Opnari stjórnarmyndun í ár en í fyrra Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. október 2017 20:30 Stjórnarmyndun gæti orðið auðveldari nú en í fyrra, að mati Eiríks Bergmanns stjórnmálafræðings. Eiríkur sagði flokkana ekki jafn útilokunarglaða í ár og í síðustu kosningum og þá væri Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins, í lykilstöðu. Eiríkur ræddi niðurstöður alþingiskosninganna, sem haldnar voru í gær, í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður sagðist Eiríkur ekki telja að flokkarnir átta, einum fleiri en á fráfarandi Alþingi, stæðu frammi fyrir erfiðari stjórnarmyndun nú en í fyrra. „Nei, ég held ekki, ég held satt að segja að þetta sé töluvert opnari staða núna heldur en var í fyrra. Einkum og sér í lagi vegna þess að menn hafa ekki farið í sömu útilokunarkeppnina núna eins og þá var,“ sagði Eiríkur. Ár er síðan gengið var til síðustu kosninga en þær voru haldnar þann 29. október 2016. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var ekki mynduð fyrr en í janúar á þessu ári eftir langar og strangar viðræður.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.Mynd/EyþórPersónuleikaerjur gætu sett strik í reikninginn Þá taldi Eiríkur tvær tvær eða þrjár greiðfærar leiðir til stjórnarmyndunar í stöðunni, og nefndi sérstaklega tvær – til vinstri annars vegar og hægri hins vegar. „Við sjáum vinstri möguleika undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, hugsanlega stjórnarandstaðan plús Viðreisn. Það blasir tiltölulega auðveldlega við. Hægra megin, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, gæti þá verið stjórn með Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Þar eru kannski svona persónuleikaerjur sem gætu sett eitthvað strik í reikninginn en valdastólarnir toga menn nú fast til sín.“ Eiríkur taldi enn fremur að Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn gætu vel unnið saman, þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi klofnað frá þeim fyrrnefnda fyrir fáeinum vikum. „Já, ég held að þeir geti það. Þeir þurfa auðvitað að reyna að gera upp sín mál, sérstaklega ef þetta eru fjórir flokkar, þá breytist svona samspilið og dýnamíkin í hópnum þannig að ég held að menn ættu að geta það.Sigurður Ingi í algjörri lykilstöðu Þá var Eiríkur spurður að því hvort gera mætti ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái fyrstur umboð til stjórnarmyndunar eða hvort að von væri á öðru útspili. Formenn flokkanna ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í fyrramálið en Eiríkur sagði að umboðið ylti á samræðum forsetans við alla formennina. „Það gerist ekki sjálfkrafa, forsetinn heyrir núna ofan í alla stjórnmálaforingjanna og hann hefur gefið það til kynna, frá því í fyrra, að hann muni meta það fyrst og fremst hver sé líklegastur til að mynda meirihlutastjórn. Þannig að það fer allt eftir skilaboðum annarra flokka til hans á morgun hver verður fyrir valinu, en ég myndi halda að það yrði annað hvort Bjarni eða Katrín Jakobsdóttir.“Einn formaður væri þó í algjörri lykilstöðu í stjórnarmyndunarviðræðum. „Það er engin samsetning sem gengur upp almennilega án Framsóknarflokksins, þannig að þetta er kannski í höndum Sigurðar Inga og hvað hann segir við Guðna á morgun sem mun ráða því þá hver fær umboðið,“ sagði Eiríkur sem sagði íslensk stjórnmál að vissu leyti söm við sig, þrátt fyrir miklar breytingar undanfarin misseri. „Við erum nú með flokkakerfi sem er gjörbreytt frá því sem var áður en sumt breytist ekki í íslenskum stjórnmálum.“ Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira
Stjórnarmyndun gæti orðið auðveldari nú en í fyrra, að mati Eiríks Bergmanns stjórnmálafræðings. Eiríkur sagði flokkana ekki jafn útilokunarglaða í ár og í síðustu kosningum og þá væri Sigurður Ingi, formaður Framsóknarflokksins, í lykilstöðu. Eiríkur ræddi niðurstöður alþingiskosninganna, sem haldnar voru í gær, í fréttatíma Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurður sagðist Eiríkur ekki telja að flokkarnir átta, einum fleiri en á fráfarandi Alþingi, stæðu frammi fyrir erfiðari stjórnarmyndun nú en í fyrra. „Nei, ég held ekki, ég held satt að segja að þetta sé töluvert opnari staða núna heldur en var í fyrra. Einkum og sér í lagi vegna þess að menn hafa ekki farið í sömu útilokunarkeppnina núna eins og þá var,“ sagði Eiríkur. Ár er síðan gengið var til síðustu kosninga en þær voru haldnar þann 29. október 2016. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar var ekki mynduð fyrr en í janúar á þessu ári eftir langar og strangar viðræður.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.Mynd/EyþórPersónuleikaerjur gætu sett strik í reikninginn Þá taldi Eiríkur tvær tvær eða þrjár greiðfærar leiðir til stjórnarmyndunar í stöðunni, og nefndi sérstaklega tvær – til vinstri annars vegar og hægri hins vegar. „Við sjáum vinstri möguleika undir forystu Katrínar Jakobsdóttur, hugsanlega stjórnarandstaðan plús Viðreisn. Það blasir tiltölulega auðveldlega við. Hægra megin, undir stjórn Sjálfstæðisflokksins, gæti þá verið stjórn með Framsóknarflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. Þar eru kannski svona persónuleikaerjur sem gætu sett eitthvað strik í reikninginn en valdastólarnir toga menn nú fast til sín.“ Eiríkur taldi enn fremur að Framsóknarflokkurinn og Miðflokkurinn gætu vel unnið saman, þrátt fyrir að sá síðarnefndi hafi klofnað frá þeim fyrrnefnda fyrir fáeinum vikum. „Já, ég held að þeir geti það. Þeir þurfa auðvitað að reyna að gera upp sín mál, sérstaklega ef þetta eru fjórir flokkar, þá breytist svona samspilið og dýnamíkin í hópnum þannig að ég held að menn ættu að geta það.Sigurður Ingi í algjörri lykilstöðu Þá var Eiríkur spurður að því hvort gera mætti ráð fyrir því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fái fyrstur umboð til stjórnarmyndunar eða hvort að von væri á öðru útspili. Formenn flokkanna ganga á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, í fyrramálið en Eiríkur sagði að umboðið ylti á samræðum forsetans við alla formennina. „Það gerist ekki sjálfkrafa, forsetinn heyrir núna ofan í alla stjórnmálaforingjanna og hann hefur gefið það til kynna, frá því í fyrra, að hann muni meta það fyrst og fremst hver sé líklegastur til að mynda meirihlutastjórn. Þannig að það fer allt eftir skilaboðum annarra flokka til hans á morgun hver verður fyrir valinu, en ég myndi halda að það yrði annað hvort Bjarni eða Katrín Jakobsdóttir.“Einn formaður væri þó í algjörri lykilstöðu í stjórnarmyndunarviðræðum. „Það er engin samsetning sem gengur upp almennilega án Framsóknarflokksins, þannig að þetta er kannski í höndum Sigurðar Inga og hvað hann segir við Guðna á morgun sem mun ráða því þá hver fær umboðið,“ sagði Eiríkur sem sagði íslensk stjórnmál að vissu leyti söm við sig, þrátt fyrir miklar breytingar undanfarin misseri. „Við erum nú með flokkakerfi sem er gjörbreytt frá því sem var áður en sumt breytist ekki í íslenskum stjórnmálum.“
Kosningar 2017 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Sjá meira