Sjálfbært hverfi í Engey: „Má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ Ingvar Þór Björnsson skrifar 28. janúar 2018 16:28 Aðspurður segir Jón að það kæmi honum ekki á óvart ef nýkjörinn oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík komi til með að horfa til Engeyjar. Vísir/Samsett Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, veltir upp þeirri hugmynd í dag á Twitter síðu sinni að byggja sjálfbært, bíllaust framtíðarhverfi í Engey. „Engey er ónotað byggingarland á stærð við Vatnsmýri,“ segir Jón og spyr hvort ekki mætti ganga lengra í landfyllingu við Granda og byggja brú yfir. Í samtali við Vísi segir Jón að hann hafi aldrei skilið af hverju byggð bæði í Engey og Viðey væri aldrei til umræðu. „Ég skil ekki af hverju byggð þarna hefur aldrei komið til tals. Á Norðurlöndunum er yfirleitt blómleg byggð í þessum eyjum fyrir utan borgirnar. Þetta er alveg flennistórt verðmætt byggingarland,“ segir hann.„Af hverju má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“Að sögn Jóns kom aldrei til tals þegar hann var borgarstjóri að ráðast í slíkar framkvæmdir. „Ég hafði ekki mikinn tíma til að vera að pæla í einhverju svona á þeim tíma,“ segir hann. „Það fór ofboðslegur tími í að reyna að greiða úr fyrirhuguðum uppbyggingum sem féllu um sjálfar sig við hrunið. Ég hafði ekki þennan tíma sem ég hef núna til að pæla í svona. Mér finnst allt í lagi að ræða þetta. Það er verið að ræða fáránlegri hluti,“ segir Jón í samtali við Vísi. Þá nefnir hann að stöðugt sé meira um að vera út á Granda. „Grandi er meira og minna landfylling og nú er Grandi meira og meira að verða „happening“ hverfi. Af hverju má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ spyr Jón.Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti hugmyndir árið 2005 þar sem gert var ráð fyrir byggð á Engey.Vísir/ErnirEngey væri sjálfbært og bíllaust hverfiJón segist ekki hafa skoðað allar hliðar málsins vel en vert sé þó að skoða málið betur. „Ég hef aldrei setið fund um byggð í Engey þannig að það getur vel verið að þarna séu hrygningarstöðvar lúðunnar eða eitthvað svoleiðis. Ég vil alls ekki trufla lúðuna í sínum hrygningum,“ segir hann. Fyrrum borgarstjórinn telur að það verði sífellt verðmætara að hverfi séu bíllaus og að Engey væri tilvalin staðsetning fyrir hverfi sem væri skipulagt með það fyrir augum. „Nú er verið að gera tilraunir í mörgum borgum með sjálfbær og vistvæn hverfi. Væri ekki hægt að byggja hverfi í Engey sem væri bíllaust og fólk færi frá eyjunni gangandi eða hjólandi og endurnýtti allan úrgang?“Kæmi honum ekki á óvart ef Eyþór Arnalds myndi horfa til EngeyjarHugmyndin er ekki ný af nálinni en borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti hugmyndir um framtíðarskipulag Reykjavíkur árið 2005 þar sem gert var ráð fyrir byggð á Engey, Viðey og Geldinganesi og tengingum við eyjarnar frá borginni. Aðspurður segir Jón að það kæmi honum ekki á óvart ef nýkjörinn oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík komi til með að horfa til Engeyjar. „Ég held að hann þurfi að horfa út um allt. Eyþór er líka svona kraftmikill maður og það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi horfa til Engeyjar,“ segir Jón. Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira
Jón Gnarr, fyrrverandi borgarstjóri, veltir upp þeirri hugmynd í dag á Twitter síðu sinni að byggja sjálfbært, bíllaust framtíðarhverfi í Engey. „Engey er ónotað byggingarland á stærð við Vatnsmýri,“ segir Jón og spyr hvort ekki mætti ganga lengra í landfyllingu við Granda og byggja brú yfir. Í samtali við Vísi segir Jón að hann hafi aldrei skilið af hverju byggð bæði í Engey og Viðey væri aldrei til umræðu. „Ég skil ekki af hverju byggð þarna hefur aldrei komið til tals. Á Norðurlöndunum er yfirleitt blómleg byggð í þessum eyjum fyrir utan borgirnar. Þetta er alveg flennistórt verðmætt byggingarland,“ segir hann.„Af hverju má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“Að sögn Jóns kom aldrei til tals þegar hann var borgarstjóri að ráðast í slíkar framkvæmdir. „Ég hafði ekki mikinn tíma til að vera að pæla í einhverju svona á þeim tíma,“ segir hann. „Það fór ofboðslegur tími í að reyna að greiða úr fyrirhuguðum uppbyggingum sem féllu um sjálfar sig við hrunið. Ég hafði ekki þennan tíma sem ég hef núna til að pæla í svona. Mér finnst allt í lagi að ræða þetta. Það er verið að ræða fáránlegri hluti,“ segir Jón í samtali við Vísi. Þá nefnir hann að stöðugt sé meira um að vera út á Granda. „Grandi er meira og minna landfylling og nú er Grandi meira og meira að verða „happening“ hverfi. Af hverju má ekki halda áfram að sturta grjóti út í Engey og gera síðan litla brú?“ spyr Jón.Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti hugmyndir árið 2005 þar sem gert var ráð fyrir byggð á Engey.Vísir/ErnirEngey væri sjálfbært og bíllaust hverfiJón segist ekki hafa skoðað allar hliðar málsins vel en vert sé þó að skoða málið betur. „Ég hef aldrei setið fund um byggð í Engey þannig að það getur vel verið að þarna séu hrygningarstöðvar lúðunnar eða eitthvað svoleiðis. Ég vil alls ekki trufla lúðuna í sínum hrygningum,“ segir hann. Fyrrum borgarstjórinn telur að það verði sífellt verðmætara að hverfi séu bíllaus og að Engey væri tilvalin staðsetning fyrir hverfi sem væri skipulagt með það fyrir augum. „Nú er verið að gera tilraunir í mörgum borgum með sjálfbær og vistvæn hverfi. Væri ekki hægt að byggja hverfi í Engey sem væri bíllaust og fólk færi frá eyjunni gangandi eða hjólandi og endurnýtti allan úrgang?“Kæmi honum ekki á óvart ef Eyþór Arnalds myndi horfa til EngeyjarHugmyndin er ekki ný af nálinni en borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna kynnti hugmyndir um framtíðarskipulag Reykjavíkur árið 2005 þar sem gert var ráð fyrir byggð á Engey, Viðey og Geldinganesi og tengingum við eyjarnar frá borginni. Aðspurður segir Jón að það kæmi honum ekki á óvart ef nýkjörinn oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík komi til með að horfa til Engeyjar. „Ég held að hann þurfi að horfa út um allt. Eyþór er líka svona kraftmikill maður og það kæmi mér ekki á óvart ef hann myndi horfa til Engeyjar,“ segir Jón.
Skipulag Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Sjá meira