Finnsk stríðsmynd slær sprengjuheimsmet James Bond Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2017 13:59 Atriði úr myndinni Unknown Soldier. IMDB Finnska stríðsmyndin Unknown Soldier, eða Óþekkti hermaðurinn, er að gera allt vitlaust í Finnlandi en um 830 þúsund manns hafa séð myndina frá því hún var frumsýnd 27. október síðastliðinn. Myndin, sem kostaði því sem nemur um 860 milljónum íslenskra króna, hefur því tekið inn því sem nemur um 1,4 milljörðum króna í Finnlandi og er næsta stærsta myndin þar frá upphafi, á eftir Titanic. Tuttugu þúsund manns sáu myndina í Svíþjóð um liðna helgi, sem er met fyrir finnska mynd. Leikstjóri myndarinnar er Aku Louhimies en myndin er er byggð á samnefndri skáldsögu rithöfundarins Väinö Linna frá árinu 1954. Sagan hefur tvisvar áður ratað á hvíta tjaldið, 1955 og 1985. Myndin var frumsýnd 27. október síðastliðinn í tilefni af hundrað ára sjálfstæðisafmælis Finna. Myndin segir frá því þegar ungum mönnum úr öllum landshornum Finnlands og flestum þjóðfélagsþrepum var safnað saman og sendir til að berjast við Sovétríkin í því sem Finnar hafa kallað framhaldsstríðið 1941 til 1944. Óþekkti hermaðurinn er ekki aðeins að slá áhorfsmet í Finnlandi heldur hefur myndin einnig slegið heimsmet sem James Bond myndin Spectre átti. Í Óþekkta hermanninum eru sprengd upp 64,8 kíló af sprengiefni í einni senu, en fyrra metið átti Spectre sem hljóðaði upp á 33 kíló af sprengiefnum. Atriðið sem um ræðir sýnir þegar rússneskt skotbyrgi er sprengt í loft upp. Sprengingin var framkvæmd við gamla herstöð á svæði þar sem átti að fella tré vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Maðurinn sem sá um sprenginguna við tökur myndarinnar er Duncan Capp, sem hefur unnið við Batman Begins og Troy, en hann sagði við Screen Daily að tökuteymið hefði ekki gert sér grein fyrir að metið hefði verið slegið. „Við vissum að við hefðum notað umtalsvert magn af sprengiefni. Það var ekki fyrr en við höfðum lokið við tökur að við áttuðum okkur á því að við höfðum notað mun meira miðað við fyrra metið. Leikstjóri myndarinnar er sagður nú vinna að því að gera fimm þátta sjónvarpsseríu úr myndinni þar sem hver þáttur verður fimmtíu mínútur að lengd. Myndin hefur sterka Íslandstengingu en meðframleiðendur hennar eru Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hjá framleiðslufyrirtækinu Kisa. Finnland James Bond Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Finnska stríðsmyndin Unknown Soldier, eða Óþekkti hermaðurinn, er að gera allt vitlaust í Finnlandi en um 830 þúsund manns hafa séð myndina frá því hún var frumsýnd 27. október síðastliðinn. Myndin, sem kostaði því sem nemur um 860 milljónum íslenskra króna, hefur því tekið inn því sem nemur um 1,4 milljörðum króna í Finnlandi og er næsta stærsta myndin þar frá upphafi, á eftir Titanic. Tuttugu þúsund manns sáu myndina í Svíþjóð um liðna helgi, sem er met fyrir finnska mynd. Leikstjóri myndarinnar er Aku Louhimies en myndin er er byggð á samnefndri skáldsögu rithöfundarins Väinö Linna frá árinu 1954. Sagan hefur tvisvar áður ratað á hvíta tjaldið, 1955 og 1985. Myndin var frumsýnd 27. október síðastliðinn í tilefni af hundrað ára sjálfstæðisafmælis Finna. Myndin segir frá því þegar ungum mönnum úr öllum landshornum Finnlands og flestum þjóðfélagsþrepum var safnað saman og sendir til að berjast við Sovétríkin í því sem Finnar hafa kallað framhaldsstríðið 1941 til 1944. Óþekkti hermaðurinn er ekki aðeins að slá áhorfsmet í Finnlandi heldur hefur myndin einnig slegið heimsmet sem James Bond myndin Spectre átti. Í Óþekkta hermanninum eru sprengd upp 64,8 kíló af sprengiefni í einni senu, en fyrra metið átti Spectre sem hljóðaði upp á 33 kíló af sprengiefnum. Atriðið sem um ræðir sýnir þegar rússneskt skotbyrgi er sprengt í loft upp. Sprengingin var framkvæmd við gamla herstöð á svæði þar sem átti að fella tré vegna fyrirhugaðra framkvæmda. Maðurinn sem sá um sprenginguna við tökur myndarinnar er Duncan Capp, sem hefur unnið við Batman Begins og Troy, en hann sagði við Screen Daily að tökuteymið hefði ekki gert sér grein fyrir að metið hefði verið slegið. „Við vissum að við hefðum notað umtalsvert magn af sprengiefni. Það var ekki fyrr en við höfðum lokið við tökur að við áttuðum okkur á því að við höfðum notað mun meira miðað við fyrra metið. Leikstjóri myndarinnar er sagður nú vinna að því að gera fimm þátta sjónvarpsseríu úr myndinni þar sem hver þáttur verður fimmtíu mínútur að lengd. Myndin hefur sterka Íslandstengingu en meðframleiðendur hennar eru Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hjá framleiðslufyrirtækinu Kisa.
Finnland James Bond Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira