Tilkynningarnar meðal annars frá starfsfólki Borgarleikhússins Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 20. desember 2017 14:33 Kristín Eysteinsdóttir vék Atla Rafni fyrirvaralaust frá störfum á dögunum. Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins segir það ekki rétt að brottrekstur Atla Rafns Sigurðarsonar hafi verið byggður á nafnlausum sögum, líkt og fram kom í tilkynningu frá Atla Rafni í gær. Hún segist hafa verið að bregðast við beinum tilkynningum. RÚV greinir frá. „Ég var að bregðast við beinum tilkynningum, meðal annars frá starfsfólki, sem hafa borist beint til leikhússtjóra. Leikhússtjóri, framkvæmdastjóri og stjórn Leikfélags Reykjavíkur voru einhuga um þessa ákvörðun og hún var tekin eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli,“ segir Kristín í samtali við RÚV. Atla Rafni var vikið frá störfum á dögunum vegna áskana sem snúa að MeToo byltingunni svokölluðu. Atli Rafn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði brottreksturinn vera vegna nafnlausra ásakana og að honum hafi ekki verið greint frá því hvers eðlis áskanirnar væru, frá hvaða tíma þær væru eða hverjir ættu í hlut.Málið flókið og viðkvæmt Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Til stóð að Atli Rafn færi með veigamikið hlutverk í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Vísir náði tali af Hörpu í morgun en hún vildi lítið tjá sig um málið og sagði það flókið og viðkvæmt. „Ég get þó sagt að málið tengist Medeu og því verkefni ekki neitt,“ segir Harpa og vísar þá til þeirra ásakana sem eru grundvöllur brottvikningarinnar. Harpa sagði að öllum spurningum vegna málsins yrði að beina til leikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk Riff-Raff, aðstoðarmanns Frank-N-Furter, í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Frumsýningu á sýningunni Medeu hefur verið frestað og verður ný dagsetning tilkynnt síðar. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Kristínu og Atla Rafni í dag og í gær en án árangurs.Uppfært klukkan 16:10Kristín Eysteinsdóttir svaraði skilaboðum fréttastofu á fjórða tímanum. Þar segist hún ekki hafa neinu við það að bæta sem komið hafi fram í tilkynningu frá leikhúsinu í gær og hún sagði við RÚV síðdegis. „Ég hef ekkert frekar um málið að segja að svo stöddu,“ segir Kristín. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Menning MeToo Tengdar fréttir Brottvikning Atla Rafns hafði ekkert með Medeu að gera Mikil óvissa innan Borgarleikhússins. 20. desember 2017 13:12 Atla Rafni ekki kunnugt um hvers eðlis ásakanirnar eru Atli Rafn Sigurðarson segir að brottrekstur hans frá Borgarleikhúsinu komi til vegna nafnlausra áskana á hendur honum sem tengist MeToo byltingunni svokölluðu. 19. desember 2017 15:32 Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Kristín Eysteinsdóttir, leikhússtjóri Borgarleikhússins segir það ekki rétt að brottrekstur Atla Rafns Sigurðarsonar hafi verið byggður á nafnlausum sögum, líkt og fram kom í tilkynningu frá Atla Rafni í gær. Hún segist hafa verið að bregðast við beinum tilkynningum. RÚV greinir frá. „Ég var að bregðast við beinum tilkynningum, meðal annars frá starfsfólki, sem hafa borist beint til leikhússtjóra. Leikhússtjóri, framkvæmdastjóri og stjórn Leikfélags Reykjavíkur voru einhuga um þessa ákvörðun og hún var tekin eftir mikla yfirlegu og að vandlega ígrunduðu máli,“ segir Kristín í samtali við RÚV. Atla Rafni var vikið frá störfum á dögunum vegna áskana sem snúa að MeToo byltingunni svokölluðu. Atli Rafn sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann sagði brottreksturinn vera vegna nafnlausra ásakana og að honum hafi ekki verið greint frá því hvers eðlis áskanirnar væru, frá hvaða tíma þær væru eða hverjir ættu í hlut.Málið flókið og viðkvæmt Atli Rafn hefur verið einn farsælasti leikari þjóðarinnar undanfarin árin. Hann er fastráðinn við Þjóðleikhúsið en er í ársleyfi til að sinna verkefnum í Borgarleikhúsinu. Til stóð að Atli Rafn færi með veigamikið hlutverk í Medeu eftir Evrípídes í leikstjórn Hörpu Arnardóttur, sem átti að vera jólasýning Borgarleikhússins. Vísir náði tali af Hörpu í morgun en hún vildi lítið tjá sig um málið og sagði það flókið og viðkvæmt. „Ég get þó sagt að málið tengist Medeu og því verkefni ekki neitt,“ segir Harpa og vísar þá til þeirra ásakana sem eru grundvöllur brottvikningarinnar. Harpa sagði að öllum spurningum vegna málsins yrði að beina til leikhússins. Þá átti Atli Rafn að fara með hlutverk Riff-Raff, aðstoðarmanns Frank-N-Furter, í Rocky Horror sem samkvæmt sýningaskrá stendur til að frumsýna í mars. Leikstjóri söngleiksins er Marta Nordal. Þá hefur Atli Rafn jafnframt verið að leika í sýningunni Kartöfluæturnar eftir Tyrfing Tyrfingsson í leikstjórn Ólafs Egilssonar sem hefur verið til sýninga á fjölum Borgarleikhússins. Frumsýningu á sýningunni Medeu hefur verið frestað og verður ný dagsetning tilkynnt síðar. Vísir hefur ítrekað reynt að ná tali af Kristínu og Atla Rafni í dag og í gær en án árangurs.Uppfært klukkan 16:10Kristín Eysteinsdóttir svaraði skilaboðum fréttastofu á fjórða tímanum. Þar segist hún ekki hafa neinu við það að bæta sem komið hafi fram í tilkynningu frá leikhúsinu í gær og hún sagði við RÚV síðdegis. „Ég hef ekkert frekar um málið að segja að svo stöddu,“ segir Kristín.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Menning MeToo Tengdar fréttir Brottvikning Atla Rafns hafði ekkert með Medeu að gera Mikil óvissa innan Borgarleikhússins. 20. desember 2017 13:12 Atla Rafni ekki kunnugt um hvers eðlis ásakanirnar eru Atli Rafn Sigurðarson segir að brottrekstur hans frá Borgarleikhúsinu komi til vegna nafnlausra áskana á hendur honum sem tengist MeToo byltingunni svokölluðu. 19. desember 2017 15:32 Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Brottvikning Atla Rafns hafði ekkert með Medeu að gera Mikil óvissa innan Borgarleikhússins. 20. desember 2017 13:12
Atla Rafni ekki kunnugt um hvers eðlis ásakanirnar eru Atli Rafn Sigurðarson segir að brottrekstur hans frá Borgarleikhúsinu komi til vegna nafnlausra áskana á hendur honum sem tengist MeToo byltingunni svokölluðu. 19. desember 2017 15:32
Segja uppsögn Atla Rafns vel ígrundaða Borgarleikhúsið hefur sent frá sér tilkynningu vegna brottreksturs Atla Rafns Sigurðarsonar frá leikhúsinu. 19. desember 2017 13:32