Ný skattalög í Noregi gætu hækkað verð Tesla um 1 milljón Finnur Thorlacius skrifar 17. október 2017 10:35 Tesla Model X. Noregur er sem kunnugt er leiðandi þjóð í kaupum umhverfisvænna bíla og í síðasta mánuði voru 60% nýrra bíla sem keyptir voru þar í landi rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar eða Hybrid bílar. Miklar skattaívilnanir hafa verið við lýði á undanförnum árum í Noregi við kaup á slíkum bílum. Nú virðist hinsvegar koma til greina að breyta þeim á þá lund að þau aðeins gildi um bíla sem vega minna en 2 tonn. Það gæti hækkað verð á hinum Tesla Model S og X bílunum í Noregi um hátt í eina milljón króna þar sem þeir vega báðir meira. Í Noregi hefur gætt mikils pirrings vegna þess að akreinar fyrir strætisvagna eru fullir af rándýrum Teslum, en rafmagnsbílar mega fara um á þeim akreinum og fá auk þess frítt í bílastæði, gegnum göng og með ferjum í Noregi. Auk þess slíta þessir ríflega tveggja tonna bílar jafn mikið eða meira götunum í Noregi og hefðbundnir bílar og því finnst mörgum að ekki eigi að gæta skattaívilnana fyrir slíka bíla. Áfram myndu þó skattaívilnanir gilda vegna kaupa á léttari rafmagnsbílum, tengiltvinnbílum og Hybrid bílum og til stendur að þeir verði í gildi til að minnsta kosti ársins 2020. Í Noregi er 25% skattur á hefðbundna bíla með brunahreyfil og það gæti brátt einnig átt við rafmagnsbíla sem vega meira en 2 tonn. Hætt er við því að sala Tesla bíla muni minnka umtalsvert ef þessar hugmyndir ganga eftir. Búist er við því að þessum áformum verði mótmælt hressilega og vitnað í reynslu Dana sem afnumdu skattaívilnanir af umhverfisvænum bílum og minnkaði þá sala þeirra um 60%. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent
Noregur er sem kunnugt er leiðandi þjóð í kaupum umhverfisvænna bíla og í síðasta mánuði voru 60% nýrra bíla sem keyptir voru þar í landi rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar eða Hybrid bílar. Miklar skattaívilnanir hafa verið við lýði á undanförnum árum í Noregi við kaup á slíkum bílum. Nú virðist hinsvegar koma til greina að breyta þeim á þá lund að þau aðeins gildi um bíla sem vega minna en 2 tonn. Það gæti hækkað verð á hinum Tesla Model S og X bílunum í Noregi um hátt í eina milljón króna þar sem þeir vega báðir meira. Í Noregi hefur gætt mikils pirrings vegna þess að akreinar fyrir strætisvagna eru fullir af rándýrum Teslum, en rafmagnsbílar mega fara um á þeim akreinum og fá auk þess frítt í bílastæði, gegnum göng og með ferjum í Noregi. Auk þess slíta þessir ríflega tveggja tonna bílar jafn mikið eða meira götunum í Noregi og hefðbundnir bílar og því finnst mörgum að ekki eigi að gæta skattaívilnana fyrir slíka bíla. Áfram myndu þó skattaívilnanir gilda vegna kaupa á léttari rafmagnsbílum, tengiltvinnbílum og Hybrid bílum og til stendur að þeir verði í gildi til að minnsta kosti ársins 2020. Í Noregi er 25% skattur á hefðbundna bíla með brunahreyfil og það gæti brátt einnig átt við rafmagnsbíla sem vega meira en 2 tonn. Hætt er við því að sala Tesla bíla muni minnka umtalsvert ef þessar hugmyndir ganga eftir. Búist er við því að þessum áformum verði mótmælt hressilega og vitnað í reynslu Dana sem afnumdu skattaívilnanir af umhverfisvænum bílum og minnkaði þá sala þeirra um 60%.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent