Kennsluaðferðir í framhaldsskólum Davíð Snær Jónsson skrifar 17. desember 2017 11:55 Árið er 2017, við lifum á tímum hröðustu tækniframþróunar í mannkynssögunni, við sjáum nýja tækni spretta fram daglega og erfitt getur verið að halda í við alla þá nýsköpun sem á sér stað í kringum okkur. Kennsluaðferðir eiga ekki heima þar undir. Ímyndaðu þér skólastofuna árið 1917 - sérðu raðir af skrifborðum, stólum og nemendum að hlusta á kennara? Já, þú hefur rétt fyrir þér. Ímyndaðu þér nú kennslustofu dagsins í dag - færðu ekki upp nákvæmlega sömu mynd? Á meðan við horfum á sjálfkeyrandi bíla og þróun gervigreindar höfum við orðið fyrir stöðnun í þróun kennsluaðferða. Það er allaveganna það sem ég hef upplifað sem nemandi. Við erum ekki að mæta þörfum allra þeirra nemenda sem sækja sér nám og þá sérstaklega í grunn- og framhaldsskólum. 28% nemenda finnst leiðinlegt í skóla. Ömurleg staðreynd en á hana þarf að lýta sem áskorun, áskorun stjórnvalda og skólakerfisins til þess að koma til móts við þessa einstaklinga. 44% nemenda útskrifast ekki úr framhaldsskóla á tilsettum tíma. Önnur ömurleg staðreynd en samt sem áður blákaldur raunveruleiki. Hvenær ætla ráðamenn að hætta að lýta fram hjá staðreyndum og finna rót vandans í samráði við hagsmunaaðila. K2 - tækni- og vísindaleið Tækniskólans er þriggja ára lotubundið nám sem sett var á laggirnar haustið 2016. Námið er sérhannað fyrir nemendur sem vilja öflugan undirbúning fyrir háskólanám þar sem aðaláherslurnar eru krefjandi námsfyrirkomulag og verkefnamiðuð vinna þar sem nemendur fá frelsi til þess að velja sínar eigin aðferðir við verkefnaskil með kennarann sem leiðbeinanda. Skólastofa nemenda í K2 er einnig sífellt brotin upp svo heilinn fái sífellda örvun þegar hann tekst á við ný verkefni. Áhugavert fannst mér að heyra að menntamálaráðuneytið hafi ekki enn sýnt þessu framsækna námi neinn sérstakan áhuga eins og með auknum fjárstuðning, svo hægt sé að efla við þróun þess. Nú þurfum við að stoppa afturhald í skólakerfinu, taka nýjum hugmyndum fagnandi og hætta að leggja stein í götu fyrir komandi kynslóðir. Einstaklingurinn þarf svigrúm til þess að skapa, grundvöll til þess að leiða sínar eigin hugsjónir og læra að nota rökrétta hugsun við ákvörðunartöku. Hlutverk kennara er að leiðbeina en ekki veita forsjá. Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Árið er 2017, við lifum á tímum hröðustu tækniframþróunar í mannkynssögunni, við sjáum nýja tækni spretta fram daglega og erfitt getur verið að halda í við alla þá nýsköpun sem á sér stað í kringum okkur. Kennsluaðferðir eiga ekki heima þar undir. Ímyndaðu þér skólastofuna árið 1917 - sérðu raðir af skrifborðum, stólum og nemendum að hlusta á kennara? Já, þú hefur rétt fyrir þér. Ímyndaðu þér nú kennslustofu dagsins í dag - færðu ekki upp nákvæmlega sömu mynd? Á meðan við horfum á sjálfkeyrandi bíla og þróun gervigreindar höfum við orðið fyrir stöðnun í þróun kennsluaðferða. Það er allaveganna það sem ég hef upplifað sem nemandi. Við erum ekki að mæta þörfum allra þeirra nemenda sem sækja sér nám og þá sérstaklega í grunn- og framhaldsskólum. 28% nemenda finnst leiðinlegt í skóla. Ömurleg staðreynd en á hana þarf að lýta sem áskorun, áskorun stjórnvalda og skólakerfisins til þess að koma til móts við þessa einstaklinga. 44% nemenda útskrifast ekki úr framhaldsskóla á tilsettum tíma. Önnur ömurleg staðreynd en samt sem áður blákaldur raunveruleiki. Hvenær ætla ráðamenn að hætta að lýta fram hjá staðreyndum og finna rót vandans í samráði við hagsmunaaðila. K2 - tækni- og vísindaleið Tækniskólans er þriggja ára lotubundið nám sem sett var á laggirnar haustið 2016. Námið er sérhannað fyrir nemendur sem vilja öflugan undirbúning fyrir háskólanám þar sem aðaláherslurnar eru krefjandi námsfyrirkomulag og verkefnamiðuð vinna þar sem nemendur fá frelsi til þess að velja sínar eigin aðferðir við verkefnaskil með kennarann sem leiðbeinanda. Skólastofa nemenda í K2 er einnig sífellt brotin upp svo heilinn fái sífellda örvun þegar hann tekst á við ný verkefni. Áhugavert fannst mér að heyra að menntamálaráðuneytið hafi ekki enn sýnt þessu framsækna námi neinn sérstakan áhuga eins og með auknum fjárstuðning, svo hægt sé að efla við þróun þess. Nú þurfum við að stoppa afturhald í skólakerfinu, taka nýjum hugmyndum fagnandi og hætta að leggja stein í götu fyrir komandi kynslóðir. Einstaklingurinn þarf svigrúm til þess að skapa, grundvöll til þess að leiða sínar eigin hugsjónir og læra að nota rökrétta hugsun við ákvörðunartöku. Hlutverk kennara er að leiðbeina en ekki veita forsjá. Höfundur er formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun