100% Þórir Garðarsson skrifar 11. október 2017 12:05 Í umræðunni um virðisaukaskatt af ferðaþjónustu er því stundum haldið fram að sum ferðaþjónustufyrirtæki fái meira endurgreitt af virðisaukaskatti en þau innheimta. Þetta er tómt rugl og byggist á þekkingarleysi. Allur innheimtur virðisaukaskattur skilar sér 100% í ríkissjóð. Það sem ruglar umræðuna er hvernig virðisaukaskattur skilar sér. Hvert og eitt fyrirtæki leggur virðisaukaskatt á þjónustu sína. Ef fyrirtækið innheimtir sjálft lægri virðisaukaskatt en það greiðir öðrum fyrirtækjum, til dæmis vegna fjárfestinga eða umfangsmikilla rekstrarútgjalda, þá fær það mismuninn endurgreiddan. Annars væri um tvígreiðslu sama virðisaukaskatts að ræða. Fyrirtæki sem fær endurgreiðslu hagnast ekki um eina krónu á því, þar sem það er þá þegar búið að borga þennan virðisaukaskatt til einhvers annars fyrirtækis og á rétt á því að draga hann frá útskatti sínum. Það er ekkert til sem heitir neikvæður virðisaukaskattur. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar rætt er um að tvöfalda virðisaukaskatt á fyrirtæki í ferðaþjónustu til að gæta „jafnræðis“ við aðrar atvinnugreinar og hætt verði að „ívilna“ henni með lægra skattþrepinu. Það hefur ekkert með fyrirtækin að gera, heldur er einfaldlega verið að tala um að ferðamenn - neytendur - borgi tvöfalt meira í virðisaukaskatt. Staðreyndin er hins vegar sú að það er vægast sagt óskynsamlegt að ætla að hækka virðisaukaskatt á ferðamenn. Ferðaþjónustan er í alþjóðlegri samkeppni um viðskiptavini. Til að vera samkeppnishæf þarf hún því að búa við sama virðisaukaskattstig og í öðrum löndum, sem er alls staðar í neðra þrepinu. Með hækkun virðisaukaskattsins myndi kostnaður ferðamanna hér á landi hækka verulega. Nú þegar hefur hár kostnaður vegna sterkrar krónu og launahækkana haft lamandi áhrif á ferðaþjónustuna, sérstaklega á landsbyggðinni. Með hærri virðisaukaskatt í ofanálag er engin spurning að ferðamaðurinn verður fráhverfur viðskiptunum og leitar annað en til Íslands. Það eykur ekki tekjur ríkissjóðs, heldur þvert á móti. Engar áhyggjur þarf að hafa af því að ferðamenn skili ekki nú þegar góðum tekjum til hins opinbera. Í fyrra voru vsk tekjur ríkissjóðs af viðskiptum ferðamanna um 40 milljarðar króna og heildartekjur hins opinbera af ferðaþjónustunni um 100 milljarðar króna.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og varaformaður SAF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Í umræðunni um virðisaukaskatt af ferðaþjónustu er því stundum haldið fram að sum ferðaþjónustufyrirtæki fái meira endurgreitt af virðisaukaskatti en þau innheimta. Þetta er tómt rugl og byggist á þekkingarleysi. Allur innheimtur virðisaukaskattur skilar sér 100% í ríkissjóð. Það sem ruglar umræðuna er hvernig virðisaukaskattur skilar sér. Hvert og eitt fyrirtæki leggur virðisaukaskatt á þjónustu sína. Ef fyrirtækið innheimtir sjálft lægri virðisaukaskatt en það greiðir öðrum fyrirtækjum, til dæmis vegna fjárfestinga eða umfangsmikilla rekstrarútgjalda, þá fær það mismuninn endurgreiddan. Annars væri um tvígreiðslu sama virðisaukaskatts að ræða. Fyrirtæki sem fær endurgreiðslu hagnast ekki um eina krónu á því, þar sem það er þá þegar búið að borga þennan virðisaukaskatt til einhvers annars fyrirtækis og á rétt á því að draga hann frá útskatti sínum. Það er ekkert til sem heitir neikvæður virðisaukaskattur. Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar rætt er um að tvöfalda virðisaukaskatt á fyrirtæki í ferðaþjónustu til að gæta „jafnræðis“ við aðrar atvinnugreinar og hætt verði að „ívilna“ henni með lægra skattþrepinu. Það hefur ekkert með fyrirtækin að gera, heldur er einfaldlega verið að tala um að ferðamenn - neytendur - borgi tvöfalt meira í virðisaukaskatt. Staðreyndin er hins vegar sú að það er vægast sagt óskynsamlegt að ætla að hækka virðisaukaskatt á ferðamenn. Ferðaþjónustan er í alþjóðlegri samkeppni um viðskiptavini. Til að vera samkeppnishæf þarf hún því að búa við sama virðisaukaskattstig og í öðrum löndum, sem er alls staðar í neðra þrepinu. Með hækkun virðisaukaskattsins myndi kostnaður ferðamanna hér á landi hækka verulega. Nú þegar hefur hár kostnaður vegna sterkrar krónu og launahækkana haft lamandi áhrif á ferðaþjónustuna, sérstaklega á landsbyggðinni. Með hærri virðisaukaskatt í ofanálag er engin spurning að ferðamaðurinn verður fráhverfur viðskiptunum og leitar annað en til Íslands. Það eykur ekki tekjur ríkissjóðs, heldur þvert á móti. Engar áhyggjur þarf að hafa af því að ferðamenn skili ekki nú þegar góðum tekjum til hins opinbera. Í fyrra voru vsk tekjur ríkissjóðs af viðskiptum ferðamanna um 40 milljarðar króna og heildartekjur hins opinbera af ferðaþjónustunni um 100 milljarðar króna.Höfundur er stjórnarformaður Gray Line og varaformaður SAF
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar