Tugþúsundir starfa í hættu hjá breskum verktakarisa Daníel Freyr Birkisson skrifar 15. janúar 2018 12:00 Carillion er annað stærsta verktakafyrirtæki Bretlands. vísir/getty Breska verktakafyrirtækið Carillion er á leiðinni í þrot og eru störf 43 þúsund í hættu. Viðræður þessa annars stærsta verktaka Bretlands, lánveitenda og breska ríkisins um að bjarga fyrirtækinu sigldu í strand um helgina. BBC greinir frá. Skuldir hafa hrannast upp hjá Carillion undanfarið eftir misheppnaða samninga í hinum ýmsu verkefnum. Fyrirtækið hefur til að mynda komið að verkefnum á borð við HS2-hraðlestarlínuna á milli London, Birmingham, Leeds og Manchester en einnig að rekstri skóla og fangelsa. Þannig stendur breska ríkið nú frammi fyrir því að þurfa að spýta inn fjármagni til þess að halda opinberri þjónustu sem fyrirtækið hefur komið nálægt gangandi. Phillip Green, stjórnarformaður Carillion, segir þetta mikil sorgartíðindi fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess. Þá hafa starfsmenn verið hvattir til þess að halda áfram að mæta til vinnu og þeir fullvissaðir um að þeir muni fá greitt. Mikilvæg verkefni séu framundan og þá sérstaklega í kringum hinn opinbera geira. Starfsmenn Carillion eru, sem fyrr segir, 43 þúsund talsins á heimsvísu en innan Bretlands eru þeir 20 þúsund. Ekki er enn ljóst hvaða áhrif staða fyrirtækisins mun hafa á starfsmenn þess. Gjaldþrot Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Breska verktakafyrirtækið Carillion er á leiðinni í þrot og eru störf 43 þúsund í hættu. Viðræður þessa annars stærsta verktaka Bretlands, lánveitenda og breska ríkisins um að bjarga fyrirtækinu sigldu í strand um helgina. BBC greinir frá. Skuldir hafa hrannast upp hjá Carillion undanfarið eftir misheppnaða samninga í hinum ýmsu verkefnum. Fyrirtækið hefur til að mynda komið að verkefnum á borð við HS2-hraðlestarlínuna á milli London, Birmingham, Leeds og Manchester en einnig að rekstri skóla og fangelsa. Þannig stendur breska ríkið nú frammi fyrir því að þurfa að spýta inn fjármagni til þess að halda opinberri þjónustu sem fyrirtækið hefur komið nálægt gangandi. Phillip Green, stjórnarformaður Carillion, segir þetta mikil sorgartíðindi fyrir fyrirtækið og starfsmenn þess. Þá hafa starfsmenn verið hvattir til þess að halda áfram að mæta til vinnu og þeir fullvissaðir um að þeir muni fá greitt. Mikilvæg verkefni séu framundan og þá sérstaklega í kringum hinn opinbera geira. Starfsmenn Carillion eru, sem fyrr segir, 43 þúsund talsins á heimsvísu en innan Bretlands eru þeir 20 þúsund. Ekki er enn ljóst hvaða áhrif staða fyrirtækisins mun hafa á starfsmenn þess.
Gjaldþrot Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira