Alger lúxus að fá sellóið með – þá bætast við nýjar víddir Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. desember 2017 09:45 Catherine Maria Stankiewicz, Sólborg Valdimarsdóttir og Guja Sandholt munu skapa draumkennda kyrrðarstemningu. Nú ættu flestir að geta slakað á eftir jólaösina og notið þess að setjast niður að hlusta á fallega tónlist við kertaljós, án þess að hafa áhyggjur af öllu því sem eftir er að gera,“ segir Guja Sandholt söngkona sem ásamt Sólborgu Valdimarsdóttur og Catherine Mariu Stankiewicz heldur tónleika í Laugarneskirkju annað kvöld, föstudag. Þeir hefjast klukkan 20. Dagskráin er um klukkustund að lengd, kannski 70 mínútur, að sögn Guju. „Við komum til með að flytja jólalög og sígild verk eftir erlend og íslensk tónskáld, af þeim má til dæmis nefna J.S. Bach, André Previn, Wagner, Alice Tegner, Sigvalda Kaldalóns og Hreiðar Inga Þorsteinsson.“ Yfirskrift tónleikanna er Kyrrð og draumar. „Okkur langaði að mynda draumkennda kyrrðarstemningu með jólalegu ívafi og þurftum því að vanda lagavalið vel,“ segir Guja. „Við verðum með nokkrar mismunandi samsetningar; til dæmis er eitt verkið spilað fjórhent á píanó, einnig er sóló fyrir selló og orgel og svo kvartett því hún Hrafnhildur Árnadóttir sópran verður sérlegur gestur og syngur með okkur í einu verki. Að lokum vonum við að gestirnir taki undir með okkur í síðasta laginu svo kirkjan ómi öll.“ Sólborg, Guja og Catherine koma nú fram saman allar þrjár í fyrsta skipti en hafa verið virkar hver fyrir sig í íslensku og erlendu tónlistarlífi undanfarin ár. „Við Sólborg spiluðum og sungum saman í Perlunum hans Bjarna Thors í Hörpu í sumar og fannst það mjög gaman og við Catherine Maria höfum verið að bíða eftir að gera eitthvað skemmtilegt saman,“ segir Guja. „Því fannst okkur tilvalið að skipuleggja jólatónleika allar þrjár og prófa þessa samsetningu – rödd, selló og píanó. “ Guja bendir á að tónleikar með rödd og píanói séu algengir en nú fái hún líka að syngja með sellói. „Það er alger lúxus að fá sellóið með, þá bætast við nýjar víddir og ég verð að segja að hljómurinn úr sellóinu hennar Catherine er undurfagur,“ segir hún. Sólborg starfar aðallega sem píanókennari í Tónskóla Eddu Borg og Tónlistarskóla Árbæjar, auk þess að koma fram á ýmsum viðburðum með söngvurum og hljóðfæraleikurum. Svo hefur hún verið meðleikari í tónleikaröðinni Perlur íslenskra sönglaga í Hörpu en segir þá tónleikaröð því miður leggjast af eftir áramótin. „Ég gleðst alltaf yfir að fá tækifæri til að spila með góðum tónlistarmönnum,“ segir hún. Af nýlegum verkefnum Catherine Mariu má nefna sólótónleika í Ósló í byrjun desember þar sem yfirskriftin var Ró. „Ég flutti Bach-svítu fyrir sóló selló og frumflutti líka tvö ný íslensk verk fyrir sóló selló sem voru sérstaklega samin fyrir mig. Eftir tónleikana núna fer ég beint til Sviss að vinna með alþjóðlega spunahópunum Ensemble Estelliah, við gáfum út okkar fyrstu plötu í júní sem heitir Creation, á henni er spunatónlist byggð á náttúrunni á Þingvöllum. Þannig að það er nóg að gera og mikið skemmtilegt að gerast fram undan.“ Guja er búsett í Hollandi og sinnir verkefnum þar og í löndunum í kring en kveðst reyna að koma eins oft heim og hægt er. „Heimþráin er alltaf sterk,“ segir hún sannfærandi. Hún kveðst vera með 50% stöðu hjá hollenska útvarpskórnum, stærsta atvinnukór Hollendinga, og það gefi henni svigrúm til að starfa sjálfstætt að alls konar hlutum, eins og að syngja í óratóríum, á ljóðatónleikum og í óperum. „Hér heima hef ég reynt að vinna að spennandi verkefnum eins og Óperudögum sem verða haldnir í annað sinn núna á næsta ári, í þetta sinn í Reykjavík. Hátíðin var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónlistarhátíð ársins þegar hún var haldin í fyrsta skipti árið 2016. Því höldum við ótrauð áfram með hana.“ Hví skyldi svo Laugarneskirkja hafa orðið fyrir valinu sem tónleikastaður? „Af því það er yndisleg kirkja og með fallegum hljómi og svo eru tvær okkar úr Laugarneshverfinu,“ svarar Guja. „Að sjálfsögðu eru allir gestir hjartanlega velkomnir, hvaðan sem þeir koma,“ segir hún. „En það er gaman að efla hverfamenninguna með þessum hætti og við vonum að sjálfsögðu að nágrannar okkar fjölmenni!“ Almennt miðaverð á tónleikana annað kvöld í Laugarneskirkju er 2.500 krónur. Eldri borgarar og nemar greiða 2.000 krónur en ókeypis er inn fyrir grunnskólanemendur og öryrkja. Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Nú ættu flestir að geta slakað á eftir jólaösina og notið þess að setjast niður að hlusta á fallega tónlist við kertaljós, án þess að hafa áhyggjur af öllu því sem eftir er að gera,“ segir Guja Sandholt söngkona sem ásamt Sólborgu Valdimarsdóttur og Catherine Mariu Stankiewicz heldur tónleika í Laugarneskirkju annað kvöld, föstudag. Þeir hefjast klukkan 20. Dagskráin er um klukkustund að lengd, kannski 70 mínútur, að sögn Guju. „Við komum til með að flytja jólalög og sígild verk eftir erlend og íslensk tónskáld, af þeim má til dæmis nefna J.S. Bach, André Previn, Wagner, Alice Tegner, Sigvalda Kaldalóns og Hreiðar Inga Þorsteinsson.“ Yfirskrift tónleikanna er Kyrrð og draumar. „Okkur langaði að mynda draumkennda kyrrðarstemningu með jólalegu ívafi og þurftum því að vanda lagavalið vel,“ segir Guja. „Við verðum með nokkrar mismunandi samsetningar; til dæmis er eitt verkið spilað fjórhent á píanó, einnig er sóló fyrir selló og orgel og svo kvartett því hún Hrafnhildur Árnadóttir sópran verður sérlegur gestur og syngur með okkur í einu verki. Að lokum vonum við að gestirnir taki undir með okkur í síðasta laginu svo kirkjan ómi öll.“ Sólborg, Guja og Catherine koma nú fram saman allar þrjár í fyrsta skipti en hafa verið virkar hver fyrir sig í íslensku og erlendu tónlistarlífi undanfarin ár. „Við Sólborg spiluðum og sungum saman í Perlunum hans Bjarna Thors í Hörpu í sumar og fannst það mjög gaman og við Catherine Maria höfum verið að bíða eftir að gera eitthvað skemmtilegt saman,“ segir Guja. „Því fannst okkur tilvalið að skipuleggja jólatónleika allar þrjár og prófa þessa samsetningu – rödd, selló og píanó. “ Guja bendir á að tónleikar með rödd og píanói séu algengir en nú fái hún líka að syngja með sellói. „Það er alger lúxus að fá sellóið með, þá bætast við nýjar víddir og ég verð að segja að hljómurinn úr sellóinu hennar Catherine er undurfagur,“ segir hún. Sólborg starfar aðallega sem píanókennari í Tónskóla Eddu Borg og Tónlistarskóla Árbæjar, auk þess að koma fram á ýmsum viðburðum með söngvurum og hljóðfæraleikurum. Svo hefur hún verið meðleikari í tónleikaröðinni Perlur íslenskra sönglaga í Hörpu en segir þá tónleikaröð því miður leggjast af eftir áramótin. „Ég gleðst alltaf yfir að fá tækifæri til að spila með góðum tónlistarmönnum,“ segir hún. Af nýlegum verkefnum Catherine Mariu má nefna sólótónleika í Ósló í byrjun desember þar sem yfirskriftin var Ró. „Ég flutti Bach-svítu fyrir sóló selló og frumflutti líka tvö ný íslensk verk fyrir sóló selló sem voru sérstaklega samin fyrir mig. Eftir tónleikana núna fer ég beint til Sviss að vinna með alþjóðlega spunahópunum Ensemble Estelliah, við gáfum út okkar fyrstu plötu í júní sem heitir Creation, á henni er spunatónlist byggð á náttúrunni á Þingvöllum. Þannig að það er nóg að gera og mikið skemmtilegt að gerast fram undan.“ Guja er búsett í Hollandi og sinnir verkefnum þar og í löndunum í kring en kveðst reyna að koma eins oft heim og hægt er. „Heimþráin er alltaf sterk,“ segir hún sannfærandi. Hún kveðst vera með 50% stöðu hjá hollenska útvarpskórnum, stærsta atvinnukór Hollendinga, og það gefi henni svigrúm til að starfa sjálfstætt að alls konar hlutum, eins og að syngja í óratóríum, á ljóðatónleikum og í óperum. „Hér heima hef ég reynt að vinna að spennandi verkefnum eins og Óperudögum sem verða haldnir í annað sinn núna á næsta ári, í þetta sinn í Reykjavík. Hátíðin var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem tónlistarhátíð ársins þegar hún var haldin í fyrsta skipti árið 2016. Því höldum við ótrauð áfram með hana.“ Hví skyldi svo Laugarneskirkja hafa orðið fyrir valinu sem tónleikastaður? „Af því það er yndisleg kirkja og með fallegum hljómi og svo eru tvær okkar úr Laugarneshverfinu,“ svarar Guja. „Að sjálfsögðu eru allir gestir hjartanlega velkomnir, hvaðan sem þeir koma,“ segir hún. „En það er gaman að efla hverfamenninguna með þessum hætti og við vonum að sjálfsögðu að nágrannar okkar fjölmenni!“ Almennt miðaverð á tónleikana annað kvöld í Laugarneskirkju er 2.500 krónur. Eldri borgarar og nemar greiða 2.000 krónur en ókeypis er inn fyrir grunnskólanemendur og öryrkja.
Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Auðir og ógildir með kosningakaffi Lífið Ilmaðu eins og frambjóðendur Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira