Stálrisi staðinn að svindli Finnur Thorlacius skrifar 7. nóvember 2017 15:45 Auðmjúkir yfirmenn Kobe Steel á fundi þar sem þeir viðurkenndu svindl fyrirtækisins. Japanski stálrisinn Kobe Steel Ltd er ekki í góðum málum þessa dagana, en upp komst um að minnsta kosti áratugs svindls fyrirtækisins á gæðavottun þess stáls sem Kobe framleiddi á þessum tíma. Kobe Steel Ltd er þriðji stærsti framleiðandi stáls í Japan en selur stál til margra framleiðenda, bæði innanlands og erlendis og þar á meðal til bílaframleiðenda. Fréttir af svindli fyrirtækisins hefur lækkað markaðsvirði þess um 170 milljarða króna á aðeins viku, en svindlið uppgötvaðist þann 8. október. Ljóst er að þetta svindl mun kosta Kobe Steel Ltd mikla fjármuni og ef til miklu meira en það markaðsvirðis sem það hefur fallið um. Kobe Steel Ltd segist búa að 350 milljörðum króna í lausafé svo það ætti hugsanlega að geta staðið af sér þær sektir sem bíða þess. Allt stefndi í hagnað reksturs hjá Kobe Steel Ltd á þessu ári, en svindlið mun vafalaust breyta þar miklu um. Kobe Steel Ltd hefur selt um 500 fyrirtækjum stál sem hefur fengið ranga gæðavottun á þessum a.m.k. 10 árum og hjá öllum þessum fyrirtækjum eru miklar áhyggjur af gæðum þeirrar vöru sem það hefur smíðað úr þessu stáli frá Kobe. Kobe Steel Ltd framleiðir ekki bara stál, heldur einnig ál og kopar og samskonar uppdiktaðar svindlvottanir eiga við í tilfelli áls og kopar frá fyrirtækinu. Því hefur verið gert að koma fram með öll þau gögn er varða þetta langtíma svindl innan eins mánaðar. Kobe Steel Ltd býður bæði sekt frá japönskum yfirvöldum, en einnig kærur frá flestum þessara 500 kaupenda og það gæti orðið Kobe ansi dýrt að standa straum af þeim öllum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent
Japanski stálrisinn Kobe Steel Ltd er ekki í góðum málum þessa dagana, en upp komst um að minnsta kosti áratugs svindls fyrirtækisins á gæðavottun þess stáls sem Kobe framleiddi á þessum tíma. Kobe Steel Ltd er þriðji stærsti framleiðandi stáls í Japan en selur stál til margra framleiðenda, bæði innanlands og erlendis og þar á meðal til bílaframleiðenda. Fréttir af svindli fyrirtækisins hefur lækkað markaðsvirði þess um 170 milljarða króna á aðeins viku, en svindlið uppgötvaðist þann 8. október. Ljóst er að þetta svindl mun kosta Kobe Steel Ltd mikla fjármuni og ef til miklu meira en það markaðsvirðis sem það hefur fallið um. Kobe Steel Ltd segist búa að 350 milljörðum króna í lausafé svo það ætti hugsanlega að geta staðið af sér þær sektir sem bíða þess. Allt stefndi í hagnað reksturs hjá Kobe Steel Ltd á þessu ári, en svindlið mun vafalaust breyta þar miklu um. Kobe Steel Ltd hefur selt um 500 fyrirtækjum stál sem hefur fengið ranga gæðavottun á þessum a.m.k. 10 árum og hjá öllum þessum fyrirtækjum eru miklar áhyggjur af gæðum þeirrar vöru sem það hefur smíðað úr þessu stáli frá Kobe. Kobe Steel Ltd framleiðir ekki bara stál, heldur einnig ál og kopar og samskonar uppdiktaðar svindlvottanir eiga við í tilfelli áls og kopar frá fyrirtækinu. Því hefur verið gert að koma fram með öll þau gögn er varða þetta langtíma svindl innan eins mánaðar. Kobe Steel Ltd býður bæði sekt frá japönskum yfirvöldum, en einnig kærur frá flestum þessara 500 kaupenda og það gæti orðið Kobe ansi dýrt að standa straum af þeim öllum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent