Verður komin til Íslands innan tveggja sólarhringa Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. janúar 2018 19:00 Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir flutti nýlega til Malaga á Spáni ásamt eiginmanni sínum og dóttur. Í síðustu viku féll hún milli hæða á heimili þeirra. „Eins og ég skil fellur hún af svölum sem eru á annarri hæð og niður á steingólf og þríhryggbrotnar. Það var ekkert handrið á þessum svölum heldur tvö fet, bara svona stallur," segir Jón Kristinn Snæhólm, fjölskylduvinur. Eiginmaður hennar var handtekinn vegna málsins en sleppt að loknum yfirheyrslum. Hann er ekki talinn tengjast málinu með neinum hætti. Sunna er lömuð upp að brjóstkassa eftir slysið og liggur á spítala í Malaga. Fjölskylduvinur segir læknisþjónustuna þar af skornum skammti. „Í svona ástandi skiptir öllu máli að hafa upplýsingar og hún hefur ekki fengið neinar upplýsingar. Það eru einhverjir tungumálaerfiðleikar og lítil enska. Mér skilst að hún hafi verið að hitta lækni í fyrradag í fyrsta skipti. Þannig að við þetta ástand verður ekki unað," segir Jón Kristinn. Dóttir hennar er þegar komin til landsins en eiginmaður hennar og nánasta fjölskylda eru hjá henni úti. Sunna er ekki tryggð fyrir flugfari heim en sjúkraflugið kostar um fimm og hálfa milljón króna. Fjölskylda hennar leitaði því hjálpar hjá almenningi á samfélagsmiðlum og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Verið er að klára samninga um flutning og verður hún komin á Landspítalann innan tveggja sólarhringa, þar sem læknateymi bíður hennar. „Lyndiseinkunn þjóðarinnar er rétt lýst hér. Ókunnug kona úti í heimi þarf hjálp og þjóðin bregst svona við. Það eru allir mjög hræðir og hamingjusamir yfir því hvernig þetta virðist líta út," segir Jón Kristinn. Heilbrigðismál Mál Sunnu Elviru Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira
Ung íslensk kona sem lamaðist við fall í Malaga á Spáni verður komin til landsins innan tveggja sólarhringa. Fjölskylduvinur segir hana hafa fengið litla þjónustu á sjúkrahúsinu og þakkar íslensku þjóðinni fyrir að koma henni undir læknishendur hér á landi. Sunna Elvíra Þorkelsdóttir flutti nýlega til Malaga á Spáni ásamt eiginmanni sínum og dóttur. Í síðustu viku féll hún milli hæða á heimili þeirra. „Eins og ég skil fellur hún af svölum sem eru á annarri hæð og niður á steingólf og þríhryggbrotnar. Það var ekkert handrið á þessum svölum heldur tvö fet, bara svona stallur," segir Jón Kristinn Snæhólm, fjölskylduvinur. Eiginmaður hennar var handtekinn vegna málsins en sleppt að loknum yfirheyrslum. Hann er ekki talinn tengjast málinu með neinum hætti. Sunna er lömuð upp að brjóstkassa eftir slysið og liggur á spítala í Malaga. Fjölskylduvinur segir læknisþjónustuna þar af skornum skammti. „Í svona ástandi skiptir öllu máli að hafa upplýsingar og hún hefur ekki fengið neinar upplýsingar. Það eru einhverjir tungumálaerfiðleikar og lítil enska. Mér skilst að hún hafi verið að hitta lækni í fyrradag í fyrsta skipti. Þannig að við þetta ástand verður ekki unað," segir Jón Kristinn. Dóttir hennar er þegar komin til landsins en eiginmaður hennar og nánasta fjölskylda eru hjá henni úti. Sunna er ekki tryggð fyrir flugfari heim en sjúkraflugið kostar um fimm og hálfa milljón króna. Fjölskylda hennar leitaði því hjálpar hjá almenningi á samfélagsmiðlum og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Verið er að klára samninga um flutning og verður hún komin á Landspítalann innan tveggja sólarhringa, þar sem læknateymi bíður hennar. „Lyndiseinkunn þjóðarinnar er rétt lýst hér. Ókunnug kona úti í heimi þarf hjálp og þjóðin bregst svona við. Það eru allir mjög hræðir og hamingjusamir yfir því hvernig þetta virðist líta út," segir Jón Kristinn.
Heilbrigðismál Mál Sunnu Elviru Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Fleiri fréttir Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Sjá meira