C. Persónur og leikendur Jón Steindór Valdimarsson skrifar 25. október 2017 16:33 Á laugardaginn kveður þjóðin upp sinn (leik)dóm um frammistöðu flokka og einstakra þingmanna. Þá gefst henni líka tækifæri til þess að skipta nýjum inn fyrir þá sem eru á fleti fyrir. Viðreisn er nýr flokkur, stofnaður fyrir rúmu ári síðan, og hefur átt fulltrúa á þingi í eitt ár og ráðherra í ríkisstjórn í níu mánuði. Við síðustu kosningar var ég svo lánsamur að ná kjöri í Suðvesturkjördæmi. Sex félagar mínir úr Viðreisn komust einnig á þing. Allt úrvalsfólk og öll höfum við látið hendur standa fram úr ermum og unnið að þeim verkefnum sem okkur var trúað fyrir. Sjálfur er ég stoltur af mínum verkum og legg þau óhræddur í dóm kjósenda. Jafnréttismál hafa verið mér hugleikin. Kynferðislegt ofbeldi er smánarblettur sem þarf að vinna gegn. Þar hef ég lagt frumvarp um breytta skilgreiningu nauðgunar og felur í sér viðhorfsbreytingu löggjafans til þeirra afbrota. Vonandi nær það fram að ganga en það hefur fengið mjög góð viðbrögð sérfræðinga á sviðinu. Bætt og öguð vinnubrögð við stór umfangsmikil fjárfestingarverkefni hins opinbera eru annað mál sem ég hef beitt mér fyrir. Þingsályktun um það mál liggur fyrir þinginu, stutt af öllum flokkum nema Vinstri grænum. Nái þær hugmyndir fram munu milljarðar sparast til lengri tíma litið. Mér hefur verið trúað fyrir því að fara fyrir umfjöllun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um Búnaðarbankaskýrsluna. Þá tók ég við formennsku í nefndinni þegar mál um uppreist æru voru þar til umfjöllunar og síðar umfjöllun um lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar. Kjósendur geta nú virt fyrir sér mannval og flokka í Suðvesturkjördæmi og velt fyrir sér hvaða persónur og leikendur muni þoka samfélaginu í átt frjálslyndis, jafnréttis, ábyrgrar hagstjórnar og velferðar á traustum grunni. Viðreisn og ég óska eftir umboði kjósenda til verka - ekki valda. Við bjóðum ábyrga stefnu, kjark og þor.Jón Steindór Valdimarsson, alþingismaður, skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Kosningar 2017 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Á laugardaginn kveður þjóðin upp sinn (leik)dóm um frammistöðu flokka og einstakra þingmanna. Þá gefst henni líka tækifæri til þess að skipta nýjum inn fyrir þá sem eru á fleti fyrir. Viðreisn er nýr flokkur, stofnaður fyrir rúmu ári síðan, og hefur átt fulltrúa á þingi í eitt ár og ráðherra í ríkisstjórn í níu mánuði. Við síðustu kosningar var ég svo lánsamur að ná kjöri í Suðvesturkjördæmi. Sex félagar mínir úr Viðreisn komust einnig á þing. Allt úrvalsfólk og öll höfum við látið hendur standa fram úr ermum og unnið að þeim verkefnum sem okkur var trúað fyrir. Sjálfur er ég stoltur af mínum verkum og legg þau óhræddur í dóm kjósenda. Jafnréttismál hafa verið mér hugleikin. Kynferðislegt ofbeldi er smánarblettur sem þarf að vinna gegn. Þar hef ég lagt frumvarp um breytta skilgreiningu nauðgunar og felur í sér viðhorfsbreytingu löggjafans til þeirra afbrota. Vonandi nær það fram að ganga en það hefur fengið mjög góð viðbrögð sérfræðinga á sviðinu. Bætt og öguð vinnubrögð við stór umfangsmikil fjárfestingarverkefni hins opinbera eru annað mál sem ég hef beitt mér fyrir. Þingsályktun um það mál liggur fyrir þinginu, stutt af öllum flokkum nema Vinstri grænum. Nái þær hugmyndir fram munu milljarðar sparast til lengri tíma litið. Mér hefur verið trúað fyrir því að fara fyrir umfjöllun Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar um Búnaðarbankaskýrsluna. Þá tók ég við formennsku í nefndinni þegar mál um uppreist æru voru þar til umfjöllunar og síðar umfjöllun um lögbannið á fréttaflutning Stundarinnar. Kjósendur geta nú virt fyrir sér mannval og flokka í Suðvesturkjördæmi og velt fyrir sér hvaða persónur og leikendur muni þoka samfélaginu í átt frjálslyndis, jafnréttis, ábyrgrar hagstjórnar og velferðar á traustum grunni. Viðreisn og ég óska eftir umboði kjósenda til verka - ekki valda. Við bjóðum ábyrga stefnu, kjark og þor.Jón Steindór Valdimarsson, alþingismaður, skipar 2. sæti á lista Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar