Þvert á línuna Þorbjörn Þórðarson skrifar 14. nóvember 2017 07:00 Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hefði mjög breiða skírskotun í þjóðfélaginu enda yrði hún mynduð þvert á hið pólitíska landslag. Hún yrði líkleg til að skapa sátt í þjóðfélaginu og tryggja stöðugt stjórnarfar í ljósi þeirra óvenjulegu tíma sem eru uppi í íslenskum stjórnmálum. Flokkarnir þrír hefja stjórnarmyndarviðræður með gott veganesti enda eru þeir sammála um mikilvægustu málin. Þar má nefna fjárfestingu í innviðum eins og heilbrigðiskerfi, skólum og uppbyggingu vegakerfisins. Hér má líka nefna mikilvægi þess að skapa sátt á vinnumarkaði og hver aðkoma ríkisins eigi að vera í komandi kjaraviðræðum. Þá er enginn ágreiningur um forgangsröðun í ríkisfjármálum þótt efla þurfi innviðafjárfestingu. Formenn þessara flokka skynja allir mikilvægi þess að halda áfram að greiða niður skuldir með það fyrir augum að lækka vaxtabyrði ríkisins. Þá er líklegt að flokkarnir verði samstíga um endurskoðun peningastefnunnar enda er miklu meiri hugmyndafræðilegur samhljómur á milli þeirra í peningamálum en fráfarandi ríkisstjórnar. Katrín Jakobsdóttir hefur á síðustu árum talað af þekkingu um ríkisfjármál og hagstjórn. Það fer ekki fram hjá neinum sem hlýðir á málflutning hennar að þar talar reynslumikill alþingismaður með þekkingu á efnahagsmálum. Í þessu sambandi má rifja upp að hún birti árið 2014 ítarlega bókagagnrýni um Capital in the Twenty-First Century, eitt umtalaðasta hagfræðirit sem komið hefur út í heiminum á undanförnum áratug. Katrín veit að hún þarf á einhverjum tímapunkti að hrökkva eða stökkva. Ætlar hún að vera í stjórnarandstöðu allt sitt pólitíska líf? Eða þorir hún að axla ábyrgð og taka óvinsælar ákvarðanir? Stjórnmálamenn sem þora ekki að taka erfiðar ákvarðanir og þora ekki í samstarf með flokkum sem þeir eru á öndverðum meiði við í pólitík komast seint til áhrifa. Hart er sótt að Katrínu úr röðum grasrótar Vinstri grænna vegna tíðinda gærdagsins. Þeir flokksmenn VG sem æsa sig mest ættu að spyrja sig hvers vegna þeir taka þátt í pólitík. Taka þeir þátt til þess að standa á hliðarlínunni og gagnrýna eða vilja þeir hafa áhrif og vera hreyfiafl breytinga? Katrín kemur til með að leiða þessa ríkisstjórn verði hún að veruleika. Hvernig er hægt að komast að þeirri niðurstöðu fyrirfram að stefna VG verði undir? Hefur grasrót VG ekki meiri trú á formanni sínum en þetta? Það sem Katrín Jakobsdóttir sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær gæti verið vísbending um hvers konar málflutnings er að vænta frá henni sem forsætisráðherra: „Núna erum við búin að kjósa tvö ár í röð og ég tel að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálunum kalli á að við hugsum út fyrir rammann og jafnvel skoðum samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við okkur (…) og við setjum þá hagsmuni lands og þjóðar ofar okkar eigin flokkshagsmunum,“ sagði Katrín. Þetta er málflutningur stjórnmálamanns sem getur sameinað þjóðina og blásið henni kjarki í brjóst.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun
Ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna hefði mjög breiða skírskotun í þjóðfélaginu enda yrði hún mynduð þvert á hið pólitíska landslag. Hún yrði líkleg til að skapa sátt í þjóðfélaginu og tryggja stöðugt stjórnarfar í ljósi þeirra óvenjulegu tíma sem eru uppi í íslenskum stjórnmálum. Flokkarnir þrír hefja stjórnarmyndarviðræður með gott veganesti enda eru þeir sammála um mikilvægustu málin. Þar má nefna fjárfestingu í innviðum eins og heilbrigðiskerfi, skólum og uppbyggingu vegakerfisins. Hér má líka nefna mikilvægi þess að skapa sátt á vinnumarkaði og hver aðkoma ríkisins eigi að vera í komandi kjaraviðræðum. Þá er enginn ágreiningur um forgangsröðun í ríkisfjármálum þótt efla þurfi innviðafjárfestingu. Formenn þessara flokka skynja allir mikilvægi þess að halda áfram að greiða niður skuldir með það fyrir augum að lækka vaxtabyrði ríkisins. Þá er líklegt að flokkarnir verði samstíga um endurskoðun peningastefnunnar enda er miklu meiri hugmyndafræðilegur samhljómur á milli þeirra í peningamálum en fráfarandi ríkisstjórnar. Katrín Jakobsdóttir hefur á síðustu árum talað af þekkingu um ríkisfjármál og hagstjórn. Það fer ekki fram hjá neinum sem hlýðir á málflutning hennar að þar talar reynslumikill alþingismaður með þekkingu á efnahagsmálum. Í þessu sambandi má rifja upp að hún birti árið 2014 ítarlega bókagagnrýni um Capital in the Twenty-First Century, eitt umtalaðasta hagfræðirit sem komið hefur út í heiminum á undanförnum áratug. Katrín veit að hún þarf á einhverjum tímapunkti að hrökkva eða stökkva. Ætlar hún að vera í stjórnarandstöðu allt sitt pólitíska líf? Eða þorir hún að axla ábyrgð og taka óvinsælar ákvarðanir? Stjórnmálamenn sem þora ekki að taka erfiðar ákvarðanir og þora ekki í samstarf með flokkum sem þeir eru á öndverðum meiði við í pólitík komast seint til áhrifa. Hart er sótt að Katrínu úr röðum grasrótar Vinstri grænna vegna tíðinda gærdagsins. Þeir flokksmenn VG sem æsa sig mest ættu að spyrja sig hvers vegna þeir taka þátt í pólitík. Taka þeir þátt til þess að standa á hliðarlínunni og gagnrýna eða vilja þeir hafa áhrif og vera hreyfiafl breytinga? Katrín kemur til með að leiða þessa ríkisstjórn verði hún að veruleika. Hvernig er hægt að komast að þeirri niðurstöðu fyrirfram að stefna VG verði undir? Hefur grasrót VG ekki meiri trú á formanni sínum en þetta? Það sem Katrín Jakobsdóttir sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær gæti verið vísbending um hvers konar málflutnings er að vænta frá henni sem forsætisráðherra: „Núna erum við búin að kjósa tvö ár í röð og ég tel að þær aðstæður sem eru uppi í stjórnmálunum kalli á að við hugsum út fyrir rammann og jafnvel skoðum samstarf við flokka sem sögulega séð eru algjörlega á öndverðum meiði við okkur (…) og við setjum þá hagsmuni lands og þjóðar ofar okkar eigin flokkshagsmunum,“ sagði Katrín. Þetta er málflutningur stjórnmálamanns sem getur sameinað þjóðina og blásið henni kjarki í brjóst.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun