Óttast brottrekstur Mueller í kjölfar árása Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2017 13:15 Donald Trump og Robert Mueller. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki vera að íhuga að víkja Robert Mueller úr starfi sérstaks saksóknara, þrátt fyrir að forsetinn og stuðningsmenn hans hafa gagnrýnt svokallaða Rússarannsókn Mueller harðlega að undanförnu. Demókratar óttast að umræðan og árásirnar séu liður í áætlun forsetans að reka Mueller. Á meðan leiðtogar Repúblikana lýsa yfir stuðningi við Mueller og störf hans eru þingmenn og aðilar í fjölmiðlum ytra að kalla eftir því þeir sem standa að Rússarannsókninni séu andsnúnir Trump og hafi jafnvel verið það lengi. Einhverjir hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. Jeanine Pirro, stuðningsmaður Trump og þáttastjórnandi á Fox, kallaði starfsmenn FBI „glæpafjölskyldu“ á laugardaginn og kallaði eftir því að fangelsa ætti rannsakendur sem starfa fyrir Mueller. Þingmaðurinn Jim Jordan, sem var gestur í þætti hennar, sagði ummælin vera „fullkomin“. Þáttur hennar er í miklu uppáhaldi hjá Trump og heimsóttu Pirro hann nýverið í Hvíta húsið. Seinna þann sama dag var þeirri spurning velt upp á Fox hvort að rannsóknin jafnaðist á við valdarán, samkvæmt frétt Politico. Hér að neðan má sjá nokkrar klippur sem sýna umræðuna á Fox."The only thing that remains is whether we have the fortitude to not just fire these people immediately, but to take them out in cuffs...." My #OpeningStatement : pic.twitter.com/BNUtLVydah — Jeanine Pirro (@JudgeJeanine) December 17, 2017 Árásum sem þessum hefur fjölgað gífurlega að undanförnu. „Alla leið niður frá Hvíta húsinu, eru þeir vísvitandi að reyna að draga úr trúverðugleika allra þeirra stofnana sem við treystum á fyrir réttlæti og að tryggja lýðræðislega ríkisstjórn. Alla sem geta ógnað valdi þeirra,“ sagði þingmaðurinn Jerrold Nadler, æðsti Demókratinn í dómsmálanefnd þingsins, í nýlegu viðtali.Sjá einnig: Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlegaNú snúast árásirnar um tölvupósta sem rannsakendur Mueller eru sakaðir um að hafa öðlast með ólöglegum hætti. Um er að ræða tugi þúsunda tölvupósta frá teyminu sem sá um undirbúning embættistöku Trump eftir að hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember á síðasta ári..@KellyannePolls: "The fix was in against @realDonaldTrump from the beginning, and they were pro-Hillary... They can't possibly be seen as objective or transparent or even-handed or fair." pic.twitter.com/DZKKR0OOPo— Fox News (@FoxNews) December 17, 2017 Kory Langhofer, lögmaður fyrir samtökin Trump for America, sendi bréf á formenn tveggja þingnefnda á laugardaginn. Þar sem hann sakaði starfsmenn FBI um að hafa beitt ólöglegum aðferðum til að fá póstana og að starfsmenn General Services Administration, stofnunar sem heldur utan um ýmis opinber gögn, hafi sömuleiðis brotið lög við að láta FBI fá gögnin. Talsmaður Mueller sagði Washington Post að löglegu ferli hefði verið fylgt til að koma höndum yfir umrædda pósta, eins og væri alltaf gert.Þá hafa sérfræðingar dregið yfirlýsingar og ásakanir Langhofer í efa. Randall Eliason, fyrrverandi saksóknari og núverandi lagaprófessor, sem Post ræddi við segir að opinberir starfsmenn eigi ekki heimtingu á því að tölvupósthólf sem endi á .gov, og sé þar með á opinberum vefþjónum, sé einkamál. Um opinber gögn sé að ræða. Hann sagði ekki óeðlilegt að teymi Mueller hefði fengið póstana. Yfirmaður GSA segir hið sama og að starfsmenn Trump hafi á sínum tíma skrifað undir samkomulag um að gögn þeirra á opinberum vefþjónum séu opinber gögn.Enn fremur sagði Eliason að ef Trump-liðar hefðu rétt fyrir sér myndu þeir fara með mál sitt fyrir dómara og fara fram á að póstunum yrði skilað og þeir yrðu ekki notaðir til rannsóknarinnar. Það hefur ekki verið gert. Þess í stað var send út fréttatilkynning um að starfsmenn Alríkislögreglunnar hefðu framið glæp og að opinberir starfsmenn hefðu aðstoðað þá. Lögmaður Trump fór svo í viðtal á Fox þar sem hann ýtti undir þessar ásakanir..@jessebwatters: "It's like the @FBI had Michael Moore investigating the President of the United States." @WattersWorld pic.twitter.com/SJDHLdmfYA— Fox News (@FoxNews) December 17, 2017 Mueller var skipaður í embætti sérstaks saksóknara í maí, eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, þáverandi yfirmann FBI, vegna rannsóknar stofnunarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og mögulegri þátttöku framboðs Trump í þeim afskiptum. Mueller hefur ákært tvo fyrrverandi starfsmenn framboðs Trump og tveir aðrir hafa játað á sig brot. Þar á meðal Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem viðurkenndi að hafa logið að rannsakendum varðandi samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Flynn hefur heitið því að starfa með Mueller og rannsakendum hans. Trump heldur því fram að um nornaveiðar sé að ræða og að rannsóknin sé runnin undan rifjum Demókrata svo þeir geti fundið afsökun fyrir því að hafa tapað forsetakosningunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki vera að íhuga að víkja Robert Mueller úr starfi sérstaks saksóknara, þrátt fyrir að forsetinn og stuðningsmenn hans hafa gagnrýnt svokallaða Rússarannsókn Mueller harðlega að undanförnu. Demókratar óttast að umræðan og árásirnar séu liður í áætlun forsetans að reka Mueller. Á meðan leiðtogar Repúblikana lýsa yfir stuðningi við Mueller og störf hans eru þingmenn og aðilar í fjölmiðlum ytra að kalla eftir því þeir sem standa að Rússarannsókninni séu andsnúnir Trump og hafi jafnvel verið það lengi. Einhverjir hafa jafnvel kallað eftir því að gervallri forystu Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, verði skipt út og að nýr sérstakur saksóknari verði skipaður til að rannsaka Alríkislögregluna. Jeanine Pirro, stuðningsmaður Trump og þáttastjórnandi á Fox, kallaði starfsmenn FBI „glæpafjölskyldu“ á laugardaginn og kallaði eftir því að fangelsa ætti rannsakendur sem starfa fyrir Mueller. Þingmaðurinn Jim Jordan, sem var gestur í þætti hennar, sagði ummælin vera „fullkomin“. Þáttur hennar er í miklu uppáhaldi hjá Trump og heimsóttu Pirro hann nýverið í Hvíta húsið. Seinna þann sama dag var þeirri spurning velt upp á Fox hvort að rannsóknin jafnaðist á við valdarán, samkvæmt frétt Politico. Hér að neðan má sjá nokkrar klippur sem sýna umræðuna á Fox."The only thing that remains is whether we have the fortitude to not just fire these people immediately, but to take them out in cuffs...." My #OpeningStatement : pic.twitter.com/BNUtLVydah — Jeanine Pirro (@JudgeJeanine) December 17, 2017 Árásum sem þessum hefur fjölgað gífurlega að undanförnu. „Alla leið niður frá Hvíta húsinu, eru þeir vísvitandi að reyna að draga úr trúverðugleika allra þeirra stofnana sem við treystum á fyrir réttlæti og að tryggja lýðræðislega ríkisstjórn. Alla sem geta ógnað valdi þeirra,“ sagði þingmaðurinn Jerrold Nadler, æðsti Demókratinn í dómsmálanefnd þingsins, í nýlegu viðtali.Sjá einnig: Trump og starfsmenn hans gagnrýna Alríkislögregluna harðlegaNú snúast árásirnar um tölvupósta sem rannsakendur Mueller eru sakaðir um að hafa öðlast með ólöglegum hætti. Um er að ræða tugi þúsunda tölvupósta frá teyminu sem sá um undirbúning embættistöku Trump eftir að hann var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember á síðasta ári..@KellyannePolls: "The fix was in against @realDonaldTrump from the beginning, and they were pro-Hillary... They can't possibly be seen as objective or transparent or even-handed or fair." pic.twitter.com/DZKKR0OOPo— Fox News (@FoxNews) December 17, 2017 Kory Langhofer, lögmaður fyrir samtökin Trump for America, sendi bréf á formenn tveggja þingnefnda á laugardaginn. Þar sem hann sakaði starfsmenn FBI um að hafa beitt ólöglegum aðferðum til að fá póstana og að starfsmenn General Services Administration, stofnunar sem heldur utan um ýmis opinber gögn, hafi sömuleiðis brotið lög við að láta FBI fá gögnin. Talsmaður Mueller sagði Washington Post að löglegu ferli hefði verið fylgt til að koma höndum yfir umrædda pósta, eins og væri alltaf gert.Þá hafa sérfræðingar dregið yfirlýsingar og ásakanir Langhofer í efa. Randall Eliason, fyrrverandi saksóknari og núverandi lagaprófessor, sem Post ræddi við segir að opinberir starfsmenn eigi ekki heimtingu á því að tölvupósthólf sem endi á .gov, og sé þar með á opinberum vefþjónum, sé einkamál. Um opinber gögn sé að ræða. Hann sagði ekki óeðlilegt að teymi Mueller hefði fengið póstana. Yfirmaður GSA segir hið sama og að starfsmenn Trump hafi á sínum tíma skrifað undir samkomulag um að gögn þeirra á opinberum vefþjónum séu opinber gögn.Enn fremur sagði Eliason að ef Trump-liðar hefðu rétt fyrir sér myndu þeir fara með mál sitt fyrir dómara og fara fram á að póstunum yrði skilað og þeir yrðu ekki notaðir til rannsóknarinnar. Það hefur ekki verið gert. Þess í stað var send út fréttatilkynning um að starfsmenn Alríkislögreglunnar hefðu framið glæp og að opinberir starfsmenn hefðu aðstoðað þá. Lögmaður Trump fór svo í viðtal á Fox þar sem hann ýtti undir þessar ásakanir..@jessebwatters: "It's like the @FBI had Michael Moore investigating the President of the United States." @WattersWorld pic.twitter.com/SJDHLdmfYA— Fox News (@FoxNews) December 17, 2017 Mueller var skipaður í embætti sérstaks saksóknara í maí, eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið James Comey, þáverandi yfirmann FBI, vegna rannsóknar stofnunarinnar á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra og mögulegri þátttöku framboðs Trump í þeim afskiptum. Mueller hefur ákært tvo fyrrverandi starfsmenn framboðs Trump og tveir aðrir hafa játað á sig brot. Þar á meðal Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sem viðurkenndi að hafa logið að rannsakendum varðandi samskipti sín og Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Flynn hefur heitið því að starfa með Mueller og rannsakendum hans. Trump heldur því fram að um nornaveiðar sé að ræða og að rannsóknin sé runnin undan rifjum Demókrata svo þeir geti fundið afsökun fyrir því að hafa tapað forsetakosningunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Sjá meira