Gucci opnar fínan veitingastað Ritstjórn skrifar 10. janúar 2018 09:45 Glamour/Getty Gucci hefur opnað fimmtíu-sæta veitingastað á torginu Piazza della Signoria í Flórens, þar sem boðið er upp á lúxus upplifun og fínan mat. Staðurinn heitir Gucci Osteria. Viðskiptavinir Gucci geta nú upplifað tískuhúsið í gegnum mat en ekki einungis fatnað og fylgihluti. Fatamerki um allan heim leita nú að aðferðum til að byggja upp upplifun viðskiptavinarins á merkinu, og er Gucci Osteria tilraun til þess. Á matseðlinum verður meðal annars boðið upp á sveppa-risotto og parmesan-pasta, og mun hver réttur kosta á bilinu 20- 30 evrur. Fínn matur er lúxus-vara rétt eins og tískan er, svo þetta gæti verið rétta skrefið fyrir Gucci. Yfirkokkur veitingastaðarins heitir Massimo Bottura, en hann hefur hlotið þrjár Michelin-stjörnur á ferli sínum, fyrir staðinn Osteria Francescana. Maturinn verður án efa gómsætur. Það verður gaman að sjá hvort önnur stór lúxus-tískuhús fylgi eftir Gucci í þessum efnum, en Gucci hefur verið ákveðinn brautryðjandi þegar kemur að markaðssetningu og ákvörðunum sem teknar voru á síðasta ári. Sjá: Gucci hættir að nota loð. Mest lesið Síðasta sería Girls frumsýnd Glamour Borguðu drottningunni minna en prinsinum Glamour "Þetta er ekki mynd af því sem ég sé í speglinum“ Glamour Sló í gegn í kápu eftir Stellu McCartney Glamour Naomi Campell situr fyrir í Puma-línu Rihönna Glamour Kendall blæs á sögusagnir um lýtaaðgerðir Glamour Olivia Palermo á forsíðu febrúarblaðs Glamour Glamour Katy Perry nýtt andlit Moschino Glamour Jenner er drottning götutískunnar Glamour Carine Roitfeld hannar línu fyrir Uniqlo Glamour
Gucci hefur opnað fimmtíu-sæta veitingastað á torginu Piazza della Signoria í Flórens, þar sem boðið er upp á lúxus upplifun og fínan mat. Staðurinn heitir Gucci Osteria. Viðskiptavinir Gucci geta nú upplifað tískuhúsið í gegnum mat en ekki einungis fatnað og fylgihluti. Fatamerki um allan heim leita nú að aðferðum til að byggja upp upplifun viðskiptavinarins á merkinu, og er Gucci Osteria tilraun til þess. Á matseðlinum verður meðal annars boðið upp á sveppa-risotto og parmesan-pasta, og mun hver réttur kosta á bilinu 20- 30 evrur. Fínn matur er lúxus-vara rétt eins og tískan er, svo þetta gæti verið rétta skrefið fyrir Gucci. Yfirkokkur veitingastaðarins heitir Massimo Bottura, en hann hefur hlotið þrjár Michelin-stjörnur á ferli sínum, fyrir staðinn Osteria Francescana. Maturinn verður án efa gómsætur. Það verður gaman að sjá hvort önnur stór lúxus-tískuhús fylgi eftir Gucci í þessum efnum, en Gucci hefur verið ákveðinn brautryðjandi þegar kemur að markaðssetningu og ákvörðunum sem teknar voru á síðasta ári. Sjá: Gucci hættir að nota loð.
Mest lesið Síðasta sería Girls frumsýnd Glamour Borguðu drottningunni minna en prinsinum Glamour "Þetta er ekki mynd af því sem ég sé í speglinum“ Glamour Sló í gegn í kápu eftir Stellu McCartney Glamour Naomi Campell situr fyrir í Puma-línu Rihönna Glamour Kendall blæs á sögusagnir um lýtaaðgerðir Glamour Olivia Palermo á forsíðu febrúarblaðs Glamour Glamour Katy Perry nýtt andlit Moschino Glamour Jenner er drottning götutískunnar Glamour Carine Roitfeld hannar línu fyrir Uniqlo Glamour