Engar jólagjafir, jólahlaðborð eða bónusar til starfsfólks Actavis og Medis Daníel Freyr Birkisson skrifar 28. desember 2017 09:30 Medis er staðsett í Dalshrauni en Actavis við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði. Vísir/Eyþór Starfsfólk lyfjafyrirtækjanna Actavis og Medis á Íslandi fékk engar jólagjafir eða bónusa á þessu ári. Að sama skapi var jólahlaðborð á vegum fyrirtækjanna blásið af með um það bil tveggja vikna fyrirvara, starfsfólki til töluverðrar óánægju. Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja, en það staðfestir fulltrúi samskiptasviðs Actavis og Medis í samtali við Vísi. Ónefndur starfsmaður Actavis segir að ákvörðunin um að slá af jólahlaðborðið og gjafir með svo stuttum fyrirvara hafi farið illa ofan í starfsfólk. Undanfarin ár hafi jólahlaðborð verið haldin og gjafirnar verið veglegar. Starfsmenn hafa fengið hundrað þúsund krónur í desember í áratug eða svo. Starfsmaðurinn segir sömuleiðis að töluverð óvissa hafi ríkt undanfarið vegna fregna af skuldavanda Teva. Þessi ákvörðun bæti því ekki úr skák.Sögðu upp 14 þúsund manns nýlegaGreint var frá því fyrir tveimur vikum að Teva hefði í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna, eða um 14 þúsund manns. Skuldabyrði félagsins hefur þyngst töluvert eftir að það tók yfir rekstur Actavis og þar með Medis, en kaupin fóru í gegn árið 2015. Samskiptafulltrúi Actavis segir í samtali við Vísi að ekki sé ljóst hvort uppsagnir starfsfólks hér á landi séu í kortunum. Engin fyrirmæli hafi komið frá Teva þess efnis. Þess má geta að Actavis lagði fyrr á þessu ári niður starfsemi lyfjaframleiðslu hér á landi. Gera má ráð fyrir að við þær breytingar hafi um 300 störf flust úr landinu. Til þess að grynnka á skuldum sínum hefur Teva sett Medis í söluferli og segir fulltrúi samskiptasviðs að það ferli sé enn í gangi. Jól Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Íslenskur forstjóri Teva hættir Gengi hlutabréfa í Teva lækkaði verulega við fregnirnar. 7. desember 2016 11:16 Áttatíu manns hættu hjá Actavis í dag Búist við að lyfjaframleiðslu fyrirtækisins hér á landi verði alfarið hætt í júlí. 28. febrúar 2017 15:33 Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Lyfjarisinn Teva vill grynnka á skuldum með sölu á Medis Ísraelski samheitalyfjarisinn Teva leitar að kaupanda að dótturfélagi sínu Medis. Félagið eignaðist Medis þegar það tók yfir rekstur Actavis Generics, samheitalyfjahluta Actavis, síðasta sumar. Um 85 manns starfa hjá Medis hér á landi. 11. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Starfsfólk lyfjafyrirtækjanna Actavis og Medis á Íslandi fékk engar jólagjafir eða bónusa á þessu ári. Að sama skapi var jólahlaðborð á vegum fyrirtækjanna blásið af með um það bil tveggja vikna fyrirvara, starfsfólki til töluverðrar óánægju. Ákvörðunin er tekin af ísraelska fyrirtækinu Teva, sem er móðurfélag fyrirtækjanna tveggja, en það staðfestir fulltrúi samskiptasviðs Actavis og Medis í samtali við Vísi. Ónefndur starfsmaður Actavis segir að ákvörðunin um að slá af jólahlaðborðið og gjafir með svo stuttum fyrirvara hafi farið illa ofan í starfsfólk. Undanfarin ár hafi jólahlaðborð verið haldin og gjafirnar verið veglegar. Starfsmenn hafa fengið hundrað þúsund krónur í desember í áratug eða svo. Starfsmaðurinn segir sömuleiðis að töluverð óvissa hafi ríkt undanfarið vegna fregna af skuldavanda Teva. Þessi ákvörðun bæti því ekki úr skák.Sögðu upp 14 þúsund manns nýlegaGreint var frá því fyrir tveimur vikum að Teva hefði í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna, eða um 14 þúsund manns. Skuldabyrði félagsins hefur þyngst töluvert eftir að það tók yfir rekstur Actavis og þar með Medis, en kaupin fóru í gegn árið 2015. Samskiptafulltrúi Actavis segir í samtali við Vísi að ekki sé ljóst hvort uppsagnir starfsfólks hér á landi séu í kortunum. Engin fyrirmæli hafi komið frá Teva þess efnis. Þess má geta að Actavis lagði fyrr á þessu ári niður starfsemi lyfjaframleiðslu hér á landi. Gera má ráð fyrir að við þær breytingar hafi um 300 störf flust úr landinu. Til þess að grynnka á skuldum sínum hefur Teva sett Medis í söluferli og segir fulltrúi samskiptasviðs að það ferli sé enn í gangi.
Jól Jólagjafir fyrirtækja Tengdar fréttir Íslenskur forstjóri Teva hættir Gengi hlutabréfa í Teva lækkaði verulega við fregnirnar. 7. desember 2016 11:16 Áttatíu manns hættu hjá Actavis í dag Búist við að lyfjaframleiðslu fyrirtækisins hér á landi verði alfarið hætt í júlí. 28. febrúar 2017 15:33 Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33 Lyfjarisinn Teva vill grynnka á skuldum með sölu á Medis Ísraelski samheitalyfjarisinn Teva leitar að kaupanda að dótturfélagi sínu Medis. Félagið eignaðist Medis þegar það tók yfir rekstur Actavis Generics, samheitalyfjahluta Actavis, síðasta sumar. Um 85 manns starfa hjá Medis hér á landi. 11. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Íslenskur forstjóri Teva hættir Gengi hlutabréfa í Teva lækkaði verulega við fregnirnar. 7. desember 2016 11:16
Áttatíu manns hættu hjá Actavis í dag Búist við að lyfjaframleiðslu fyrirtækisins hér á landi verði alfarið hætt í júlí. 28. febrúar 2017 15:33
Móðurfélag Actavis segir upp 14 þúsund manns Teva, sem einnig er eigandi Allergan, móðurfélags Actavis á Íslandi, hefur í hyggju að segja upp 25 prósent starfsmanna sinna eða um 14 þúsund manns. 14. desember 2017 14:33
Lyfjarisinn Teva vill grynnka á skuldum með sölu á Medis Ísraelski samheitalyfjarisinn Teva leitar að kaupanda að dótturfélagi sínu Medis. Félagið eignaðist Medis þegar það tók yfir rekstur Actavis Generics, samheitalyfjahluta Actavis, síðasta sumar. Um 85 manns starfa hjá Medis hér á landi. 11. ágúst 2017 06:00