Leikstjóri beitti Reese Witherspoon kynferðisofbeldi þegar hún var aðeins 16 ára Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. október 2017 08:38 Reese Witherspoon er bjartsýn varðandi framtíðina og vonar að konur haldi áfram að vera hugrakkar að segja frá. Leikkonan Reese Witherspoon hefur stigið fram og sagt frá því að hún hafi oftar en einu sinni verið beitt kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Í ræðu á viðburðinum ELLE Women in Hollywood í gær frá því að leikstjóri hafi beitt hana kynferðisofbeldi þegar hún var 16 ára gömul. „Þetta hefur verið erfið vika fyrir konur í Hollywood og fyrir konur um allan heim,“ sagði Reese í ræðu sinni en síðan konurnar sögðu frá Harvey Weinstein hafa konur víða um heiminn deilt sinni reynslu af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi. „Ég er að endurupplifa eigin reynslu og á erfitt með að sofa, erfitt með að hugsa, erfitt með að tjá margar af þeim tilfinningum sem ég hef varðandi kvíða, heiðarleika og samviskubit fyrir að hafa ekki sagt neitt fyrr.“ Reese segir að leikstjórinn sem braut gegn henni þegar hún var aðeins 16 ára valdi sér viðbjóði og hún upplifir mikla reiði gagnvart umboðsmönnunum og framleiðendunum sem létu henni líða eins og þögn væri hluti af hennar starfi. „Ég vildi að ég gæti sagt ykkur að þetta væri eina atvikið á ferlinum mínum en því miður var það ekki þannig. Ég hef mörgum sinnum lent í áreitni og kynferðisofbeldi og ég tala ekki oft um það. En eftir að heyra allar sögurnar síðustu daga og hlusta á þessar hugrökku konur tala um hluti sem okkur er eiginlega sagt að sópa undir mottuna og tala ekki um, hefur fengið mig til þess að vilja tjá mig og tala hátt því þessa viku hefur mér liðið minna eins og ég sé ein heldur en allan minn feril.“ Hefur hún einnig talað við margar leikkonur og handritshöfunda sem hafa sömu reynslu og margar þeirra hafa sagt frá á síðustu dögum. „Ég vil innilega að þetta verði nýja normið. Að fyrir ungu konurnar í þessu herbergi verði lífið öðruvísi, því við erum hér með ykkur, við styðjum við ykkur, það lætur mér líða betur. “ MeToo Kynferðisofbeldi Hollywood Bandaríkin Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira
Leikkonan Reese Witherspoon hefur stigið fram og sagt frá því að hún hafi oftar en einu sinni verið beitt kynferðislegri áreitni og ofbeldi. Í ræðu á viðburðinum ELLE Women in Hollywood í gær frá því að leikstjóri hafi beitt hana kynferðisofbeldi þegar hún var 16 ára gömul. „Þetta hefur verið erfið vika fyrir konur í Hollywood og fyrir konur um allan heim,“ sagði Reese í ræðu sinni en síðan konurnar sögðu frá Harvey Weinstein hafa konur víða um heiminn deilt sinni reynslu af kynferðislegri áreitni og kynferðisofbeldi. „Ég er að endurupplifa eigin reynslu og á erfitt með að sofa, erfitt með að hugsa, erfitt með að tjá margar af þeim tilfinningum sem ég hef varðandi kvíða, heiðarleika og samviskubit fyrir að hafa ekki sagt neitt fyrr.“ Reese segir að leikstjórinn sem braut gegn henni þegar hún var aðeins 16 ára valdi sér viðbjóði og hún upplifir mikla reiði gagnvart umboðsmönnunum og framleiðendunum sem létu henni líða eins og þögn væri hluti af hennar starfi. „Ég vildi að ég gæti sagt ykkur að þetta væri eina atvikið á ferlinum mínum en því miður var það ekki þannig. Ég hef mörgum sinnum lent í áreitni og kynferðisofbeldi og ég tala ekki oft um það. En eftir að heyra allar sögurnar síðustu daga og hlusta á þessar hugrökku konur tala um hluti sem okkur er eiginlega sagt að sópa undir mottuna og tala ekki um, hefur fengið mig til þess að vilja tjá mig og tala hátt því þessa viku hefur mér liðið minna eins og ég sé ein heldur en allan minn feril.“ Hefur hún einnig talað við margar leikkonur og handritshöfunda sem hafa sömu reynslu og margar þeirra hafa sagt frá á síðustu dögum. „Ég vil innilega að þetta verði nýja normið. Að fyrir ungu konurnar í þessu herbergi verði lífið öðruvísi, því við erum hér með ykkur, við styðjum við ykkur, það lætur mér líða betur. “
MeToo Kynferðisofbeldi Hollywood Bandaríkin Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Sjá meira