Hlýnun fer fram úr viðmiði Parísarsamkomulagsins um miðja öldina Kjartan Kjartansson skrifar 12. janúar 2018 10:07 Taka þarf kolaorkuver um allan heim úr notkun á allra næstu árum ef menn ætla að draga nógu mikið úr losun á gróðurhúsalofttegundum til að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Vísir/AFP Mannkynið þarf ekki aðeins að draga verulega úr losun á gróðurhúsalofttegundum heldur einnig byrja að soga koltvísýring úr lofthjúpnum ef það ætlar sér að náð metnarfyllra markmiði Parísarsakomulagsins. Samkvæmt drögum að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna nær hlýnun jarðar 1,5°C um miðja þessa öld að óbreyttu. Í Parísarsamkomulaginu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga var miðað við að hlýnun jarðar færi ekki yfir 2°C á þessari öld. Nokkur ríki, fyrst og fremst Kyrrahafseyjar sem eru í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar, komu því hins vegar til leiðar að samkomulagið kveður á um að hlýnuninni verði haldið innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Ekki er útlit fyrir að þetta metnarfyllra markmið náist. Samkvæmt drögum að skýrslu loftslagsnefndar SÞ (IPCC) um 1,5°C-markmiðið verða ríkisstjórnir heims að hefja fordæmalaust byltingu í orkumálum og hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis eins og olíu, kola og gass. Það dugar þó ekki eitt og sér til heldur þurfa menn að binda kolefni sem er þegar í lofthjúpnum. Engar stórtækar tæknilegar lausnir eru til þess sem stendur aðrar en kolefnisbinding með gróðri. Að öðrum kosti verði farið yfir 1,5°C-markmiði á 5. áratug þessarar aldar. Meðalhiti jarðar hefur þegar hækkað um 1°C frá iðnbyltingu. „Það er mikil hætta á að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu,“ segir í skýrsludrögunum sem Reuters-fréttastofan hefur séð.Sprengjum þakið innan sextán ára að óbreyttuJafnvel þó að metnaðarfyllra markmiði næðist telja vísindamenn að það dygði ekki til að koma í veg fyrir dauða kóralrifja og bráðnunar íss á Grænlandi og vestanverðu Suðurskautslandinu sem hækkar yfirborð sjávar. IPCC áætlar að svonefnt kolefnisþak, það magn gróðurhúsalofttegunda sem menn geta enn losað áður en þeir fara yfir viðmið sín um hlýnun, sé um 580 milljarðar tonna ef meira en 50% líkur eiga að vera á því að ná 1,5°C-markmiðinu. Miðað við núverandi losun tæki það jarðarbúa 12-16 ár að fara yfir losunarþakið. Drögin voru send ríkisstjórnum og sérfræðingum til umsagnar í vikunni. Talsmaður IPPC segir við Reuters að drögin séu ekki ætluð til birtingar. Orðalag skýrslunnar geti enn tekið miklum breytingum. Loftslagsmál Tengdar fréttir Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Mannkynið þarf ekki aðeins að draga verulega úr losun á gróðurhúsalofttegundum heldur einnig byrja að soga koltvísýring úr lofthjúpnum ef það ætlar sér að náð metnarfyllra markmiði Parísarsakomulagsins. Samkvæmt drögum að nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna nær hlýnun jarðar 1,5°C um miðja þessa öld að óbreyttu. Í Parísarsamkomulaginu um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga var miðað við að hlýnun jarðar færi ekki yfir 2°C á þessari öld. Nokkur ríki, fyrst og fremst Kyrrahafseyjar sem eru í hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar, komu því hins vegar til leiðar að samkomulagið kveður á um að hlýnuninni verði haldið innan við 1,5°C sé þess nokkur kostur. Ekki er útlit fyrir að þetta metnarfyllra markmið náist. Samkvæmt drögum að skýrslu loftslagsnefndar SÞ (IPCC) um 1,5°C-markmiðið verða ríkisstjórnir heims að hefja fordæmalaust byltingu í orkumálum og hverfa frá notkun jarðefnaeldsneytis eins og olíu, kola og gass. Það dugar þó ekki eitt og sér til heldur þurfa menn að binda kolefni sem er þegar í lofthjúpnum. Engar stórtækar tæknilegar lausnir eru til þess sem stendur aðrar en kolefnisbinding með gróðri. Að öðrum kosti verði farið yfir 1,5°C-markmiði á 5. áratug þessarar aldar. Meðalhiti jarðar hefur þegar hækkað um 1°C frá iðnbyltingu. „Það er mikil hætta á að hnattræn hlýnun verði meiri en 1,5°C miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu,“ segir í skýrsludrögunum sem Reuters-fréttastofan hefur séð.Sprengjum þakið innan sextán ára að óbreyttuJafnvel þó að metnaðarfyllra markmiði næðist telja vísindamenn að það dygði ekki til að koma í veg fyrir dauða kóralrifja og bráðnunar íss á Grænlandi og vestanverðu Suðurskautslandinu sem hækkar yfirborð sjávar. IPCC áætlar að svonefnt kolefnisþak, það magn gróðurhúsalofttegunda sem menn geta enn losað áður en þeir fara yfir viðmið sín um hlýnun, sé um 580 milljarðar tonna ef meira en 50% líkur eiga að vera á því að ná 1,5°C-markmiðinu. Miðað við núverandi losun tæki það jarðarbúa 12-16 ár að fara yfir losunarþakið. Drögin voru send ríkisstjórnum og sérfræðingum til umsagnar í vikunni. Talsmaður IPPC segir við Reuters að drögin séu ekki ætluð til birtingar. Orðalag skýrslunnar geti enn tekið miklum breytingum.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Opinber skýrsla um loftslagsbreytingar stangast á við yfirlýsingar stjórnar Trump Efasemdir Trump og félaga um loftslagsvísindi eru í engu samræmi við umfangsmestu skýrslu alríkisstjórnar þeirra um loftslagsbreytingar, orsakir þeirra og afleiðingar. 3. nóvember 2017 15:39