Hljómsveit eins og hljómsveitir eiga að vera Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. janúar 2018 10:15 Budapest Festival Orchestra er tíður gestur í helstu tónleikasölum heims en er líka vikulega með ókeypis tónleika á hjúkrunarheimilum, í kirkjum og fleiri stofnunum og reglulega "kakótónleika“ fyrir yngstu áheyrendurna. Ég hef aldrei spilað með þessari hljómsveit sjálfur. Bara fylgst með henni og farið á tónleika þegar ég hef haft tækifæri til, meðal annars í New York þegar ég var í námi þar,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanisti þegar hann er beðinn um álit sitt á Budapest Festival Orchestra. „Ungverjar eru mjög skemmtileg þjóð, mér finnst einhver svona nett geggjun í þeim, kannski segja einhverjar gamlar sígaunarætur til sín. Einn vinur minn og samstarfsmaður, Istvan Vardai sellóleikari, einn sá besti í heimi, er ungverskur og eftir að ég fór að vinna með honum skil ég af hverju þessi sveit er svona góð og hressandi, Ungverjar elska að koma á óvart, það er einhver leikur í þeim sem er erfitt að lýsa.“"Ég skil af hverju þess sveit er svona góð og hressandi, Ungverjar elska að koma á óvart. Það er einhver leikur í þeim sem erfitt er að lýsa,“ segir Víkingur Heiðar. Vísir/EyþórVíkingur Heiðar telur hina ungversku sinfóníuhljómsveit eins og sveitir eigi að vera. Hvað á hann við með því? „Hún er rosalega mikil heild en á sama tíma eru margir einstaklingar þar sem geta tekið persónulega afstöðu til verkanna. Með öðrum orðum – það er mjög gaman að heyra einleiksstrófurnar innan úr sveitinni. Svo er stjórnandinn, Iván Fischer, sá sem stofnaði sveitina 1983 búinn að vera aðalstjórnandi hennar allan tímann. Hann hefur ákveðinn snillingsbjarma yfir sér, getur spilað á vel flest hljóðfæri sveitarinnar og þau eru ansi mörg. Hann getur líka stjórnað hverju sem honum sýnist út frá minni, man allt – hann er næstum því ógnvekjandi snjall – en líka ógeðslega skemmtilegur og mikill töffari. Svo er hann tónskáld og næstum andar músík.“ Ekki kveðst Víkingur Heiðar hafa haft hönd í bagga með að fá hljómsveitina hingað. „Það kom mér mjög ánægjulega á óvart að hún væri að koma,“ segir hann og kveðst líka hrifinn af verkunum sem hún ætli að flytja, nefnir sem dæmi Sinfóníu númer 2 eftir Rachmaninov sem hann segir stórkostlega tónsmíð og höfundinn vanmetið tónskáld og Píanókonsert númer 3 í c-moll eftir Beethoven. „Með þessum konsert opnaði Beethoven nýja heima inn í konsertformið, hlutverk einleikarans er viðameira en áður, risastór, geggjuð kadensa, svo er annar þátturinn hálfgert himnaríki þegar hann hefst, einhvers konar eintal píanistans við almættið, ef við getum orðað það svo,“ segir Víkingur Heiðar sem telur komu þessarar sveitar geta verið viðburð ársins í Eldborg. „Svona gerist ekki á hverjum degi, ekki einu sinni á hverju ári.“„Það verður fróðlegt að heyra í hljómsveit af þessari stærðargráðu í Eldborg,“ segir Melkorka. Mynd/Rut SigurðardóttirTöff bassadeild „Við höfum reynt að bjóða eina stóra og fræga sinfóníuhljómsveit velkomna í Hörpu árlega frá því húsið var opnað,“ segir Melkorka Ólafsdóttir, dagskrárstjóri tónlistar í Hörpu. „Búdapest Festival Orchestra er með þeim allra bestu og röðin komin að henni. Svo búum við svo vel að hafa hús sem er á milli Evrópu og Ameríku, sveitin er á leið frá New York til Aþenu og við vorum heppin að næla í hana á leiðinni.“En þarf ekki að skipuleggja svona heimsókn með löngum fyrirvara? „Jú, þessar stærstu hljómsveitir skipuleggja sig minnst tvö ár fram í tímann, þannig að það þarf að hafa góðan fyrirvara og undirbúningur er mikill. Sveitin kemur með öll hljóðfærin með sér í tveimur flugvélum, til dæmis átta fimm strengja kontrabassa sem eru ekki til á Íslandi. Þetta er heljar batterí en það verður fróðlegt að heyra í hljómsveit af þessari stærðargráðu í Eldborg.“ Melkorka segir tæplega 90 manns í sveitinni. „Það er ekki algengt að bassadeildin sé svona þykk, það verður svolítið töff, örugglega,“ segir hún spennt. „Ivan Fischer er algerlega einstakur músíkant, maður sem gerir í því að breyta út af hefðum, taka áheyrendur með sér og gera alls konar óvenjulega hluti. Það er líka magnað að hljómsveitin er ekki nema rúmlega þrjátíu ára en samt meðal tíu bestu hljómsveita heims, ásamt sveitum sem eru búnar að vera til í 200 ár. Hún skaust upp á stjörnuhimininn um leið og hún varð til. Kristinn Sigmunds, sem hefur sungið mikið með henni, alveg geislar þegar hann talar um hana.“ Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira
Ég hef aldrei spilað með þessari hljómsveit sjálfur. Bara fylgst með henni og farið á tónleika þegar ég hef haft tækifæri til, meðal annars í New York þegar ég var í námi þar,“ segir Víkingur Heiðar Ólafsson píanisti þegar hann er beðinn um álit sitt á Budapest Festival Orchestra. „Ungverjar eru mjög skemmtileg þjóð, mér finnst einhver svona nett geggjun í þeim, kannski segja einhverjar gamlar sígaunarætur til sín. Einn vinur minn og samstarfsmaður, Istvan Vardai sellóleikari, einn sá besti í heimi, er ungverskur og eftir að ég fór að vinna með honum skil ég af hverju þessi sveit er svona góð og hressandi, Ungverjar elska að koma á óvart, það er einhver leikur í þeim sem er erfitt að lýsa.“"Ég skil af hverju þess sveit er svona góð og hressandi, Ungverjar elska að koma á óvart. Það er einhver leikur í þeim sem erfitt er að lýsa,“ segir Víkingur Heiðar. Vísir/EyþórVíkingur Heiðar telur hina ungversku sinfóníuhljómsveit eins og sveitir eigi að vera. Hvað á hann við með því? „Hún er rosalega mikil heild en á sama tíma eru margir einstaklingar þar sem geta tekið persónulega afstöðu til verkanna. Með öðrum orðum – það er mjög gaman að heyra einleiksstrófurnar innan úr sveitinni. Svo er stjórnandinn, Iván Fischer, sá sem stofnaði sveitina 1983 búinn að vera aðalstjórnandi hennar allan tímann. Hann hefur ákveðinn snillingsbjarma yfir sér, getur spilað á vel flest hljóðfæri sveitarinnar og þau eru ansi mörg. Hann getur líka stjórnað hverju sem honum sýnist út frá minni, man allt – hann er næstum því ógnvekjandi snjall – en líka ógeðslega skemmtilegur og mikill töffari. Svo er hann tónskáld og næstum andar músík.“ Ekki kveðst Víkingur Heiðar hafa haft hönd í bagga með að fá hljómsveitina hingað. „Það kom mér mjög ánægjulega á óvart að hún væri að koma,“ segir hann og kveðst líka hrifinn af verkunum sem hún ætli að flytja, nefnir sem dæmi Sinfóníu númer 2 eftir Rachmaninov sem hann segir stórkostlega tónsmíð og höfundinn vanmetið tónskáld og Píanókonsert númer 3 í c-moll eftir Beethoven. „Með þessum konsert opnaði Beethoven nýja heima inn í konsertformið, hlutverk einleikarans er viðameira en áður, risastór, geggjuð kadensa, svo er annar þátturinn hálfgert himnaríki þegar hann hefst, einhvers konar eintal píanistans við almættið, ef við getum orðað það svo,“ segir Víkingur Heiðar sem telur komu þessarar sveitar geta verið viðburð ársins í Eldborg. „Svona gerist ekki á hverjum degi, ekki einu sinni á hverju ári.“„Það verður fróðlegt að heyra í hljómsveit af þessari stærðargráðu í Eldborg,“ segir Melkorka. Mynd/Rut SigurðardóttirTöff bassadeild „Við höfum reynt að bjóða eina stóra og fræga sinfóníuhljómsveit velkomna í Hörpu árlega frá því húsið var opnað,“ segir Melkorka Ólafsdóttir, dagskrárstjóri tónlistar í Hörpu. „Búdapest Festival Orchestra er með þeim allra bestu og röðin komin að henni. Svo búum við svo vel að hafa hús sem er á milli Evrópu og Ameríku, sveitin er á leið frá New York til Aþenu og við vorum heppin að næla í hana á leiðinni.“En þarf ekki að skipuleggja svona heimsókn með löngum fyrirvara? „Jú, þessar stærstu hljómsveitir skipuleggja sig minnst tvö ár fram í tímann, þannig að það þarf að hafa góðan fyrirvara og undirbúningur er mikill. Sveitin kemur með öll hljóðfærin með sér í tveimur flugvélum, til dæmis átta fimm strengja kontrabassa sem eru ekki til á Íslandi. Þetta er heljar batterí en það verður fróðlegt að heyra í hljómsveit af þessari stærðargráðu í Eldborg.“ Melkorka segir tæplega 90 manns í sveitinni. „Það er ekki algengt að bassadeildin sé svona þykk, það verður svolítið töff, örugglega,“ segir hún spennt. „Ivan Fischer er algerlega einstakur músíkant, maður sem gerir í því að breyta út af hefðum, taka áheyrendur með sér og gera alls konar óvenjulega hluti. Það er líka magnað að hljómsveitin er ekki nema rúmlega þrjátíu ára en samt meðal tíu bestu hljómsveita heims, ásamt sveitum sem eru búnar að vera til í 200 ár. Hún skaust upp á stjörnuhimininn um leið og hún varð til. Kristinn Sigmunds, sem hefur sungið mikið með henni, alveg geislar þegar hann talar um hana.“
Menning Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið Sjá meira