Frábært ár eiganda Golden State Warriors gæti orðið enn betra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2017 23:00 Peter Guber fagnar NBA-titli með meðeigandanum og stjörnuleikmanninujm Steph Curry. Vísir/Getty Þetta hefur verið mjög gott ár fyrir hinn 75 ára gamla Peter Guber en það gæti orðið enn betra á næstunni. Peter Guber á fjögur atvinnumannalið í bandarískum íþróttum og eitt af því eru NBA-meistararnir í Golden State Warriors. Golden State Warriors endurheimti NBA-titilinn með sannfærandi frammistöðu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar fyrr á þessu ári. NBA-deildin er bara nýfarin af stað en lið Peter Guber er engu að síður komið alla leið í úrslitaeinvígi um titilinn. Guber á nefnilega einnig hafnarboltaliðið Los Angeles Dodgers. Dodgers-liðið hefur ekki unnið bandaríska hafnafboltatitilinn síðan 1988 en er nú komið alla leið í úrslitaeinvígið. Los Angeles Dodgers vann ríkjandi meistara í Chicago Cubs 4-1 í úrslitum Þjóðardeildarinnar. Í lokaúrslitunum mætir liði annaðhvort New York Yankees eða Houston Astros. Guber hefur átt Los Angeles Dodgers liðið síðan í mars 2012 en haustið 2013 komst það í fyrsta sinn í úrslitakeppnina síðan 2009. Guber er í stórum eigandahópi félagsins sem skipa Guggenheim Baseball Management LLC en í þeim fjölmenna hópi er líka Magic Johnson. Tveimur árum áður hafði hann eignast Golden State Warriors sem hafði þá ekki unnið NBA-titilinn frá 1975. Warriors hefur unnið tvo NBA-titla á síðustu þremur árum og er líklegt til frekari afreka á næstu árum. Guber Golden State Warriors liðið með Joe Lacob. Guber er líka einn af eigendum nýja knattspyrnuliðsins Los Angeles FC sem var stofnað í október 2014 og mun byrja að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni á næsta ári. Ef marka má áhrif Guber hingað til er von á góðu þar líka. Peter Guber trying to become the 1st owner to win NBA title (Warriors), MLB title (Dodgers) & an esports title (Liquid, Dota2) in same year. — Darren Rovell (@darrenrovell) October 20, 2017Peter Guber afhendir Steph Curry meistarahringinn 2015.Vísir/Getty Aðrar íþróttir NBA Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Sjá meira
Þetta hefur verið mjög gott ár fyrir hinn 75 ára gamla Peter Guber en það gæti orðið enn betra á næstunni. Peter Guber á fjögur atvinnumannalið í bandarískum íþróttum og eitt af því eru NBA-meistararnir í Golden State Warriors. Golden State Warriors endurheimti NBA-titilinn með sannfærandi frammistöðu í úrslitakeppni NBA-deildarinnar fyrr á þessu ári. NBA-deildin er bara nýfarin af stað en lið Peter Guber er engu að síður komið alla leið í úrslitaeinvígi um titilinn. Guber á nefnilega einnig hafnarboltaliðið Los Angeles Dodgers. Dodgers-liðið hefur ekki unnið bandaríska hafnafboltatitilinn síðan 1988 en er nú komið alla leið í úrslitaeinvígið. Los Angeles Dodgers vann ríkjandi meistara í Chicago Cubs 4-1 í úrslitum Þjóðardeildarinnar. Í lokaúrslitunum mætir liði annaðhvort New York Yankees eða Houston Astros. Guber hefur átt Los Angeles Dodgers liðið síðan í mars 2012 en haustið 2013 komst það í fyrsta sinn í úrslitakeppnina síðan 2009. Guber er í stórum eigandahópi félagsins sem skipa Guggenheim Baseball Management LLC en í þeim fjölmenna hópi er líka Magic Johnson. Tveimur árum áður hafði hann eignast Golden State Warriors sem hafði þá ekki unnið NBA-titilinn frá 1975. Warriors hefur unnið tvo NBA-titla á síðustu þremur árum og er líklegt til frekari afreka á næstu árum. Guber Golden State Warriors liðið með Joe Lacob. Guber er líka einn af eigendum nýja knattspyrnuliðsins Los Angeles FC sem var stofnað í október 2014 og mun byrja að spila í bandarísku atvinnumannadeildinni á næsta ári. Ef marka má áhrif Guber hingað til er von á góðu þar líka. Peter Guber trying to become the 1st owner to win NBA title (Warriors), MLB title (Dodgers) & an esports title (Liquid, Dota2) in same year. — Darren Rovell (@darrenrovell) October 20, 2017Peter Guber afhendir Steph Curry meistarahringinn 2015.Vísir/Getty
Aðrar íþróttir NBA Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Sjá meira