Gæsahúð, fiðringur og tár Þórarinn Þórarinsson skrifar 8. febrúar 2018 23:15 Gary Oldman sýnir stórleik í hlutverki Winstons Churchill. Kvikmyndir Darkest Hour HHHHH Leikstjórn: Joe Wright Aðalhlutverk: Gary Oldman, Kristin Scott Thomas, Lily James Winston Churchill er einn af risum 20. aldarinnar. Einn af aðalleikurunum í einhverjum skelfilegasta hildarleik í sögu mannkyns, heimsstyrjöldinni síðari. Og einnig margbrotinn og stórfenglegur persónuleiki. Maður andstæðna og innri átaka. Breyskur og ósvífinn en einnig meyr og feiminn. Flugmælskur var hann þó þessi breski bolabítur, kaldhæðinn húmoristi og svo brjálæðislega góður ræðumaður að hann stappaði stálinu í þjóð sína á ögurstundu. Bauð ekki upp á neitt nema blóð, svita og tár þegar „litla eyjan“ þeirra stóð ein gegn ofurefli Hitlers sem valtaði yfir Evrópu. Þeir eru ófáir leikararnir sem hafa tekist á við hlutverk Churchills en enginn, hvorki fyrr né síðar, gerir það jafn stórkostlega og Gary Oldman í Darkest Hour. Með frábærri förðun, sem virkar fullkomlega eðlileg, breytist Oldman bókstaflega í Churchill. Hvergi glittir í Oldman þegar Sir Winston birtist í öllu sínu veldi. Myndin hverfist um Churchill, Oldman er nánast alltaf í mynd og ber myndina uppi svo áreynslulaust að það er eins og ekkert sé sjálfsagðara. Hann er þó ekki einn á sviðinu og í kringum hann glansa fínir leikarar í aukahlutverkum. Þar vegur sú mikla öndvegis leikkona, Kristin Scott Thomas, þyngst sem heittelskuð eiginkona Winstons, hún Clemmie. Sú eina sem gat tjónkað við þverhausinn og stundum haft vit fyrir honum. Þá gegnir Lily James mikilvægu hlutverki sem Elizabeth Layton, einkaritari Churchills sem þarf að þola dyntina í karlinum og sætta sig við að skrifa upp eftir honum ræður og kjaftavaðal á meðan hann buslar í baði, er á salerninu, sullar í sig áfengi og púar sína risavindla. Ronald Pickup er fínn og eðlilega dálítið brjóstumkennanlegur Neville Chamberlain. Sá friðarsáttfúsi forsætisráðherra sem vildi í lengstu lög forðast stríð við Þjóðverja. Hann mátti þó víkja fyrir Churchill sem náði að smeygja sér í forsætisráðherrastólinn og snarsneri af sáttabraut Chamberlains. Stríðsráðherrann treysti Hitler aldrei og tók ekki í mál að semja við þann götustrák. Hvað sem segja má um Churchill var hann réttur maður á réttum stað á hárréttum tíma í sögunni. Gary Oldman er að sama skapi á hárréttum stað í Darkest Hour og með sannfæringarkrafti Churchills fylkir hann dáleiddum áhorfendum að baki sér. Hann býður okkur gæsahúð, fiðring og tár. Þessi meiriháttar leikari hefur aldrei verið betri og í hans tilfelli er þá mikið sagt. Sagan er keyrð nokkuð hratt áfram enda viðburðaríkur tími í lífi forsætisráðherra og þjóðar þannig að á köflum gæti þeim sem ekki þekkja vel til þótt hún svolítið ruglingsleg. Algert aukaatriði auðvitað. Myndin fer býsna vel með sögulegar staðreyndir þótt Winston sjálfum hefði örugglega þótt við hæfi að taka harkalegar á andstæðingum hans. Magnaðasta sena myndarinnar er þó færð nokkuð vel í stílinn, svona eins og gengur og gerist, þegar það þarf að dramatísera raunveruleikann til þess að ná fram hámarksáhrifum á tjaldinu. Það er víst bannað að fara of nákvæmlega ofan í söguþráð og smáatriði á þessum síðustu og verstu tímum þegar „spoilera“ taugaveiklunin er alger. En þetta atriði í seinni hluta myndarinnar er dásamlegt, eiginlega lýrísk sýn á samband Churchills við þjóð sína. Tær fegurð. Í seinni tíð hafa alls konar tuðkarlar lagt sig alla fram um að sverta minningu Churchills og tala hann niður á sama skepnuplan og Hitler og Stalín með pólitískt réttþenkjandi siðferðisstöðlum vorra tíma. Svona fíflagangur er vitaskuld ekki svaraverður og ætla má að heimurinn væri talsvert öðruvísi og jafnvel mun ógeðslegri en hann er í dag ef síðasta ljónið hefði ekki risið á afturlappirnar og urrað á hið illa. Andstæðingar Churchills í myndinni sem og í raunveruleikanum hafa alveg sérstaka tilhneigingu til þess að útmála þennan mikla órator sem fyllibyttu. Allt er þetta orðum aukið og þótt Sir Winston hafi eiginlega alltaf verið vel rakur þá var hann sjaldnast draugfullur. Þá má hafa í huga að þrátt fyrir orðkynngina og fljúgandi mælskuna var Churchill feiminn og meinilla við að halda ræður. Þá getur nú verið ágætt að vera með smá kampavín í blóðinu til þess að finna neistann. Sagan hefur líka sannað að drykkfelldur, síreykjandi nautnabelgur er mun heppilegri þjóðarleiðtogi en grænmetisétandi, reyklausir bindindismenn eins og Hitler og Himmler. Góðu heilli hafði fulli kallinn með vindilinn betur og Darkest Hour ætti að duga vel til þess að stinga upp í þá hælbíta sem leggjast svo lágt að hatast við Sir Winston Leonard Spencer-Churchill. Fram til sigurs!Niðurstaða: Meiriháttar flott og vel gerð mynd um einn magnaðasta þjóðarleiðtoga síðari tíma. Gary Oldman fer með himinskautum sem Churchill og býður upp á gæsahúð, fiðring og tár. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Kvikmyndir Darkest Hour HHHHH Leikstjórn: Joe Wright Aðalhlutverk: Gary Oldman, Kristin Scott Thomas, Lily James Winston Churchill er einn af risum 20. aldarinnar. Einn af aðalleikurunum í einhverjum skelfilegasta hildarleik í sögu mannkyns, heimsstyrjöldinni síðari. Og einnig margbrotinn og stórfenglegur persónuleiki. Maður andstæðna og innri átaka. Breyskur og ósvífinn en einnig meyr og feiminn. Flugmælskur var hann þó þessi breski bolabítur, kaldhæðinn húmoristi og svo brjálæðislega góður ræðumaður að hann stappaði stálinu í þjóð sína á ögurstundu. Bauð ekki upp á neitt nema blóð, svita og tár þegar „litla eyjan“ þeirra stóð ein gegn ofurefli Hitlers sem valtaði yfir Evrópu. Þeir eru ófáir leikararnir sem hafa tekist á við hlutverk Churchills en enginn, hvorki fyrr né síðar, gerir það jafn stórkostlega og Gary Oldman í Darkest Hour. Með frábærri förðun, sem virkar fullkomlega eðlileg, breytist Oldman bókstaflega í Churchill. Hvergi glittir í Oldman þegar Sir Winston birtist í öllu sínu veldi. Myndin hverfist um Churchill, Oldman er nánast alltaf í mynd og ber myndina uppi svo áreynslulaust að það er eins og ekkert sé sjálfsagðara. Hann er þó ekki einn á sviðinu og í kringum hann glansa fínir leikarar í aukahlutverkum. Þar vegur sú mikla öndvegis leikkona, Kristin Scott Thomas, þyngst sem heittelskuð eiginkona Winstons, hún Clemmie. Sú eina sem gat tjónkað við þverhausinn og stundum haft vit fyrir honum. Þá gegnir Lily James mikilvægu hlutverki sem Elizabeth Layton, einkaritari Churchills sem þarf að þola dyntina í karlinum og sætta sig við að skrifa upp eftir honum ræður og kjaftavaðal á meðan hann buslar í baði, er á salerninu, sullar í sig áfengi og púar sína risavindla. Ronald Pickup er fínn og eðlilega dálítið brjóstumkennanlegur Neville Chamberlain. Sá friðarsáttfúsi forsætisráðherra sem vildi í lengstu lög forðast stríð við Þjóðverja. Hann mátti þó víkja fyrir Churchill sem náði að smeygja sér í forsætisráðherrastólinn og snarsneri af sáttabraut Chamberlains. Stríðsráðherrann treysti Hitler aldrei og tók ekki í mál að semja við þann götustrák. Hvað sem segja má um Churchill var hann réttur maður á réttum stað á hárréttum tíma í sögunni. Gary Oldman er að sama skapi á hárréttum stað í Darkest Hour og með sannfæringarkrafti Churchills fylkir hann dáleiddum áhorfendum að baki sér. Hann býður okkur gæsahúð, fiðring og tár. Þessi meiriháttar leikari hefur aldrei verið betri og í hans tilfelli er þá mikið sagt. Sagan er keyrð nokkuð hratt áfram enda viðburðaríkur tími í lífi forsætisráðherra og þjóðar þannig að á köflum gæti þeim sem ekki þekkja vel til þótt hún svolítið ruglingsleg. Algert aukaatriði auðvitað. Myndin fer býsna vel með sögulegar staðreyndir þótt Winston sjálfum hefði örugglega þótt við hæfi að taka harkalegar á andstæðingum hans. Magnaðasta sena myndarinnar er þó færð nokkuð vel í stílinn, svona eins og gengur og gerist, þegar það þarf að dramatísera raunveruleikann til þess að ná fram hámarksáhrifum á tjaldinu. Það er víst bannað að fara of nákvæmlega ofan í söguþráð og smáatriði á þessum síðustu og verstu tímum þegar „spoilera“ taugaveiklunin er alger. En þetta atriði í seinni hluta myndarinnar er dásamlegt, eiginlega lýrísk sýn á samband Churchills við þjóð sína. Tær fegurð. Í seinni tíð hafa alls konar tuðkarlar lagt sig alla fram um að sverta minningu Churchills og tala hann niður á sama skepnuplan og Hitler og Stalín með pólitískt réttþenkjandi siðferðisstöðlum vorra tíma. Svona fíflagangur er vitaskuld ekki svaraverður og ætla má að heimurinn væri talsvert öðruvísi og jafnvel mun ógeðslegri en hann er í dag ef síðasta ljónið hefði ekki risið á afturlappirnar og urrað á hið illa. Andstæðingar Churchills í myndinni sem og í raunveruleikanum hafa alveg sérstaka tilhneigingu til þess að útmála þennan mikla órator sem fyllibyttu. Allt er þetta orðum aukið og þótt Sir Winston hafi eiginlega alltaf verið vel rakur þá var hann sjaldnast draugfullur. Þá má hafa í huga að þrátt fyrir orðkynngina og fljúgandi mælskuna var Churchill feiminn og meinilla við að halda ræður. Þá getur nú verið ágætt að vera með smá kampavín í blóðinu til þess að finna neistann. Sagan hefur líka sannað að drykkfelldur, síreykjandi nautnabelgur er mun heppilegri þjóðarleiðtogi en grænmetisétandi, reyklausir bindindismenn eins og Hitler og Himmler. Góðu heilli hafði fulli kallinn með vindilinn betur og Darkest Hour ætti að duga vel til þess að stinga upp í þá hælbíta sem leggjast svo lágt að hatast við Sir Winston Leonard Spencer-Churchill. Fram til sigurs!Niðurstaða: Meiriháttar flott og vel gerð mynd um einn magnaðasta þjóðarleiðtoga síðari tíma. Gary Oldman fer með himinskautum sem Churchill og býður upp á gæsahúð, fiðring og tár.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Lífið Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Lífið samstarf Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Lífið samstarf Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira