Góð fyrirheit Sigurður Hannesson skrifar 1. desember 2017 07:00 Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar lofar góðu. Áherslu á uppbyggingu innviða, nýsköpun og menntun er sérstaklega fagnað enda er þar fjárfest til framtíðar og samfélagið búið undir breytingar samhliða fjórðu iðnbyltingunni. Hugvit verður drifkraftur framfara á 21. öldinni og í því ljósi er jákvætt að sjá áherslu nýrrar ríkisstjórnar á nýsköpun. Nýsköpun er án landamæra og því verður starfsumhverfi hér á landi að vera samkeppnishæft við það sem gengur og gerist erlendis. Skilyrði fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki þurfa að vera framúrskarandi en við hljótum líka að stefna að því að þegar þau fyrirtæki vaxa og dafna þá sé ákjósanlegt fyrir þau að byggja upp frekari starfsemi hér á landi. Því er sérstaklega fagnað að afnema eigi þök á endurgreiðslu kostnaðar vegna rannsókna og þróunar og vonandi kemur það til framkvæmda strax á nýju ári. Sköpunargáfan sem byggir á hugviti verður eftirsóknarverður eiginleiki í framtíðinni og við Íslendingar viljum vera þekktir fyrir að geta breytt hugviti í verðmæti. Innviðir landsins verða styrktir og uppbyggingu í samgöngum hraðað. Þess má vænta að samgönguáætlun og ríkisfjármálaáætlun verði uppfærðar til samræmis við þessar áherslur. Vel færi þó á því að gerð yrði innviðaáætlun þar sem kæmi fram heildstæð stefna um uppbyggingu innviða. Við lifum í heimi örra breytinga. Með fjórðu iðnbyltingunni verða til ný störf sem krefjast umfram annað hæfni í auknum mæli, það er, að geta dregið ályktanir og leyst verkefni. Þess vegna þarf umbætur í menntakerfinu að sama skapi og fjármagn. Aukna áherslu þarf á tækni- og raungreinamenntun. Þá skal minnt á það að þrátt fyrir tæknibreytingar verður alltaf þörf fyrir iðnmenntað starfsfólk. Boðaðri lækkun tryggingagjalds er fagnað en þó er minnt á að þegar hefur verið lofað 1% lækkun sem ekki var staðið við. Heilt yfir ber að fagna þeirri áherslu sem sett er á samkeppnishæfni því það getur ráðið úrslitum um vöxt og viðgang efnahagslífsins. Það er tilhlökkunarefni að sjá það sem fram kemur í sáttmálanum verða að veruleika og við erum reiðubúin í þau uppbyggilegu samskipti sem ný ríkisstjórn boðar.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar lofar góðu. Áherslu á uppbyggingu innviða, nýsköpun og menntun er sérstaklega fagnað enda er þar fjárfest til framtíðar og samfélagið búið undir breytingar samhliða fjórðu iðnbyltingunni. Hugvit verður drifkraftur framfara á 21. öldinni og í því ljósi er jákvætt að sjá áherslu nýrrar ríkisstjórnar á nýsköpun. Nýsköpun er án landamæra og því verður starfsumhverfi hér á landi að vera samkeppnishæft við það sem gengur og gerist erlendis. Skilyrði fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki þurfa að vera framúrskarandi en við hljótum líka að stefna að því að þegar þau fyrirtæki vaxa og dafna þá sé ákjósanlegt fyrir þau að byggja upp frekari starfsemi hér á landi. Því er sérstaklega fagnað að afnema eigi þök á endurgreiðslu kostnaðar vegna rannsókna og þróunar og vonandi kemur það til framkvæmda strax á nýju ári. Sköpunargáfan sem byggir á hugviti verður eftirsóknarverður eiginleiki í framtíðinni og við Íslendingar viljum vera þekktir fyrir að geta breytt hugviti í verðmæti. Innviðir landsins verða styrktir og uppbyggingu í samgöngum hraðað. Þess má vænta að samgönguáætlun og ríkisfjármálaáætlun verði uppfærðar til samræmis við þessar áherslur. Vel færi þó á því að gerð yrði innviðaáætlun þar sem kæmi fram heildstæð stefna um uppbyggingu innviða. Við lifum í heimi örra breytinga. Með fjórðu iðnbyltingunni verða til ný störf sem krefjast umfram annað hæfni í auknum mæli, það er, að geta dregið ályktanir og leyst verkefni. Þess vegna þarf umbætur í menntakerfinu að sama skapi og fjármagn. Aukna áherslu þarf á tækni- og raungreinamenntun. Þá skal minnt á það að þrátt fyrir tæknibreytingar verður alltaf þörf fyrir iðnmenntað starfsfólk. Boðaðri lækkun tryggingagjalds er fagnað en þó er minnt á að þegar hefur verið lofað 1% lækkun sem ekki var staðið við. Heilt yfir ber að fagna þeirri áherslu sem sett er á samkeppnishæfni því það getur ráðið úrslitum um vöxt og viðgang efnahagslífsins. Það er tilhlökkunarefni að sjá það sem fram kemur í sáttmálanum verða að veruleika og við erum reiðubúin í þau uppbyggilegu samskipti sem ný ríkisstjórn boðar.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun