Kæri félagsmaður Þorgerður Laufey Diðriksdóttir skrifar 17. janúar 2018 10:16 Í fyrsta skipti í sögu Félags grunnskólakennara gefst félagsmönnum í félaginu kostur að kjósa sér talsmann. Fram að þessu hefur formaður Félags grunnskólakennara verið kosinn fulltrúakosningu á þingi félagsins, síðast árið 2004. Þessar kosningar eru þannig frumraun félagsins í lýðræðislegum kosningum allra félagsmanna um forystu félagsins. Í því samhengi vakna ýmsar spurningar hjá mér, sem frambjóðanda til formennsku fyrir félagið. Til þess að lýðræðið virki eins og því er ætlað að gera er nauðsynlegt að þeir sem eiga að taka afstöðu til þeirra málefna sem kosið er um hverju sinni hafi sem bestar og áreiðanlegastar upplýsingar að byggja á. Þess vegna er brýnt að velta því fyrir sér hvernig best sé að koma upplýsingum til ykkar. Hvernig er best að koma því til skila til ykkar hver ég er og hverjar áherslur mínar og markmið eru? Staða okkar sem nú bjóðum okkur fram til formennsku í Félagi grunnskólakennara er svolítið snúin. Í fyrsta lagi er stutt síðan kosningar til formanns og varaformanns Kennarasambands Íslands fóru fram og í ljósi þess gætu kennarar verið orðnir þreyttir á kosningum til embætta innan Kennarasambandsins. Umræðan í aðdraganda þessara nýafstöðnu kosninga var hörð og svo virðist sem það sé mat margra að kosningar kljúfi okkur sem stétt, frekar en sameini. Í öðru lagi má segja að eðlilegt sé að fórnarkostnaður sé lítill í félagasamtökum þar sem almennir félagsmenn bjóða sig fram til ábyrgðar fyrir stétt sína. Þess vegna held ég að fæstir, eða jafnvel enginn sem býður sig fram til forystu nú, taki sér frí frá vinnu og heimsæki skóla til þess að kynna sig milliliðalaust. Því tel ég eðlilegast að þeir frambjóðendur sem líta á það sem skyldu sína að upplýsa kjósendur eins vel og mögulegt er um það hverjir þeir eru og fyrir hvað þeir standa í þessum formannskosningum geri það í gegnum samfélagsmiðla. Sá háttur getur hins vegar verið íþyngjandi að því leyti að margir líta svo að stuðningsyfirlýsingar sem birtast á samfélagsmiðlum við framboð einstaklinga flokkist í raun undir auglýsingar og að í þeim felist bæði áróður og ýtni. Það er ekki auðvelt að taka þátt í framboði þar sem einstaklingurinn er veginn og metinn. Það gerir það hins vegar auðveldara ef skilningur ríkir meðal félagsmanna um það hversu mikilvægar þessar kosningar eru og hversu miklu það skiptir að allir félagsmenn hafi greiðan aðgang að upplýsingum um frambjóðendur. Við þekkjum það öll að nú á tímum samfélagsmiðla er afar auðvelt að koma skilaboðum áfram. Á sama tíma getur það hins vegar einnig verið ákveðnum erfiðleikum háð að nýta þessa miðla þar sem um svo mikið magn upplýsinga er að ræða sem flæðir yfir fólk að margir reyna að takmarka það og við það fara þessar upplýsingar forgörðum. Ég tek þátt í þessum kosningum á sama hátt og öllum öðrum störfum sem ég hef unnið fyrir stéttina; af mikilli virðingu. Ég tel það vera í samræmi við þá virðingu sem ég ber fyrir ykkur að ég vil gera það sem ég get til þess að upplýsa ykkur um hver ég sé og fyrir hvað ég stend. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, grunnskólakennari og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Laufey Diðriksdóttir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í fyrsta skipti í sögu Félags grunnskólakennara gefst félagsmönnum í félaginu kostur að kjósa sér talsmann. Fram að þessu hefur formaður Félags grunnskólakennara verið kosinn fulltrúakosningu á þingi félagsins, síðast árið 2004. Þessar kosningar eru þannig frumraun félagsins í lýðræðislegum kosningum allra félagsmanna um forystu félagsins. Í því samhengi vakna ýmsar spurningar hjá mér, sem frambjóðanda til formennsku fyrir félagið. Til þess að lýðræðið virki eins og því er ætlað að gera er nauðsynlegt að þeir sem eiga að taka afstöðu til þeirra málefna sem kosið er um hverju sinni hafi sem bestar og áreiðanlegastar upplýsingar að byggja á. Þess vegna er brýnt að velta því fyrir sér hvernig best sé að koma upplýsingum til ykkar. Hvernig er best að koma því til skila til ykkar hver ég er og hverjar áherslur mínar og markmið eru? Staða okkar sem nú bjóðum okkur fram til formennsku í Félagi grunnskólakennara er svolítið snúin. Í fyrsta lagi er stutt síðan kosningar til formanns og varaformanns Kennarasambands Íslands fóru fram og í ljósi þess gætu kennarar verið orðnir þreyttir á kosningum til embætta innan Kennarasambandsins. Umræðan í aðdraganda þessara nýafstöðnu kosninga var hörð og svo virðist sem það sé mat margra að kosningar kljúfi okkur sem stétt, frekar en sameini. Í öðru lagi má segja að eðlilegt sé að fórnarkostnaður sé lítill í félagasamtökum þar sem almennir félagsmenn bjóða sig fram til ábyrgðar fyrir stétt sína. Þess vegna held ég að fæstir, eða jafnvel enginn sem býður sig fram til forystu nú, taki sér frí frá vinnu og heimsæki skóla til þess að kynna sig milliliðalaust. Því tel ég eðlilegast að þeir frambjóðendur sem líta á það sem skyldu sína að upplýsa kjósendur eins vel og mögulegt er um það hverjir þeir eru og fyrir hvað þeir standa í þessum formannskosningum geri það í gegnum samfélagsmiðla. Sá háttur getur hins vegar verið íþyngjandi að því leyti að margir líta svo að stuðningsyfirlýsingar sem birtast á samfélagsmiðlum við framboð einstaklinga flokkist í raun undir auglýsingar og að í þeim felist bæði áróður og ýtni. Það er ekki auðvelt að taka þátt í framboði þar sem einstaklingurinn er veginn og metinn. Það gerir það hins vegar auðveldara ef skilningur ríkir meðal félagsmanna um það hversu mikilvægar þessar kosningar eru og hversu miklu það skiptir að allir félagsmenn hafi greiðan aðgang að upplýsingum um frambjóðendur. Við þekkjum það öll að nú á tímum samfélagsmiðla er afar auðvelt að koma skilaboðum áfram. Á sama tíma getur það hins vegar einnig verið ákveðnum erfiðleikum háð að nýta þessa miðla þar sem um svo mikið magn upplýsinga er að ræða sem flæðir yfir fólk að margir reyna að takmarka það og við það fara þessar upplýsingar forgörðum. Ég tek þátt í þessum kosningum á sama hátt og öllum öðrum störfum sem ég hef unnið fyrir stéttina; af mikilli virðingu. Ég tel það vera í samræmi við þá virðingu sem ég ber fyrir ykkur að ég vil gera það sem ég get til þess að upplýsa ykkur um hver ég sé og fyrir hvað ég stend. Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, grunnskólakennari og frambjóðandi til formanns Félags grunnskólakennara
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar