða saman risa púsli, og uppgötva að það vantar nokkur stykki þannig að þú nærð ekki að ljúka við heildarmyndina.“ Hann segir framleiðslu myndarinnar hafa skyndilega verið flýtt. Alfredson sagðist þó ekki sammála þeim sem gagnrýna landafræði myndarinnar þegar kemur að Noregi. „Þetta er ekki heimildarmynd um Noreg. Ég var að vinna skáldverk. Mér gæti ekki verið meira skítsama þó eitthvað sé ekki landfræðilega rétt þegar ég vinn svoleiðis verk.“Tomas Alfredson og Michael Fassbender á tökustað.IMDBThe Snowman fjallar um rannsóknarlögreglumanninn Harry Hole, leikinn af stórleikaranum Michael Fassbender, sem rannsakar mannshvarf við upphaf vetrar. Hann óttast strax að sá sem ber ábyrgð á hvarfinu sé raðmorðingi sem kallaður er The Snowman. Myndin átti að marka upphaf þríleiks um Harry Hole, í ætt við Millenium-þríleik Stieg Larsson, og var leikstjórinn Martin Scorsese orðaður við verkefnið til að byrja með. Scorsese tók ekki að sér verkefnið en er skráður einn af framleiðendum myndarinnar. „The Snowman fer af leið fljótt og örugglega og breytist í martraðar vitleysu sem virðist aldrei ætla að taka enda,“ segir í dómi Telegraph um myndina. „Fyrirsjáanlegt handrit myndarinnar getur varla talist sem texti. Þegar sálrænn hvati morðingjans kemur fram er eins og handritshöfundarnir hafi byrjað að lesa Freud fyrir byrjendur, en ekki klárað bókina,“ segir í dómi The Hollywood Reporter.Í dómi IndieWire kemur fram að þegar klukkutími er liðinn af myndinni hafi sést langar leiðir að Micheal Fassbender væri kominn nóg af þessari mynd. „Það er ákveðinn mælikvarði þegar aðalleikaranum virðist leiðast þegar klukkutími er liðinn af mynd sem átti mögulega að vera upphaf þríleiks. Þegar tveir klukkutímar eru liðnir af The Snowman vitum við nákvæmlega af hverju Harry Hole er byrjaður að drekka í strætóbiðskýlum. Og okkur langar að fá okkur drykk með honum.“
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fram og aftur morðgátuna Vel byggður og spennandi krimmi með ótrúlegu fléttumunstri og vel skrifuðum persónum. Nesbø í fantaformi. 13. apríl 2012 20:00 Meira grín heldur en alvara Götótt, flöt, sundurlaus og klunnalega samsett mynd að nær öllu leyti. Svo slæm að næstum því má hafa gaman af henni. Næstum því. 19. október 2017 09:00 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Fram og aftur morðgátuna Vel byggður og spennandi krimmi með ótrúlegu fléttumunstri og vel skrifuðum persónum. Nesbø í fantaformi. 13. apríl 2012 20:00
Meira grín heldur en alvara Götótt, flöt, sundurlaus og klunnalega samsett mynd að nær öllu leyti. Svo slæm að næstum því má hafa gaman af henni. Næstum því. 19. október 2017 09:00