Um konur: hina ófullkomnu menn Ragnhildur Helga Hannesdóttir skrifar 28. nóvember 2017 07:00 Aristóteles sagði eitt sinn að konur væru karlar sem ekki hefðu náð nægum þroska í móðurkviði. Það ástand að vera kona væri einskonar fæðingargalli - náttúrulegur fæðingargalli sem henti um helming mannkyns. Konur væru sem sagt, í grunninn, ófullskapaðir menn. Stundum virðist sem þessi hugsunarháttur Aristótelesar lifi enn góðu lífi. Aðspurður hvert leyndarmál hans við að skrifa sannfærandi kvenkaraktera væri, svaraði George R. R. Martin (rithöfundur hinna frægu Game of Thrones bóka): „Ég hef alltaf litið á konur sem manneskjur“. Þessa hugsun er þó ekki að finna hjá öllum. Það eitt og sér að það veki athygli að George skrifi trúverðuga kvenkaraktera gefur okkur vísbendingu um hvert normið er. Enn sterkari skilaboð eru þó niðurstöður Bechdel prófsins svokallaða í kvikmyndum. Til þess að standast Bechdel prófið verða að vera 1) tveir kvenkarakterar sem eru 2) nafngreindir og 3) tala saman um eitthvað annað en karlmann. Maður myndi halda að þessum skilyrðum væri ekki erfitt að mæta. Ekki miðað það við að konur eru einfaldlega jafn margslungnar manneskjur og hinn helmingur mannkyns, sem er eilítið líffræðilega frábrugðinn þeim. Raunin er sú að aðeins rétt rúmur helmingur kvikmynda stenst prófið. Það að tæpur helmingur kvikmynda fellur á þessu prófi segir okkur að í nærri helmingi mynda komi ekki kvenkarakter við sögu sem fær að vera fullsköpuð persóna. Of oft í sögum birtast konur okkur sem einhverskonar hlutir eða tól sem styðja við markmið og ævintýri annars karakters sem er karlkyns. Þær eru þannig karakterar í styðjandi hlutverki sem hafa ekki sínar eigin langanir eða þrár. Þetta mynstur einskorðast þó ekki við bíómyndir og bókmenntir. Þegar skoðaðar eru birtingarmyndir kynbundins ofbeldis sjáum við því miður kunnugleg stef. Þegar konur og stúlkur eru, eins og við sjáum út um allan heim, neyddar í hjónaband eða þær seldar mansali er farið með þær sem nytjahlut. Þeirra eigin langanir, markmið og upplifanir eru hunsaðar og þær verða aukaleikarar í eigin lífi, til stuðnings við aðra aðila sem vilja eigna sér þær eða græða á þeim. Það sama á sér stað þegar konur taka til allskonar varúðarráðstafana til þess að verða ekki fyrir ofbeldi. Þessi hegðun er samfélagslega samþykkt þótt fæstir viðurkenni það: öllum konum hefur verið kennt að passa hvernig þær klæða sig, passa upp á drykkinn sinn á skemmtistöðum, vara sig á því hvar þær labba og hvenær, vara sig á því við hvern þær tala og hvernig (ekki vera of vingjarnlegar ef þið meinið ‘ekkert’ með því). Þetta hefur öllum konum verið kennt hvort sem það hefur verið skýrt orðað heima fyrir eða þá gert í gegnum félagslegar skilyrðingar seinna meir á lífsleiðinni. Við það að kenna konum það hátterni að bera ábyrgð á því hvort einhver beiti þær ofbeldi eða ekki eru þær settar í aukaleikarastöðu. Þeirra langanir og markmið eru ekki í forgrunni heldur skilyrðast af löngunum og vilja annarra sem líta á þær sem tæplega menn. Þær fá ekki að vera aðalsöguhetjur samfélagsins. Er þetta hugsunarháttur sem við samþykkjum að sé við lýði í samfélaginu okkar í dag? Ef ekki verðum við að vinna gegn honum með því að leyfa konum, skálduðum og raunverulegum, að vera jafnfullskapaðir menn og karlkyns menn. Höfundur er starfsnemi hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Sjá meira
Aristóteles sagði eitt sinn að konur væru karlar sem ekki hefðu náð nægum þroska í móðurkviði. Það ástand að vera kona væri einskonar fæðingargalli - náttúrulegur fæðingargalli sem henti um helming mannkyns. Konur væru sem sagt, í grunninn, ófullskapaðir menn. Stundum virðist sem þessi hugsunarháttur Aristótelesar lifi enn góðu lífi. Aðspurður hvert leyndarmál hans við að skrifa sannfærandi kvenkaraktera væri, svaraði George R. R. Martin (rithöfundur hinna frægu Game of Thrones bóka): „Ég hef alltaf litið á konur sem manneskjur“. Þessa hugsun er þó ekki að finna hjá öllum. Það eitt og sér að það veki athygli að George skrifi trúverðuga kvenkaraktera gefur okkur vísbendingu um hvert normið er. Enn sterkari skilaboð eru þó niðurstöður Bechdel prófsins svokallaða í kvikmyndum. Til þess að standast Bechdel prófið verða að vera 1) tveir kvenkarakterar sem eru 2) nafngreindir og 3) tala saman um eitthvað annað en karlmann. Maður myndi halda að þessum skilyrðum væri ekki erfitt að mæta. Ekki miðað það við að konur eru einfaldlega jafn margslungnar manneskjur og hinn helmingur mannkyns, sem er eilítið líffræðilega frábrugðinn þeim. Raunin er sú að aðeins rétt rúmur helmingur kvikmynda stenst prófið. Það að tæpur helmingur kvikmynda fellur á þessu prófi segir okkur að í nærri helmingi mynda komi ekki kvenkarakter við sögu sem fær að vera fullsköpuð persóna. Of oft í sögum birtast konur okkur sem einhverskonar hlutir eða tól sem styðja við markmið og ævintýri annars karakters sem er karlkyns. Þær eru þannig karakterar í styðjandi hlutverki sem hafa ekki sínar eigin langanir eða þrár. Þetta mynstur einskorðast þó ekki við bíómyndir og bókmenntir. Þegar skoðaðar eru birtingarmyndir kynbundins ofbeldis sjáum við því miður kunnugleg stef. Þegar konur og stúlkur eru, eins og við sjáum út um allan heim, neyddar í hjónaband eða þær seldar mansali er farið með þær sem nytjahlut. Þeirra eigin langanir, markmið og upplifanir eru hunsaðar og þær verða aukaleikarar í eigin lífi, til stuðnings við aðra aðila sem vilja eigna sér þær eða græða á þeim. Það sama á sér stað þegar konur taka til allskonar varúðarráðstafana til þess að verða ekki fyrir ofbeldi. Þessi hegðun er samfélagslega samþykkt þótt fæstir viðurkenni það: öllum konum hefur verið kennt að passa hvernig þær klæða sig, passa upp á drykkinn sinn á skemmtistöðum, vara sig á því hvar þær labba og hvenær, vara sig á því við hvern þær tala og hvernig (ekki vera of vingjarnlegar ef þið meinið ‘ekkert’ með því). Þetta hefur öllum konum verið kennt hvort sem það hefur verið skýrt orðað heima fyrir eða þá gert í gegnum félagslegar skilyrðingar seinna meir á lífsleiðinni. Við það að kenna konum það hátterni að bera ábyrgð á því hvort einhver beiti þær ofbeldi eða ekki eru þær settar í aukaleikarastöðu. Þeirra langanir og markmið eru ekki í forgrunni heldur skilyrðast af löngunum og vilja annarra sem líta á þær sem tæplega menn. Þær fá ekki að vera aðalsöguhetjur samfélagsins. Er þetta hugsunarháttur sem við samþykkjum að sé við lýði í samfélaginu okkar í dag? Ef ekki verðum við að vinna gegn honum með því að leyfa konum, skálduðum og raunverulegum, að vera jafnfullskapaðir menn og karlkyns menn. Höfundur er starfsnemi hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun