Ólafía Þórunn: Veit stundum ekki hvar ég er Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 28. desember 2017 22:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á verðlaunafhendingunni í kvöld. Mynd/ÍSÍ Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. „Þetta er búið að vera ótrúlega stíft ár. Ég fann það í lok ársins að ég hefði mátt taka mér aðeins meiri pásur, mig langaði bara að spila í öllu,“ sagði Ólafía Þórunn í viðtali við Kristjönu Arnarsdóttur og Einar Örn Jónsson í beinni útsendingu RÚV frá hófinu í Hörpu í kvöld. „Þetta er ótrúlegt flakk, að fara frá Asíu til Evrópu og Ameríku. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður, á þessu stigi. Þetta venst en er erfitt.“ Aðspurð sagðist Ólafía vissulega hafa ruglast á því í hvaða landi hún væri stödd og ef einhver spyrði hana hvar hún hafi verið að spila í síðustu viku þá þyrfti hún að hugsa sig tvisvar um til þess að rifja það upp. „Já,“ sagði Ólafía og uppskar hlátrasköll úr sal. „Ég veit ekkert hvar ég er, stundum.“ Ólafía er í fríi frá golfinu nú í desember og hefur ekki snert golfkylfu síðan hún lauk leik á Drottningarmótinu í Japan í byrjun mánaðar. Hún fer til Flórída eftir áramót og byrjar þá aftur á fullu. „Það er sagt að það sé mjög gott að taka sér alveg frí og vera andlega frá golfinu. Svo fer ég til Flórída í janúar og þá byrja ég aftur með trompi,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017. Fréttir ársins 2017 Golf Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir var í kvöld kjörinn íþróttamaður ársins 2017 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ólafía lék í ár sitt fyrsta tímabil á LPGA mótaröðinni, sterkustu atvinnumannamótaröð í golfi. „Þetta er búið að vera ótrúlega stíft ár. Ég fann það í lok ársins að ég hefði mátt taka mér aðeins meiri pásur, mig langaði bara að spila í öllu,“ sagði Ólafía Þórunn í viðtali við Kristjönu Arnarsdóttur og Einar Örn Jónsson í beinni útsendingu RÚV frá hófinu í Hörpu í kvöld. „Þetta er ótrúlegt flakk, að fara frá Asíu til Evrópu og Ameríku. Það er eitthvað sem ég hef aldrei gert áður, á þessu stigi. Þetta venst en er erfitt.“ Aðspurð sagðist Ólafía vissulega hafa ruglast á því í hvaða landi hún væri stödd og ef einhver spyrði hana hvar hún hafi verið að spila í síðustu viku þá þyrfti hún að hugsa sig tvisvar um til þess að rifja það upp. „Já,“ sagði Ólafía og uppskar hlátrasköll úr sal. „Ég veit ekkert hvar ég er, stundum.“ Ólafía er í fríi frá golfinu nú í desember og hefur ekki snert golfkylfu síðan hún lauk leik á Drottningarmótinu í Japan í byrjun mánaðar. Hún fer til Flórída eftir áramót og byrjar þá aftur á fullu. „Það er sagt að það sé mjög gott að taka sér alveg frí og vera andlega frá golfinu. Svo fer ég til Flórída í janúar og þá byrja ég aftur með trompi,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, íþróttamaður ársins 2017.
Fréttir ársins 2017 Golf Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Fleiri fréttir Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Sjá meira