Katrín Tanja: Ég vil ekki vera fullkomin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 09:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Mynd/Instagram/katrintanja Íslenska crossfit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir segir frá því hvernig þessi mikla afrekskona hugsar hlutina í viðtali á heimasíðu Reebook. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í crossfit tvisvar sinnum, 2015 og 2016, en missti titilinn í ágúst síðastliðnum þar sem hún endaði í fimmta sæti. Litlu munaði þó á efstu konum. Blaðamaðurinn skrifar um það í inngangi sínum að viðtalinu að ef einhver gæti talað um sjálfa sig sem næstum því fullkomna íþróttakonu þá væri það Katrín Tanja Davíðsdóttir enda hraustasta kona heims í tvígang. Katrín Tanja sjálf tók þó ekki undir það. Katrín Tanja vill nefnilega ekki vera fullkomin. Ástæðan? Jú þá er ekkert pláss eða tækifæri til að gera enn betur í framtíðinni. Hennar markmið snúast því ekki um fullkomnun heldur um að gera betur í dag en í gær.PERFECT doesn’t leave room for improvement pic.twitter.com/u4KrAoYbSe — Katrín Davíðsdóttir (@katrintanja) November 4, 2017 „Þegar þú ert stanslaust að elta eitthvað sem er ekki hluti af veruleikanum þá verður þú alltaf vonsvikinn og aldrei ánægður. Ég tel ef að við hugsum inná við og gerum alltaf okkar besta þá skilar það okkur því að við erum bæði ánægðari og náum betri árangri,“ sagði Katrín Tanja í viðtalinu. „Ég reyni alltaf að gera mitt besta og leggja mig fram sama hver úrslitin eða niðurstaðan verður. Ég get þá verið ánægð með það sem ég gerði og hversu mikið ég lagði á mig,“ sagði Katrín Tanja. „Það kemur mjög mikið sjálfstraust með því að bæta sinn árangur. Þá ertu að sanna fyrir sjálfum þér að þú ert að gera hluti sem þú hélst að þú gætir ekki,“ sagði Katrín Tanja. „Íþróttirnar geta kennt þér svo mikið um sjálfan þig og um leið um lífið sjálft,“ sagði Katrín Tanja. „Íþróttaþjálfun kennir þér að leggja mikið á þig og að halda áfram þegar þú lendir í mótlæti. Hlutirnir eru ekki alltaf auðveldir og þeir falla ekki alltaf með þér. Við slíkar aðstæður liggur þú alltaf vel við höggi en um leið er þar tækifæri fyrir þig að koma sterkari og betri til baka,“ sagði Katrín Tanja. Það má finna viðtalið við hana á heimasíðu Reebook eða hér fyrir neðan.“Every day I walk into the gym aspiring to become better, fitter, stronger, healthier & happier.”- @katrintanja https://t.co/RQpNRopv0v — Reebok Women (@ReebokWomen) November 1, 2017 CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Sjá meira
Íslenska crossfit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir segir frá því hvernig þessi mikla afrekskona hugsar hlutina í viðtali á heimasíðu Reebook. Katrín Tanja hefur unnið heimsleikana í crossfit tvisvar sinnum, 2015 og 2016, en missti titilinn í ágúst síðastliðnum þar sem hún endaði í fimmta sæti. Litlu munaði þó á efstu konum. Blaðamaðurinn skrifar um það í inngangi sínum að viðtalinu að ef einhver gæti talað um sjálfa sig sem næstum því fullkomna íþróttakonu þá væri það Katrín Tanja Davíðsdóttir enda hraustasta kona heims í tvígang. Katrín Tanja sjálf tók þó ekki undir það. Katrín Tanja vill nefnilega ekki vera fullkomin. Ástæðan? Jú þá er ekkert pláss eða tækifæri til að gera enn betur í framtíðinni. Hennar markmið snúast því ekki um fullkomnun heldur um að gera betur í dag en í gær.PERFECT doesn’t leave room for improvement pic.twitter.com/u4KrAoYbSe — Katrín Davíðsdóttir (@katrintanja) November 4, 2017 „Þegar þú ert stanslaust að elta eitthvað sem er ekki hluti af veruleikanum þá verður þú alltaf vonsvikinn og aldrei ánægður. Ég tel ef að við hugsum inná við og gerum alltaf okkar besta þá skilar það okkur því að við erum bæði ánægðari og náum betri árangri,“ sagði Katrín Tanja í viðtalinu. „Ég reyni alltaf að gera mitt besta og leggja mig fram sama hver úrslitin eða niðurstaðan verður. Ég get þá verið ánægð með það sem ég gerði og hversu mikið ég lagði á mig,“ sagði Katrín Tanja. „Það kemur mjög mikið sjálfstraust með því að bæta sinn árangur. Þá ertu að sanna fyrir sjálfum þér að þú ert að gera hluti sem þú hélst að þú gætir ekki,“ sagði Katrín Tanja. „Íþróttirnar geta kennt þér svo mikið um sjálfan þig og um leið um lífið sjálft,“ sagði Katrín Tanja. „Íþróttaþjálfun kennir þér að leggja mikið á þig og að halda áfram þegar þú lendir í mótlæti. Hlutirnir eru ekki alltaf auðveldir og þeir falla ekki alltaf með þér. Við slíkar aðstæður liggur þú alltaf vel við höggi en um leið er þar tækifæri fyrir þig að koma sterkari og betri til baka,“ sagði Katrín Tanja. Það má finna viðtalið við hana á heimasíðu Reebook eða hér fyrir neðan.“Every day I walk into the gym aspiring to become better, fitter, stronger, healthier & happier.”- @katrintanja https://t.co/RQpNRopv0v — Reebok Women (@ReebokWomen) November 1, 2017
CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Sjá meira