Óskarsverðlaun borga sig Björn Berg Gunnarsson og skrifa 7. febrúar 2018 07:00 Dýrasta kvikmynd síðasta árs var Justice League. Framleiðslukostnaður hennar var meiri en sem nemur samanlögðum kostnaði þeirra níu sem nú eru tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins. Það kemur ýmislegt áhugavert í ljós þegar bornar eru saman þær kvikmyndir sem unnið hafa þessi eftirsóttu verðlaun frá aldamótum og þær sem í var varið mestum fjármunum. Að meðaltali hafa verðlaunamyndirnar kostað fimmtung af framleiðslukostnaði þeirra dýrustu, en skilað 60% tekna þeirra. Það borgar sig augljóslega að vinna því fyrir hverja milljón sem lagðar hafa verið í framleiðsluna bættust við 9,6 í hagnað. Dýrustu myndirnar hafa einnig skilað framleiðendum ágætis tekjum, því hagnaður hefur að meðaltali verið ríflega tvöfalt hærri en kostnaðurinn. Ef við skiptum öldinni upp í tvö tímabil, 2000-2009 og 2010-2017, sjáum við talsverðan mun á fjármálahliðinni. Þennan áratug hafa mun smærri myndir hlotið verðlaunin, ríflega helmingi ódýrari að meðaltali. Hagnaðurinn er auk þess allt annar. Fyrri hluta aldarinnar var hagnaður Óskarsverðlaunamynda nær tvöfalt meiri en dýrustu kvikmynda ársins en undanfarin átta ár er hann einungis fjórðungur. Kannski hefur val akademíunnar breyst, frekar en fjármálin í Hollywood. Undanfarið hafa kvikmyndir cá borð við Spotlight, Birdman og The Hurt Locker borið sigur úr býtum en fljótlega upp úr aldamótum voru það til dæmis Gladiator og Return of the King. Svona hugleiðingar eru að sjálfsögðu bara til gamans og gefa tæplega tilefni til að spá fyrir um sigurvegara þessa árs. En ef við höfum áhuga á þeim leik virðist Three Billboards eiga ansi góðan möguleika. Get Out getur þó orðið sú sem skilað hefur langmestum hagnaði í hlutfalli við kostnað Óskvarsverðlaunamynda frá aldamótum, tvöfalt meiri en The King’s Speech. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Dýrasta kvikmynd síðasta árs var Justice League. Framleiðslukostnaður hennar var meiri en sem nemur samanlögðum kostnaði þeirra níu sem nú eru tilnefndar til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins. Það kemur ýmislegt áhugavert í ljós þegar bornar eru saman þær kvikmyndir sem unnið hafa þessi eftirsóttu verðlaun frá aldamótum og þær sem í var varið mestum fjármunum. Að meðaltali hafa verðlaunamyndirnar kostað fimmtung af framleiðslukostnaði þeirra dýrustu, en skilað 60% tekna þeirra. Það borgar sig augljóslega að vinna því fyrir hverja milljón sem lagðar hafa verið í framleiðsluna bættust við 9,6 í hagnað. Dýrustu myndirnar hafa einnig skilað framleiðendum ágætis tekjum, því hagnaður hefur að meðaltali verið ríflega tvöfalt hærri en kostnaðurinn. Ef við skiptum öldinni upp í tvö tímabil, 2000-2009 og 2010-2017, sjáum við talsverðan mun á fjármálahliðinni. Þennan áratug hafa mun smærri myndir hlotið verðlaunin, ríflega helmingi ódýrari að meðaltali. Hagnaðurinn er auk þess allt annar. Fyrri hluta aldarinnar var hagnaður Óskarsverðlaunamynda nær tvöfalt meiri en dýrustu kvikmynda ársins en undanfarin átta ár er hann einungis fjórðungur. Kannski hefur val akademíunnar breyst, frekar en fjármálin í Hollywood. Undanfarið hafa kvikmyndir cá borð við Spotlight, Birdman og The Hurt Locker borið sigur úr býtum en fljótlega upp úr aldamótum voru það til dæmis Gladiator og Return of the King. Svona hugleiðingar eru að sjálfsögðu bara til gamans og gefa tæplega tilefni til að spá fyrir um sigurvegara þessa árs. En ef við höfum áhuga á þeim leik virðist Three Billboards eiga ansi góðan möguleika. Get Out getur þó orðið sú sem skilað hefur langmestum hagnaði í hlutfalli við kostnað Óskvarsverðlaunamynda frá aldamótum, tvöfalt meiri en The King’s Speech. Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun