Klisjan 2020 Pawel Bartoszek skrifar 15. janúar 2018 07:00 Ég veit upp á hár hvernig ég vil hafa næsta forseta Bandaríkjanna. Ég vil ekkert frumlegt, nýtt, eða ferskt. Bandaríska þjóðin valdi ansi ferskt og frumlegt síðast. Næsta týpa sem velst í þetta starf þarf að vera holdgervingur ófrumleikans; spaghettí bolognese í mannsmynd. Já, við þurfum Klisju.Klisja vex úr grasi Mér er sama hvar Klisja er fædd. Eina krafan sem ég geri að að hún tali vel um heimabæ sinn og fjölskyldu og búi til sögu sem hylji efnahagslegan bakgrunn hennar. Segi að foreldrar sínir hafi unnið mikið en samt elskað sig og gefið sér hvolp. Eða hjálpað sér að eignast fyrsta bílinn. Klisjan þarf að geta lýst fyrsta bílnum sínum rækilega. Já, og bíllinn verður að vera amerískur. Mér er reyndar sama þó að Klisjan sé efnuð. Hún má alveg vera efnuð en þá þarf hún bara að vinna sig upp ættartréð, finna fátækan forföður og rifja upp hjartnæma sögu hans: „Langaafi minn kom hingað frá Ítalíu í stuttbuxum og nærbol einum fata, en fann vinnu og vann 18 tíma á dag. Bara til að við hefðum það betra. Ég hugsa oft til hans.“…lærir lögfræði Menntun Klisjunnar skiptir miklu máli. Eina menntunin sem ég tek gilda hjá Klisju-forseta er lögfræði eða stjórnmálafræði. Ég vil að kennarar og samnemendur minnist Klisjunnar sem metnaðarfulls nemanda sem var um leið algerlega áhugalaus um akademískan frama. Ég vil fá einhvern sem var frábær í lögfræði (eða stjórnmálafræði) en leiddist hún samt. Ég vil einhvern sem kláraði bara námið til að geta sagst vera eitthvað í fyrsta prófkjörinu. Ég fyrirgef Klisjunni stutt stopp á vinnumarkaðnum, en aðeins ef það er hluti af blygðunarlausri ímyndaruppbyggingu. Klisjan þarf að geta sagt hluti á borð við: „Eftir námið gat ég hvergi fundið vinnu, svo ég steikti borgara í vegasjoppu. En svo vann ég mig upp í það að vera aðstoðarmaður þingmanns. Svona eru Bandaríkin!“ Ég vil ekki viðskiptabakgrunn nema í skötulíki, og þá aðeins við eigin fjölskyldurekstur og aðeins sem augljósan biðleik í stjórnmálum. Og kæra fólk með raunvísinda- eða hagfræðimenntun! Haldið áfram að pikka á reiknivélina, forsetaembættið er ekki fyrir ykkur.…tranar sér fram Klisjan á með engu móti að geta kallað sig utanbæjarmanneskju í stjórnmálum. Klisjan þarf að hafa búið í Washington meirihluta ævinnar, þó hún megi halda lögheimilinu annars staðar. Til að það lúkki betur. Klisjan þarf helst að hafa skráð sig í stjórnmálaflokk fyrir tvítugt. Mér er sama í hvorn flokkinn. Ef Klisjan er frá Suðurríkjunum þá finnst mér ekkert að því ef hún hefur byrjað ferilinn hjá Repúblíkönum. Ef Klisjan er frá New York þá tek ég ekki mark á henni nema að hún hafi skráð sig í Demókrata á fyrsta ári í háskóla. Þá er ekkert að því að Klisjan einfaldlega skipti um flokk ef ferill hennar er ekki að fara neitt. Hins vegar vil ég ekki sjá fólk sem byrjaði í smáflokkum eða var jafnvel óflokksbundið langt fram á fullorðinsár. Ferill Klisjunnar í stjórnmálum má innihalda hæðir og lægðir, sigra og töp, tímabil þar sem klisjan situr í kjörnum embættum sem og tímabil þar sem hún hreppir augljósa bitlinga vegna pólitískra tengsla. Stjórnarsetur, aðstoðarmannastöður, kosningabaráttugigg, verkefni á vegum lobbýista eða flokkspólitískra hugveitna. Klisjan þarf að halda sér í faginu. Því pólitík er fag.…og verður leiðinlegur forseti Ég vil ekki að Klisjan sé þekkt fyrir „hreinskilni“. Forseti á ekki að segja hlutina „eins og þeir eru“. Forseti á tala eins og fagmaður. Þegar Klisju-forseti tekur til máls á fólki ekki að líða eins og þegar það er langt liðið á brúðkaupsveisluna og furðulegi frændinn, sem allir vita að fílaði fyrri makann betur, vill fá að halda ræðu. Við kvörtum undan því að stjórnmálamenn tali í gátum og vilji engan stuða. En kannski gera þeir það bara út af því að það er skárra þannig. Kannski er skárra að vera með fagmenn sem tala í klisjum og eru klisjur. Við höfum nú allavega prófað hitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Ég veit upp á hár hvernig ég vil hafa næsta forseta Bandaríkjanna. Ég vil ekkert frumlegt, nýtt, eða ferskt. Bandaríska þjóðin valdi ansi ferskt og frumlegt síðast. Næsta týpa sem velst í þetta starf þarf að vera holdgervingur ófrumleikans; spaghettí bolognese í mannsmynd. Já, við þurfum Klisju.Klisja vex úr grasi Mér er sama hvar Klisja er fædd. Eina krafan sem ég geri að að hún tali vel um heimabæ sinn og fjölskyldu og búi til sögu sem hylji efnahagslegan bakgrunn hennar. Segi að foreldrar sínir hafi unnið mikið en samt elskað sig og gefið sér hvolp. Eða hjálpað sér að eignast fyrsta bílinn. Klisjan þarf að geta lýst fyrsta bílnum sínum rækilega. Já, og bíllinn verður að vera amerískur. Mér er reyndar sama þó að Klisjan sé efnuð. Hún má alveg vera efnuð en þá þarf hún bara að vinna sig upp ættartréð, finna fátækan forföður og rifja upp hjartnæma sögu hans: „Langaafi minn kom hingað frá Ítalíu í stuttbuxum og nærbol einum fata, en fann vinnu og vann 18 tíma á dag. Bara til að við hefðum það betra. Ég hugsa oft til hans.“…lærir lögfræði Menntun Klisjunnar skiptir miklu máli. Eina menntunin sem ég tek gilda hjá Klisju-forseta er lögfræði eða stjórnmálafræði. Ég vil að kennarar og samnemendur minnist Klisjunnar sem metnaðarfulls nemanda sem var um leið algerlega áhugalaus um akademískan frama. Ég vil fá einhvern sem var frábær í lögfræði (eða stjórnmálafræði) en leiddist hún samt. Ég vil einhvern sem kláraði bara námið til að geta sagst vera eitthvað í fyrsta prófkjörinu. Ég fyrirgef Klisjunni stutt stopp á vinnumarkaðnum, en aðeins ef það er hluti af blygðunarlausri ímyndaruppbyggingu. Klisjan þarf að geta sagt hluti á borð við: „Eftir námið gat ég hvergi fundið vinnu, svo ég steikti borgara í vegasjoppu. En svo vann ég mig upp í það að vera aðstoðarmaður þingmanns. Svona eru Bandaríkin!“ Ég vil ekki viðskiptabakgrunn nema í skötulíki, og þá aðeins við eigin fjölskyldurekstur og aðeins sem augljósan biðleik í stjórnmálum. Og kæra fólk með raunvísinda- eða hagfræðimenntun! Haldið áfram að pikka á reiknivélina, forsetaembættið er ekki fyrir ykkur.…tranar sér fram Klisjan á með engu móti að geta kallað sig utanbæjarmanneskju í stjórnmálum. Klisjan þarf að hafa búið í Washington meirihluta ævinnar, þó hún megi halda lögheimilinu annars staðar. Til að það lúkki betur. Klisjan þarf helst að hafa skráð sig í stjórnmálaflokk fyrir tvítugt. Mér er sama í hvorn flokkinn. Ef Klisjan er frá Suðurríkjunum þá finnst mér ekkert að því ef hún hefur byrjað ferilinn hjá Repúblíkönum. Ef Klisjan er frá New York þá tek ég ekki mark á henni nema að hún hafi skráð sig í Demókrata á fyrsta ári í háskóla. Þá er ekkert að því að Klisjan einfaldlega skipti um flokk ef ferill hennar er ekki að fara neitt. Hins vegar vil ég ekki sjá fólk sem byrjaði í smáflokkum eða var jafnvel óflokksbundið langt fram á fullorðinsár. Ferill Klisjunnar í stjórnmálum má innihalda hæðir og lægðir, sigra og töp, tímabil þar sem klisjan situr í kjörnum embættum sem og tímabil þar sem hún hreppir augljósa bitlinga vegna pólitískra tengsla. Stjórnarsetur, aðstoðarmannastöður, kosningabaráttugigg, verkefni á vegum lobbýista eða flokkspólitískra hugveitna. Klisjan þarf að halda sér í faginu. Því pólitík er fag.…og verður leiðinlegur forseti Ég vil ekki að Klisjan sé þekkt fyrir „hreinskilni“. Forseti á ekki að segja hlutina „eins og þeir eru“. Forseti á tala eins og fagmaður. Þegar Klisju-forseti tekur til máls á fólki ekki að líða eins og þegar það er langt liðið á brúðkaupsveisluna og furðulegi frændinn, sem allir vita að fílaði fyrri makann betur, vill fá að halda ræðu. Við kvörtum undan því að stjórnmálamenn tali í gátum og vilji engan stuða. En kannski gera þeir það bara út af því að það er skárra þannig. Kannski er skárra að vera með fagmenn sem tala í klisjum og eru klisjur. Við höfum nú allavega prófað hitt.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun