Hvers vegna styðjum við íslenskan landbúnað? Margrét Gísladóttir skrifar 29. janúar 2018 13:21 Í nýliðinni viku var málþing á vegum grænmetisæta á Íslandi þar sem velt var upp þeirri spurningu hvers vegna neytendur væru að greiða „mjólkurskatt” en þar var átt við greiðslur úr ríkissjóði til kúabænda í mjólkurframleiðslu. Var daðrað við þá hugmynd að afnema greiðslur til kúabænda á þeim grundvelli að neyslumynstur fólks sé að breytast og ríkissjóður eigi ekki að styðja við framleiðslu á vöru sem ekki allir eru að neyta. Einnig komu upp hugmyndir um hvort skattgreiðendur gætu valið í hvað skattarnir þeirra fara í og þá gæti fólk til dæmis valið að styðja við grænmetisrækt í stað mjólkurframleiðslu og þar eftir götum. Þetta er um margt áhugavert sjónarmið sem er sjálfsagt að ræða. Á síðasta ári seldust mjólkurvörur unnar úr 145 milljón lítrum af mjólk hér á landi. Neyslan hefur aukist ár frá ári þó hún sveiflist á milli vöruflokka. Við neytum minni drykkjarmjólkur en höfum stóraukið neyslu okkar á smjöri og ostum svo dæmi sé tekið. Það er því erfitt að halda því fram að neysla mjólkurvara hafi tekið stórkostlegum breytingum. Í dag erum við með verðlagsnefnd sem ákveður verð til bænda og heildsöluverð ýmissa mjólkurvara. Sem dæmi eru smjör og drykkjarmjólk seld töluvert undir framleiðslukostnaðarverði og því ódýrari fyrir neytendur en ella. Vissulega kjósa ekki allir að neyta mjólkurvara en það á við um margt annað sem stutt er af stjórnvöldum, þjónustu eða iðnað, og er efni í sérstaka umræðu um hlutverk og forgangsröðun ríkissjóðs. Kúabú fyrst og fremst fjölskyldubú Flest lönd í heiminum styðja á einn eða annan hátt við innlendan landbúnað, meðal annars til að styðja við skynsamlega landnýtingu og fæðuöryggi. Það má segja að –þegar öllu er á botninn hvolft- sé það pólitísk ákvörðun hvort stundaður sé landbúnaður á Íslandi. Ef stuðningsgreiðslna nyti ekki við í einhverri mynd myndi samþjöppun óumflýjanlega eiga sér stað og kúabú í dreifðari byggðum myndu fyrst leggja upp laupana. Hvert bú þyrfti að halda mun fleiri gripi til að skila hagnaði, en í dag er meðalbúið að Íslandi með 47 kýr og miðast að mestu leyti við fjölskyldubú þar sem fjölskyldan á og rekur búið fremur en um sé að ræða eigendur og starfsmenn (til samanburðar er meðalkúabú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum með 1.241 kýr). Hér er margt undir svo sem landnýting og byggð í dreifðari sveitum, fjölbreytileiki í atvinnulífi, ásýnd dreifbýlis og eðli landbúnaðar sem við viljum að stundaður sé í landinu. Ef við værum einungis að hugsa um krónur og aura þá er það svo að við gætum raunverulega flutt inn allar mjólkurvörur sem neytt er hérlendis. Þá þyrftu engin kúabú að vera á Íslandi. Það myndi líklega skila sér í lægra verði fyrir neytendur, fyrst um sinn. En er það samfélagsgerð sem við viljum? Þess má geta að innfluttar mjólkurvörur hafa einnig hlotið opinberan stuðning í sínu upprunalandi. Varðandi upplýsingar til neytenda þá er hægt að sjá uppruna vörunnar í dag en lyfjanotkun, aðstaða dýra, starfsumhverfi og launakjör bænda er annað mál. Þverpólitísk samstaða um stuðning við íslenskan landbúnað Íslensk nautgriparækt hefur sérstöðu á mörgum sviðum. Helst ber að nefna okkar séríslenska kúakyn, eina minnstu notkun sýklalyfja í heiminum, lög um útigöngu gripa, eitt hæsta hlutfall heims af kúm í lausagöngufjósum og hrifning erlendra ferðamanna af fjölskyldubúunum sem einkenna greinina. Núverandi rekstarumhverfi greinarinnar er sífellt í endurskoðun og meðal annars á endurskoðunarnefnd búvörusamninga að skila af sér skýrslu í lok þessa árs um hvað má betur fara í núverandi búvörusamningum. Ekkert er yfir gagnrýni hafið en ljóst er að flestir stjórnmálamenn eru þó sammála um að styðja eigi við íslenskan landbúnað á einn eða annan hátt, sem er vel. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Landbúnaður Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Í nýliðinni viku var málþing á vegum grænmetisæta á Íslandi þar sem velt var upp þeirri spurningu hvers vegna neytendur væru að greiða „mjólkurskatt” en þar var átt við greiðslur úr ríkissjóði til kúabænda í mjólkurframleiðslu. Var daðrað við þá hugmynd að afnema greiðslur til kúabænda á þeim grundvelli að neyslumynstur fólks sé að breytast og ríkissjóður eigi ekki að styðja við framleiðslu á vöru sem ekki allir eru að neyta. Einnig komu upp hugmyndir um hvort skattgreiðendur gætu valið í hvað skattarnir þeirra fara í og þá gæti fólk til dæmis valið að styðja við grænmetisrækt í stað mjólkurframleiðslu og þar eftir götum. Þetta er um margt áhugavert sjónarmið sem er sjálfsagt að ræða. Á síðasta ári seldust mjólkurvörur unnar úr 145 milljón lítrum af mjólk hér á landi. Neyslan hefur aukist ár frá ári þó hún sveiflist á milli vöruflokka. Við neytum minni drykkjarmjólkur en höfum stóraukið neyslu okkar á smjöri og ostum svo dæmi sé tekið. Það er því erfitt að halda því fram að neysla mjólkurvara hafi tekið stórkostlegum breytingum. Í dag erum við með verðlagsnefnd sem ákveður verð til bænda og heildsöluverð ýmissa mjólkurvara. Sem dæmi eru smjör og drykkjarmjólk seld töluvert undir framleiðslukostnaðarverði og því ódýrari fyrir neytendur en ella. Vissulega kjósa ekki allir að neyta mjólkurvara en það á við um margt annað sem stutt er af stjórnvöldum, þjónustu eða iðnað, og er efni í sérstaka umræðu um hlutverk og forgangsröðun ríkissjóðs. Kúabú fyrst og fremst fjölskyldubú Flest lönd í heiminum styðja á einn eða annan hátt við innlendan landbúnað, meðal annars til að styðja við skynsamlega landnýtingu og fæðuöryggi. Það má segja að –þegar öllu er á botninn hvolft- sé það pólitísk ákvörðun hvort stundaður sé landbúnaður á Íslandi. Ef stuðningsgreiðslna nyti ekki við í einhverri mynd myndi samþjöppun óumflýjanlega eiga sér stað og kúabú í dreifðari byggðum myndu fyrst leggja upp laupana. Hvert bú þyrfti að halda mun fleiri gripi til að skila hagnaði, en í dag er meðalbúið að Íslandi með 47 kýr og miðast að mestu leyti við fjölskyldubú þar sem fjölskyldan á og rekur búið fremur en um sé að ræða eigendur og starfsmenn (til samanburðar er meðalkúabú í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum með 1.241 kýr). Hér er margt undir svo sem landnýting og byggð í dreifðari sveitum, fjölbreytileiki í atvinnulífi, ásýnd dreifbýlis og eðli landbúnaðar sem við viljum að stundaður sé í landinu. Ef við værum einungis að hugsa um krónur og aura þá er það svo að við gætum raunverulega flutt inn allar mjólkurvörur sem neytt er hérlendis. Þá þyrftu engin kúabú að vera á Íslandi. Það myndi líklega skila sér í lægra verði fyrir neytendur, fyrst um sinn. En er það samfélagsgerð sem við viljum? Þess má geta að innfluttar mjólkurvörur hafa einnig hlotið opinberan stuðning í sínu upprunalandi. Varðandi upplýsingar til neytenda þá er hægt að sjá uppruna vörunnar í dag en lyfjanotkun, aðstaða dýra, starfsumhverfi og launakjör bænda er annað mál. Þverpólitísk samstaða um stuðning við íslenskan landbúnað Íslensk nautgriparækt hefur sérstöðu á mörgum sviðum. Helst ber að nefna okkar séríslenska kúakyn, eina minnstu notkun sýklalyfja í heiminum, lög um útigöngu gripa, eitt hæsta hlutfall heims af kúm í lausagöngufjósum og hrifning erlendra ferðamanna af fjölskyldubúunum sem einkenna greinina. Núverandi rekstarumhverfi greinarinnar er sífellt í endurskoðun og meðal annars á endurskoðunarnefnd búvörusamninga að skila af sér skýrslu í lok þessa árs um hvað má betur fara í núverandi búvörusamningum. Ekkert er yfir gagnrýni hafið en ljóst er að flestir stjórnmálamenn eru þó sammála um að styðja eigi við íslenskan landbúnað á einn eða annan hátt, sem er vel. Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda.
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun