Phoebe Philo kveður Céline Ritstjórn skrifar 26. desember 2017 19:30 Glamour/Getty Phoebe Philo, listrænn stjórnandi Céline, er á förum frá tískuhúsinu. Phoebe hefur starfað hjá Céline frá árinu 2008 og hefur tískuhúsið orðið leiðandi í tískuheiminum síðustu ár. Orðrómur um brottför hennar hefur verið á lofti síðustu mánuði, og hefur hann nú verið staðfestur. Það verður erfitt að ímynda sér tískuhúsið án Phoebe, en hún hefur aldeilis sett sinn svip á tískuvikurnar síðustu ár. Hvort sem það eru rykfrakkarnir hennar, blúndukjólarnir eða leðurtöskurnar, flík eða fylgihlutur frá Céline hefur verið á óskalista margra. Phoebe Philo útskrifaðist frá Central Saint Martins í London, og starfaði meðal annars hjá Stella McCartney og Chloé áður en hún hélt til Céline. Það verður áhugavert að vita hvað tekur við hjá henni næst, og enn forvitnilegra að sjá hver skyldi taka við hjá Céline. Mest lesið „Ég er óörugg því að ég þarf að huga að útliti mínu á hverjum einasta degi" Glamour Lærðu rangstöðuregluna og trúðu á ást við fyrstu sýn Glamour Framleiðsla Chanel No.5 í hættu Glamour Vorstemning í glæsilegu boði Sensai Glamour Augabrúnir tennisstjörnu áhyggjuefni á Twitter Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Konur á barmi taugaáfalls Glamour Gigi Hadid var stjarna Tommy Hilfiger í London Glamour Lækka tónlistina í verslunum Abercrombie & Fitch Glamour Beyoncé og Mariah Carey hittust með börnin Glamour
Phoebe Philo, listrænn stjórnandi Céline, er á förum frá tískuhúsinu. Phoebe hefur starfað hjá Céline frá árinu 2008 og hefur tískuhúsið orðið leiðandi í tískuheiminum síðustu ár. Orðrómur um brottför hennar hefur verið á lofti síðustu mánuði, og hefur hann nú verið staðfestur. Það verður erfitt að ímynda sér tískuhúsið án Phoebe, en hún hefur aldeilis sett sinn svip á tískuvikurnar síðustu ár. Hvort sem það eru rykfrakkarnir hennar, blúndukjólarnir eða leðurtöskurnar, flík eða fylgihlutur frá Céline hefur verið á óskalista margra. Phoebe Philo útskrifaðist frá Central Saint Martins í London, og starfaði meðal annars hjá Stella McCartney og Chloé áður en hún hélt til Céline. Það verður áhugavert að vita hvað tekur við hjá henni næst, og enn forvitnilegra að sjá hver skyldi taka við hjá Céline.
Mest lesið „Ég er óörugg því að ég þarf að huga að útliti mínu á hverjum einasta degi" Glamour Lærðu rangstöðuregluna og trúðu á ást við fyrstu sýn Glamour Framleiðsla Chanel No.5 í hættu Glamour Vorstemning í glæsilegu boði Sensai Glamour Augabrúnir tennisstjörnu áhyggjuefni á Twitter Glamour Dress vikunnar - hver flík undir 10 þúsund krónum Glamour Konur á barmi taugaáfalls Glamour Gigi Hadid var stjarna Tommy Hilfiger í London Glamour Lækka tónlistina í verslunum Abercrombie & Fitch Glamour Beyoncé og Mariah Carey hittust með börnin Glamour