Heimsins stærsta hraðahindrun Finnur Thorlacius skrifar 27. desember 2017 12:50 Range Rover Evoque er enn af fyrstu kynslóð, en fékk andlitslyftingu árið 2014. Starfsmönnum Land Rover dettur ýmislegt frumlegt í hug við markaðssetningu bíla sinna, meðal annars það að búa til heimsins stærstu hraðahindrun á fjölfarinni götu í London. Eðlilega komast fæstir bílar yfir þessa hindrun þó svo að sjá megi hér að neðan að einhverjir reyni það á venjulegum fólksbílum. Það er þó ekki fyrr en Range Rover Evoque jeppi birtist sem tekst að sigrast á þessari risavöxnu hindrun. En til þess var einmitt allur leikurinn gerður. Forvitnilegt er að sjá hversu auðvelt Range Rover Evoque bíllinn fer yfir hindrunina og engu máli skiptir þó svo tvö hjól bílsins séu á lofti í einu. Range Rover Evoque er einn af mörgum vinsælum bílum Range Rover og seldist í 110.000 eintökum um allan heim í fyrra og jafn vel gengur með sölu hans í ár. Alls hafa verið framleidd 600.000 eintök af Evoque síðan hann kom fyrst á markað árið 2011. Meira en 3,5 milljónir manns eru búin að berja myndskeiðið hér að neðan augum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent
Starfsmönnum Land Rover dettur ýmislegt frumlegt í hug við markaðssetningu bíla sinna, meðal annars það að búa til heimsins stærstu hraðahindrun á fjölfarinni götu í London. Eðlilega komast fæstir bílar yfir þessa hindrun þó svo að sjá megi hér að neðan að einhverjir reyni það á venjulegum fólksbílum. Það er þó ekki fyrr en Range Rover Evoque jeppi birtist sem tekst að sigrast á þessari risavöxnu hindrun. En til þess var einmitt allur leikurinn gerður. Forvitnilegt er að sjá hversu auðvelt Range Rover Evoque bíllinn fer yfir hindrunina og engu máli skiptir þó svo tvö hjól bílsins séu á lofti í einu. Range Rover Evoque er einn af mörgum vinsælum bílum Range Rover og seldist í 110.000 eintökum um allan heim í fyrra og jafn vel gengur með sölu hans í ár. Alls hafa verið framleidd 600.000 eintök af Evoque síðan hann kom fyrst á markað árið 2011. Meira en 3,5 milljónir manns eru búin að berja myndskeiðið hér að neðan augum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent