Ágætisarnaldur Brynhildur Björnsdóttir skrifar 11. nóvember 2017 12:00 Bækur Myrkrið veit Arnaldur Indriðason Vaka Helgafell 283 bls Kápa: Halla Sigga Prentuð í Odda Það er hreinn óþarfi að ræða Arnald Indriðason, velgengni hans sem rithöfundar bæði hérlendis og um allan heim, áhrif hans á bókmenntasögu Íslands þar sem bækur hans ruddu íslensku glæpasögunni leið til vegs og virðingar og öllum höfundum sem komu í kjölfarið og hafa síðan slegið í gegn um allan heim. Mýrin var sprengja inn í íslenskan bókmenntaveruleika og Grafarþögn tókst að vera ekki síður áhrifamikil og þannig tryggði endurtekningin að eitthvað var orðið til. Núna er nóg að segja: Ertu búin að lesa Arnald? Og allir vita hvað við er átt. Myrkrið veit er tuttugasta og fyrsta bók Arnaldar á um það bil jafnmörgum árum og hér er nýr lögreglumaður á ferð, Konráð, sem er kominn hátt á áttræðisaldur og hættur í löggunni. Þegar þrjátíu ára gamalt sakamál skýtur upp kollinum í formi líks sem finnst heillegt enda frosið í Langjökli er hann kallaður til starfa að nýju, reyndar ekki af lögreglunni heldur ættingja ungs manns sem lést í bílslysi. Konráð kannar málið, fylgir vísbendingum, leitar lausna og finnur að lokum eins og sannri glæpasagnahetju sæmir þó lausnin skilji kannski eftir sig óbragð í munni. Arnaldur gerir aukapersónum sögunnar hátt undir höfði eins og endranær, allar fá þær nafn, starfsvettvang, bakgrunn og persónueinkenni, jafnvel kæki. Þrátt fyrir þetta er erfitt að henda reiður á þeim öllum og stundum er eins og lesandinn sé að horfa á þátt af Bílastæðavörðunum: vissu Linda og Eygló af samskiptum Friðgeirs og Helenar? Hver átti peningana sem Bárður og Gunni fundu í bílnum? (nöfn og persónur uppdiktaðar til að spilla ekki lestrargleði neins). Löggan Konráð er kominn á eftirlaun og í sjálfu sér er skemmtilegast að lesa um hans lífshlaup sem er rakið meðfram sakamálunum tveimur. Það er þó ekkert sérstaklega rishátt eða fjölbreytilegt en lýsingarnar á því hvernig allar vörður í tímans nið hafa horfið og engu máli skiptir hvort er laugardagur þegar ekkert ytra áreiti rammar tímann inn eru vel skrifaðar af næmni. Lýsingarnar á Reykjavík sem var, eru líka skemmtilegar eins og endranær hjá Arnaldi, hvort sem um ræðir Skuggahverfið á sjötta áratugnum eða Öskjuhlíðina í upphafi þess níunda. Glæpurinn sjálfur, fórnarlömb og fremjendur eru hinsvegar ekkert sérstaklega grípandi en það gerir ekkert til, því eins og títt er í bókum Arnaldar er persónuleiki rannsakandans í forgrunni frekar en þess sem er rannsakaður og í þessu tilfelli er hvorki samúð né beint áhugi á fórnarlömbunum eða örlögum þeirra fyrir hendi. Í stuttu máli má segja að þetta sé frekar dæmigerður Arnaldur. Þeir sem lesa bækur hans af því sjálfsmynd þeirra byggir að einhverju leyti á því að þeir vita að þeim finnst þær skemmtilegar eiga eftir að njóta þessarar bókar. Við hin, sem fengum einhverskonar hugljómun yfir Dauðarósum, Mýrinni og Grafarþögn og langar í svoleiðis upplifun aftur, finnum hana ekki hér. Sem dregur ekkert úr því að hér er ágætisarnaldur á ferð. Niðurstaða: Frekar hefðbundin en ágæt glæpasaga sem sver sig í höfundarverkið án þess að valda straumhvörfum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. nóvember. Bókmenntir Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur Myrkrið veit Arnaldur Indriðason Vaka Helgafell 283 bls Kápa: Halla Sigga Prentuð í Odda Það er hreinn óþarfi að ræða Arnald Indriðason, velgengni hans sem rithöfundar bæði hérlendis og um allan heim, áhrif hans á bókmenntasögu Íslands þar sem bækur hans ruddu íslensku glæpasögunni leið til vegs og virðingar og öllum höfundum sem komu í kjölfarið og hafa síðan slegið í gegn um allan heim. Mýrin var sprengja inn í íslenskan bókmenntaveruleika og Grafarþögn tókst að vera ekki síður áhrifamikil og þannig tryggði endurtekningin að eitthvað var orðið til. Núna er nóg að segja: Ertu búin að lesa Arnald? Og allir vita hvað við er átt. Myrkrið veit er tuttugasta og fyrsta bók Arnaldar á um það bil jafnmörgum árum og hér er nýr lögreglumaður á ferð, Konráð, sem er kominn hátt á áttræðisaldur og hættur í löggunni. Þegar þrjátíu ára gamalt sakamál skýtur upp kollinum í formi líks sem finnst heillegt enda frosið í Langjökli er hann kallaður til starfa að nýju, reyndar ekki af lögreglunni heldur ættingja ungs manns sem lést í bílslysi. Konráð kannar málið, fylgir vísbendingum, leitar lausna og finnur að lokum eins og sannri glæpasagnahetju sæmir þó lausnin skilji kannski eftir sig óbragð í munni. Arnaldur gerir aukapersónum sögunnar hátt undir höfði eins og endranær, allar fá þær nafn, starfsvettvang, bakgrunn og persónueinkenni, jafnvel kæki. Þrátt fyrir þetta er erfitt að henda reiður á þeim öllum og stundum er eins og lesandinn sé að horfa á þátt af Bílastæðavörðunum: vissu Linda og Eygló af samskiptum Friðgeirs og Helenar? Hver átti peningana sem Bárður og Gunni fundu í bílnum? (nöfn og persónur uppdiktaðar til að spilla ekki lestrargleði neins). Löggan Konráð er kominn á eftirlaun og í sjálfu sér er skemmtilegast að lesa um hans lífshlaup sem er rakið meðfram sakamálunum tveimur. Það er þó ekkert sérstaklega rishátt eða fjölbreytilegt en lýsingarnar á því hvernig allar vörður í tímans nið hafa horfið og engu máli skiptir hvort er laugardagur þegar ekkert ytra áreiti rammar tímann inn eru vel skrifaðar af næmni. Lýsingarnar á Reykjavík sem var, eru líka skemmtilegar eins og endranær hjá Arnaldi, hvort sem um ræðir Skuggahverfið á sjötta áratugnum eða Öskjuhlíðina í upphafi þess níunda. Glæpurinn sjálfur, fórnarlömb og fremjendur eru hinsvegar ekkert sérstaklega grípandi en það gerir ekkert til, því eins og títt er í bókum Arnaldar er persónuleiki rannsakandans í forgrunni frekar en þess sem er rannsakaður og í þessu tilfelli er hvorki samúð né beint áhugi á fórnarlömbunum eða örlögum þeirra fyrir hendi. Í stuttu máli má segja að þetta sé frekar dæmigerður Arnaldur. Þeir sem lesa bækur hans af því sjálfsmynd þeirra byggir að einhverju leyti á því að þeir vita að þeim finnst þær skemmtilegar eiga eftir að njóta þessarar bókar. Við hin, sem fengum einhverskonar hugljómun yfir Dauðarósum, Mýrinni og Grafarþögn og langar í svoleiðis upplifun aftur, finnum hana ekki hér. Sem dregur ekkert úr því að hér er ágætisarnaldur á ferð. Niðurstaða: Frekar hefðbundin en ágæt glæpasaga sem sver sig í höfundarverkið án þess að valda straumhvörfum.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 11. nóvember.
Bókmenntir Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið