Heildarhækkunin til heilbrigðismála ríflega 21 milljarður króna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. desember 2017 10:06 Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra. Hér er hún á fyrsta degi sínum í ráðuneytinu þegar hún tók við lyklunum. vísir/eyþór Heildarhækkun fjárframlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála-og efnahagsráðuneytinu en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið á blaðamannafundi nú í morgun. Frumvarpið er fyrsta fjárlagafrumvarpið sem ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggur fram. Fram kom í kynningu Bjarna að á næsta ári er lögð til 1,9 milljarða króna innspýting í heilsugæsluna. Þá er lagt til að sjúkrahúsþjónusta verði styrkt um 8,5 milljarða og framlög til lyfjakaupa hækki um 4,2 milljarða. Niðurgreiðsla á tannlæknakostnaði aldraðra og öryrkja á svo að hækka um hálfan milljarð. Hvað varðar heilsugæsluna þá er lagt til að framlög til þess málaflokks hækki meðal annars um 700 milljónir króna til að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu. Á meðal þess sem tilgreint er í fjárheimildum til sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu í fjárlagafrumvarpinu er aukning um nettó 1,2 milljarða króna vegna byggingar nýs Landspítala. Fram kemur í frumvarpinu að helstu verkefni næsta árs verði fullnaðarhönnun meðferðarkjarna, sömuleiðis fullnaðarhönnun rannsóknarhúss sem og fullnaðarhönnun bílastæða,- tækni- og skrifstofuhúsnæðis. Auk þess er gert ráð fyrir að bygging nýs meðferðarkjarna hefjist. Þá er lagt til að 247 milljónir króna fari í rekstur sjúkrahótels á lóð Landspítala við Hringbraut. Auk þess er áætlað er að taka jáeindaskanna í notkun á Landspítala á næsta ári og er fyrirhugað að veita 340 milljónum króna í hann. Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Heildarhækkun fjárframlaga til heilbrigðismála milli fjárlaga 2017 og 2018 er ríflega 21 milljarður króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármála-og efnahagsráðuneytinu en Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, kynnti frumvarpið á blaðamannafundi nú í morgun. Frumvarpið er fyrsta fjárlagafrumvarpið sem ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks leggur fram. Fram kom í kynningu Bjarna að á næsta ári er lögð til 1,9 milljarða króna innspýting í heilsugæsluna. Þá er lagt til að sjúkrahúsþjónusta verði styrkt um 8,5 milljarða og framlög til lyfjakaupa hækki um 4,2 milljarða. Niðurgreiðsla á tannlæknakostnaði aldraðra og öryrkja á svo að hækka um hálfan milljarð. Hvað varðar heilsugæsluna þá er lagt til að framlög til þess málaflokks hækki meðal annars um 700 milljónir króna til að efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað í heilbrigðiskerfinu. Á meðal þess sem tilgreint er í fjárheimildum til sérhæfðrar sjúkrahúsþjónustu í fjárlagafrumvarpinu er aukning um nettó 1,2 milljarða króna vegna byggingar nýs Landspítala. Fram kemur í frumvarpinu að helstu verkefni næsta árs verði fullnaðarhönnun meðferðarkjarna, sömuleiðis fullnaðarhönnun rannsóknarhúss sem og fullnaðarhönnun bílastæða,- tækni- og skrifstofuhúsnæðis. Auk þess er gert ráð fyrir að bygging nýs meðferðarkjarna hefjist. Þá er lagt til að 247 milljónir króna fari í rekstur sjúkrahótels á lóð Landspítala við Hringbraut. Auk þess er áætlað er að taka jáeindaskanna í notkun á Landspítala á næsta ári og er fyrirhugað að veita 340 milljónum króna í hann.
Fjárlög Tengdar fréttir Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26 Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37 Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Sjá meira
Helstu breytingar á fjárlögum milli ára Fjármálaráðherra kynnti helstu breytingar á fjárlögum ársins 2018 samanborið við frumvarpið fyrir ári síðan. 14. desember 2017 09:26
Gert ráð fyrir 35 milljarða afgangi af rekstri ríkissjóðs Bjarni Benediktsson kynnti fjárlagafrumvarp nýrrar ríkisstjórnar í morgun. 14. desember 2017 09:37
Bjarni: „Höfum náð toppi hagsveiflunnar“ Fjármála og efnahagsráðherra segir að allt bendi til að hagvöxturinn verði eitthvað minni á næstu árum. 14. desember 2017 09:24