„Þetta er að sjálfsögðu gríðarlegur heiður“ Benedikt Bóas skrifar 3. nóvember 2017 12:00 Jökull fagnaði platínusölunni ásamt Eið Smára og Sveppa meðal annars. Hljómsveitin Kaleo hefur nú náð árangri sem aðeins örfáir Íslendingar hafa náð áður og það er að ná platínusölu í Bandaríkjunum, á smáskífunni Way Down We Go. Aðeins Björk og Of Monsters and Men hafa afrekað það áður. „Þetta er að sjálfsögðu gríðarlegur heiður. Það er alltaf sérstakt að fá platínuplötu en ég get alveg viðurkennt að það er extra sérstakt í Bandaríkjunum enda erum við búsettir þar og höfum verið mest í Ameríku síðustu þrjú ár eða svo,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo.Það er óhætt að segja að íslenska hljómsveitin Kaleo sé búin að meika það í Ameríku.Sveitin er á tónleikaferðalagi um þessar mundir og spilar allt að þrjú hundruð daga á ári á tónleikum. Það var aldeilis ástæða fyrir Kaleo að fagna á uppseldum tónleikum sínum í New York 21. október sl. nánar tiltekið í Hammerstein Ballroom. Þá var þeim veitt platínuplatan en það þýðir að milljón eintök hafi verið seld af smáskífunni. Lag þeirra Way Down We Go fór á síðasta ári í fyrsta sæti Billboard-listans í Bandaríkjunum í flokki „alternative“ tónlistar. Kaleo hefur undanfarið spilað í Evrópu, Ameríku og Asíu. Í haust hefst svo Kaleo Express túrinn hjá þeim og tónleikadagskráin verður áfram ansi þétt. Frá Mosó til Ameríku Vegferðin hófst í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Jökull hefur samið lög frá unga aldri og er sjálflærður á gítar. Davíð Antonsson er trommari og Daníel Ægir Kristjánsson bassaleikari. Seinna bættist í hópinn gítarleikarinn Rubin Pollock. Fyrsta lagið sem náði vinsældum er landsmönnum líklega greypt í minni, Vor í Vaglaskógi, sem þeir fluttu í nýrri og blúsaðri útgáfu. Eftir vinsældir fyrstu smáskífunnar, All the Pretty Girls, gerðu þeir svo plötusamning við Atlantic Records og Warner/Chapell sem fól meðal annars í sér að tónlist þeirra er notuð í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þeir fluttu til Bandaríkjanna í kjölfarið og gera út frá Nashville. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við Way Down We Go en horft hefur verið á það ríflega 80 milljón sinnum á YouTube. Kaleo Menning Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hljómsveitin Kaleo hefur nú náð árangri sem aðeins örfáir Íslendingar hafa náð áður og það er að ná platínusölu í Bandaríkjunum, á smáskífunni Way Down We Go. Aðeins Björk og Of Monsters and Men hafa afrekað það áður. „Þetta er að sjálfsögðu gríðarlegur heiður. Það er alltaf sérstakt að fá platínuplötu en ég get alveg viðurkennt að það er extra sérstakt í Bandaríkjunum enda erum við búsettir þar og höfum verið mest í Ameríku síðustu þrjú ár eða svo,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari Kaleo.Það er óhætt að segja að íslenska hljómsveitin Kaleo sé búin að meika það í Ameríku.Sveitin er á tónleikaferðalagi um þessar mundir og spilar allt að þrjú hundruð daga á ári á tónleikum. Það var aldeilis ástæða fyrir Kaleo að fagna á uppseldum tónleikum sínum í New York 21. október sl. nánar tiltekið í Hammerstein Ballroom. Þá var þeim veitt platínuplatan en það þýðir að milljón eintök hafi verið seld af smáskífunni. Lag þeirra Way Down We Go fór á síðasta ári í fyrsta sæti Billboard-listans í Bandaríkjunum í flokki „alternative“ tónlistar. Kaleo hefur undanfarið spilað í Evrópu, Ameríku og Asíu. Í haust hefst svo Kaleo Express túrinn hjá þeim og tónleikadagskráin verður áfram ansi þétt. Frá Mosó til Ameríku Vegferðin hófst í Varmárskóla í Mosfellsbæ. Jökull hefur samið lög frá unga aldri og er sjálflærður á gítar. Davíð Antonsson er trommari og Daníel Ægir Kristjánsson bassaleikari. Seinna bættist í hópinn gítarleikarinn Rubin Pollock. Fyrsta lagið sem náði vinsældum er landsmönnum líklega greypt í minni, Vor í Vaglaskógi, sem þeir fluttu í nýrri og blúsaðri útgáfu. Eftir vinsældir fyrstu smáskífunnar, All the Pretty Girls, gerðu þeir svo plötusamning við Atlantic Records og Warner/Chapell sem fól meðal annars í sér að tónlist þeirra er notuð í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum. Þeir fluttu til Bandaríkjanna í kjölfarið og gera út frá Nashville. Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við Way Down We Go en horft hefur verið á það ríflega 80 milljón sinnum á YouTube.
Kaleo Menning Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið