Stýrihópur fjallar um úrbætur í kynferðisofbeldismálum í kjölfar MeToo Kjartan Kjartansson skrifar 19. janúar 2018 14:45 Hópurinn á meðal annars að vinna að áætlun um að útrýma kynbundnu ofbeldi. Vísir/Vilhelm Nýr stýrihópur sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ætlar að skipa á að fjalla um heildstæðar úrbætur sem varða kynferðislegt ofbeldi í framhaldi af mikilli umræðu um slík mál undir myllumerkinu #MeToo. Tilkynnt var um skipan stýrihópsins á vef forsætisráðuneytisins í dag en ákvörðunin var tekin í kjölfar umfjöllunar í ráðherranefnd um jafnréttismál og í ríkisstjórn í morgun. Fulltrúi forsætisráðherra stýrir hópnum og starfsmaður dómsmálaráðuneytisins, sem vinnur að innleiðingu nýrrar aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins, verður varaformaður hópsins. Stýrihópurinn á að fylgja eftir nýju aðgerðaáætluninni með hliðsjón af sáttmála ríkisstjórnarinnar og undirbúa gerð áætlunar í samstarfi við sveitarfélögin um að útrýma kynbundnu ofbeldi, ekki síst stafrænu kynferðisofbeldi. Jafnframt er stýrihópnum ætlað að fylgja því eftir að Istanbúl-samningurinn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi verði fullgiltur. Þá er hópnum ætlað að hafa yfirlit yfir og samræma vinnu hópa sem skipaðir hafa verið á mismunandi sviðum innan stjórnsýslunnar undanfarið í tilefni af „metoo“ umræðunni svonefndu. Stýrihópurinn skal skila yfirliti yfir stöðu framangreindra verkefna og eftir atvikum tillögum um úrbætur og verkefni til ráðherranefndar um jafnréttismál eigi síðar en 1. september 2018. MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Nýr stýrihópur sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, ætlar að skipa á að fjalla um heildstæðar úrbætur sem varða kynferðislegt ofbeldi í framhaldi af mikilli umræðu um slík mál undir myllumerkinu #MeToo. Tilkynnt var um skipan stýrihópsins á vef forsætisráðuneytisins í dag en ákvörðunin var tekin í kjölfar umfjöllunar í ráðherranefnd um jafnréttismál og í ríkisstjórn í morgun. Fulltrúi forsætisráðherra stýrir hópnum og starfsmaður dómsmálaráðuneytisins, sem vinnur að innleiðingu nýrrar aðgerðaáætlunar um meðferð kynferðisbrota innan réttarvörslukerfisins, verður varaformaður hópsins. Stýrihópurinn á að fylgja eftir nýju aðgerðaáætluninni með hliðsjón af sáttmála ríkisstjórnarinnar og undirbúa gerð áætlunar í samstarfi við sveitarfélögin um að útrýma kynbundnu ofbeldi, ekki síst stafrænu kynferðisofbeldi. Jafnframt er stýrihópnum ætlað að fylgja því eftir að Istanbúl-samningurinn um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi verði fullgiltur. Þá er hópnum ætlað að hafa yfirlit yfir og samræma vinnu hópa sem skipaðir hafa verið á mismunandi sviðum innan stjórnsýslunnar undanfarið í tilefni af „metoo“ umræðunni svonefndu. Stýrihópurinn skal skila yfirliti yfir stöðu framangreindra verkefna og eftir atvikum tillögum um úrbætur og verkefni til ráðherranefndar um jafnréttismál eigi síðar en 1. september 2018.
MeToo Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira