Ford Ranger Raptor á leiðinni Finnur Thorlacius skrifar 9. janúar 2018 11:00 Feluklæddur Ford Ranger Raptor í prófunum. Ford hefur framleitt hinn vinsæla F-150 pallbíl í kraftaútgáfu undir nafninu Raptor. Nú hefur frést að Fotrd ætli að kynna hinn minni Ranger bíl sinn einnig í kraftaútfærslu og það einnig með Raptor nafninu. Ford mun sýna bílinn þann 7. febrúar og það á fremur óvenjulegum stað, í Bangkok í Tælandi. Aðalvélarkosturinn í Ranger Raptor verður 3,5 lítra V6 EcoBoost vélin og í bílnum mun hún skila 443 hestöflum til allra hjólanna og 691 Nm togi. Það ætti að duga vel til að koma þessum talsvert léttari bíl en F-150 vel úr sporunum. Ekki mun skorta gírafjöldann í nýrri sjálfskiptingu, en þeir verða 10 talsins og það ætti að tryggja að bíllinn sé ávallt á réttum snúningi og að allt afl vélar hans nýtist sem best. Ford Raptor er að ganga í gegnum kynslóðaskipti og Raptor útfærsla hans verður af nýrri kynslóð bílsins. Raptor útfærslan verður, líkt og með F-150 Raptor, hærri á vegi en grunnbíllinn og með öflugri fjöðrun og á stærri dekkjum. Það mun líka sjást útlitslega að þar fer Raptor útfærsla hans með meiri hlífðarplötum og viðeigandi merkingum. Heyrst hefur að Ford muni kynna hefðbundna gerð nýrrar kynslóðar Ranger strax í þessum mánuði á Detroit Auto Show sem opnar eftir 5 daga. Líklegt er þó að Ranger og Ranger Raptor komi ekki í sölu fyrr en á seinni helmingi ársins. Ford Ranger Raptor verður smíðaður í Wayne verksmiðju Ford í Michigan. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent
Ford hefur framleitt hinn vinsæla F-150 pallbíl í kraftaútgáfu undir nafninu Raptor. Nú hefur frést að Fotrd ætli að kynna hinn minni Ranger bíl sinn einnig í kraftaútfærslu og það einnig með Raptor nafninu. Ford mun sýna bílinn þann 7. febrúar og það á fremur óvenjulegum stað, í Bangkok í Tælandi. Aðalvélarkosturinn í Ranger Raptor verður 3,5 lítra V6 EcoBoost vélin og í bílnum mun hún skila 443 hestöflum til allra hjólanna og 691 Nm togi. Það ætti að duga vel til að koma þessum talsvert léttari bíl en F-150 vel úr sporunum. Ekki mun skorta gírafjöldann í nýrri sjálfskiptingu, en þeir verða 10 talsins og það ætti að tryggja að bíllinn sé ávallt á réttum snúningi og að allt afl vélar hans nýtist sem best. Ford Raptor er að ganga í gegnum kynslóðaskipti og Raptor útfærsla hans verður af nýrri kynslóð bílsins. Raptor útfærslan verður, líkt og með F-150 Raptor, hærri á vegi en grunnbíllinn og með öflugri fjöðrun og á stærri dekkjum. Það mun líka sjást útlitslega að þar fer Raptor útfærsla hans með meiri hlífðarplötum og viðeigandi merkingum. Heyrst hefur að Ford muni kynna hefðbundna gerð nýrrar kynslóðar Ranger strax í þessum mánuði á Detroit Auto Show sem opnar eftir 5 daga. Líklegt er þó að Ranger og Ranger Raptor komi ekki í sölu fyrr en á seinni helmingi ársins. Ford Ranger Raptor verður smíðaður í Wayne verksmiðju Ford í Michigan.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent